Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 24
Í Skammadalnum hafa í ára-tugi verið í boði litlir garðar til leigu fyrir höfuðborgarbúa. Algengast er að fólk rækti þar kartöflur, en að sjálfsögðu er hægt að rækta þar hvers konar matjurtir. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar, segir að að- sókn að görðunum hafi farið síminnkandi. „Ég hef nú ekki neina eina skýringu á því,” segir hann, „en það hefur alltaf fækk- að þegar einhverjir garðar hafa verið lagðir niður, eins og til dæmis þegar hætt var með garð- ana á Korpúlfsstöðum. Þá fluttu menn sig ekki í Skammadalinn.“ Á skikunum eru kofar sem voru hugsaðir sem áhaldakofar, og nú er ekki lengur leyfilegt að byggja nýja kofa. „Það eru mörg dæmi um að fólk hafi breytt kof- unum í einhvers konar vistarver- ur, og sumir hafa byggt við,“ seg- ir Þórólfur. „Þetta líkist að ein- hverju leyti svona „kólóníum“ eða hverfum eins og eru þekkt erlendis, en nú við höfum ekki leyfi til að leyfa fleiri hús þar sem þetta tilheyrir Mosfellsbæn- um en ekki Reykjavíkurborg. Það þyrfti þá að sækja um það sérstaklega til Mosfellsbæjar.“ Á síðasta ári voru leigðir út 250 garðar, en árið 1996 voru þeir meira en helmingi fleiri. Þórólfur telur að fækkunin geti tengst aukinni sumarbústaða- eign landsmanna. „Það er hugs- anlegt að þetta dugi ekki fólki,“ segir hann. Átta skólagarðar eru starf- ræktir í borginni og þar hefur líka orðið umtalsverð fækkun. „Við leigðum út 640 garða í fyrra, en árið 1996 vorum við með 830 reiti í útleigu. Þetta hef- ur verið að þokast niður á við,“ segir Þórólfur. Hann telur hugsanlegt að skólagarðarnir dugi ekki for- eldrum lengur. „Fólk vill geta tryggt börnunum veru að minns- ta kosti hálfan daginn. Við get- um ekki tryggt að krakkarnir séu þarna því ekki er boðið upp á neina gæslu.“ Fyrir nokkrum árum var elli- lífeyrisþegum boðið að fá garða í skólagörðunum, en hingað til hafa þeir ekki nýtt sér það í miklum mæli. Í sumar verður al- menningi boðið að leigja sér garða í skólagörðunum og spennandi að hvort það er eitt- hvað sem fólk mun nýta sér, seg- ir Þórólfur. „Annars held ég að við þurf- um að endurskoða þessa starf- semi, við þyrftum jafnvel að fá samstarfsaðila, hugsanlega leik- ja- eða íþróttanámskeiðin í sam- starf þannig að skólagarðarnir væru hluti af stærri pakka. Þetta er allt í skoðun,“ segir Þórólfur. ■ 7. maí 2003Hús og garðar A K U R E Y R I Draupnisgötu 2 603 Akureyri sími 462 2360 fax 462 6088 H A F N A R F I R Ð I Strandgötu 75 220 Hafnarfirði sími 565 2965 fax 565 2920 Klettagörðum 12 104 Reykjavík sími 575 0000 fax 575 0010 R E Y K J AV Í K gerðu garðinn frægan í sumar! Hekkklippur Mosatætarar Matjurtagarðar í útleigu: Almenningi boðið í skólagarðana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL MGleðilegt sumar! Allir út í garð. Við og hunangsflugurnar erum komin á flug!!! Drífið ykkur áður en geitungarnir koma. Þið eruð velkomin til okkar. Garðplöntusalan Borg Þelamörk 54, 810 Hveragerði Sérhæfing í glugga- og hurðasmíði, ísetningum, utanhússklæðningum og þakviðgerðum. Almenn trésmíðavinna og byggingastjórn. Brattholt 21- sími 566 7633 / 8932045

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.