Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 Tryggingin bætir tjón vegna slysa sem verða í frítíma og inniheldur hún dánarbætur, dagpeninga og stighækkandi örorkubætur. Börn undir 16 ára aldri eru tryggð við íþróttaæfingar og keppni, hér á landi og erlendis. Þá nær tryggingin til barna vátryggðs, yngri en 16 ára, sem hafa annað lögheimili en hann og eru á ferðalagi með honum erlendis. Sjúkrakostnaður innanlands er greiddur að tiltekinni fjárhæð þegar um bótaskyld tjón er að ræða vegna varanlegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku. Farangurstrygging erlendis Tryggingin bætir tjón sem verður ef farangur týnist í flutningum eða er stolið á ferðalögum erlendis. Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging erlendis Tryggingin greiðir bætur ef rjúfa þarf ferð erlendis vegna tiltekinna atvika svo og sjúkrakostnað ef slys eða veikindi ber að höndum á ferðalögum erlendis. Með umönnunartryggingu barna fást bætur vegna langtímadvalar barna yngri en 16 ára á sjúkrahúsi. Afslættir Fjölskyldu- og heimilistryggingar hjá VÍS veita einnig rétt til margvíslegra afslátta á öðrum tryggingum svo sem: • bifreiðatryggingum • brunatryggingum íbúðarhúsnæðis • húseigendatryggingum íbúðarhúsnæðis • Lífís, líf- og sjúkdómatryggingum og fjölmörgum sértryggingum sem VÍS býður viðskiptavinum sínum Nánari upplýsingar um bótasvið er að finna í skilmálum félagsins. þar sem tryggingar snúast um fólk VÍS býður nú fjölbreyttari tryggingar fyrir fjölskyldur og heimili – og veitir þér alla afslætti strax F í t o n / S Í A F I 0 0 6 3 6 2 Frítímaslysatrygging Verð 8.825 kr. á ári eða 735 kr. á mánuði* Frítímaslysatrygging Verð 13.406 kr. á ári eða 1.117 kr. á mánuðiFarangurstrygging erlendis Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging á ferðalögum erlendis * Umönnunartrygging barnaFrítímaslysatrygging Verð kr. 17.943 á ári eða 1.495 kr. á mánuði*Farangurstrygging erlendis Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging á ferðalögum erlendis Umönnunartrygging barna *Iðgjöld með afslætti vegna eins bíls þar sem á við með opinberum gjöldum, án stimpilgjalds í maí 2003. Vátryggingarverðmæti innbús kr. 4.500.000. Bótasvið og bótafjárhæðir eru mismunandi eftir tryggingum. Frítímaslysatrygging Róttækar menntafjárfestingareru undirstaða uppbyggingar atvinnulífs framtíðarinnar. Slíkar fjárfestingar þurfa að ná til allra skólastiga og landsins alls. Eitt stærsta skref sem hægt væri að stíga í mannlífsþróun og til að efla launastigið í Suðurkjördæmi væri að byggja upp háskóla á svæðinu, með áherslu á fjarnám. Slíkur skóli gæti t.d. sérhæft sig í sjávar- útvegi, landbúnaði, tæknimennt- un, kennslu- fræðum og mat- vælaiðnaði. Þar liggur sérstaða svæðisins og hana eigum við að nýta. Háskóli í héraði er það sem koma skal. Illa staðið að mennta- málum Illa hefur verið staðið að menntamálum hérlendis síð- ustu ár og jafn- vel áratugi. Upp- taka samræmdu stúdentspróf - anna er menntastefnan í smækk- aðri mynd. Enginn undirbúningur, hroðvirkni og skammsýni á öllum sviðum, fyrir utan að það er hætta á að prófin vegi að rótum sérstöðu skólanna. Því á að fresta þeim og endurskoða. Við höfum dregist mikið aftur úr öðrum þjóðum í menntamálum og setjum ekki sambærilegt fjármagn í mannauð- inn og nágrannalöndin. Á næstu árum þarf að eiga sér stað mark- viss menntasókn á Íslandi eftir langvinna stöðnun í menntunar- málum þjóðarinnar. Samanborið við nágrannalöndin er mennta- kerfið fjársvelt og ekki varið til þess þeim fjármunum sem þarf til að leggja grunninn að þekkingar- samfélagi framtíðarinnar. Marg- víslegar umbætur verða að eiga sér stað á skólamálunum til að við náum í fremstu röð. Aldrei skólagjöld við HÍ Sjálfstæðisflokkurinn boðar skólagjöld við HÍ. Því höfnum við jafnaðarmenn algjörlega. Innan við 16% aldurshópsins 25-64 ára hafa lokið háskólaprófi og segir það allt um mikilvægi þess að efla nám á háskólastigi, ekki að mismuna með auknum gjöldum. Jafnrétti til náms er grundvallar- atriði til að skapa jöfn tækifæri. Það þarf að styðja við samkeppni á háskólastigi og ýta undir bætta kennslu, aukið námsframboð og auknar rannsóknir. Enda eiga háskólastofnanir sem skara fram úr að njóta þess í fjárfram- lögum. Efla þarf rannsóknar- tengt framhaldsnám við alla háskóla landsins og styrkja með auknum fjárframlögum og því að auka tengslin milli rann- sóknastofnana ríkisins og við- eigandi háskóla og háskóla- deilda. Tengt þessu á að auka framlög til rannsóknasjóða hins opinbera til að ýta undir mögu- leika ungra fræðimanna til að hasla sér völl hér heima að fram- haldsnámi loknu. Mikilvægast að öllu er að efla Háskóla Ís- lands og gera honum kleift að sinna sínu verkefni með stæl og án þess að innheimta skólagjöld af nemendum. Jafnrétti til náms óháð efnahag er grundvallar- atriði. Því þarf að stórauka fjár- framlög til HÍ. Annars dregst skólinn aftur úr og dagar uppi sem gamaldags nátttröll, eins og stefnir í undir metnaðarleysi síðustu menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. ■ Menntasókn og háskóli í Suðurkjördæmi Kosningar maí 2003 BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skrifar um menntamál. „Innan við 16% aldurs- hópsins 25- 64 ára hafa lokið háskóla- prófi og segir það allt um mikilvægi þess að efla nám á há- skólastigi, ekki að mis- muna með auknum gjöldum. HÁSKÓLI ÍSLANDS Mikilvægast af öllu er að efla Háskóla Íslands, segir Björgvin G. Sigurðsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.