Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 44
Við vöknum klukkan sex einsog venjulega, og þá syngja krakkarnir fyrir mig og gefa mér afmælispakka,“ segir Sigurjóna Sverrisdóttir, afmælisbarn dags- ins, sem er 44 ára í dag. „Svo fara þau í skólann, en þegar skóladeg- inum lýkur förum við í bæinn, fáum okkur að borða og bara spókum okkur.“ Það ætti ekki að væsa um Sig- urjónu og börnin þrjú á röltinu í kvöld því hitinn við Gardavatnið er 28 gráður, sem Sigurjóna segir að sé mjög notalegur hiti á þeim slóðum. Hún segist reyndar vera búin að taka smá forskot á afmælið, því eiginmaður hennar, Kristján Jó- hannsson, er heima á Íslandi á af- mælisdaginn. „Við fórum með vinahjónum út að borða á laugar- daginn var, en vinur okkar átti einmitt afmæli um síðustu helgi. Við notuðum afmælin sem afsök- un fyrir því að fara fínt út að borða,“ segir Sigurjóna hlæjandi. Hún hefur nákvæmlega engar áhyggjur af aldrinum og segir þau hjón ung og hress í anda. „Ég er auðvitað þakklát og ánægð að vera komin á þennan aldur án stóráfalla í lífinu.“ Hún hefur í nógu að snúast, því hún er með þrjú börn á skólaaldri og er þar að auki að reka „heilan stórtenór“ eins og hún orðar það. Eftir 15 ár á Ítalíu segist hún far- in að litast örlítið af Ítölunum. „Ég sakna samt margs og reyni að komast heim tvisvar á ári til að hitta fjölskylduna og ekki síður vinkonurnar. Ég á slíkar dúndur- vinkonur heima, hér finnst mér kannski skorta svolítið á tögginn í kvenfólkinu.“ Sigurjóna segist sakna Krist- jáns sárlega í hvert skipti sem hann fer að heiman. „Hann er bara svo skemmtilegur og yndis- legur og ég er alltaf jafn skotin í honum,“ segir afmælisbarnið að lokum. ■ Þessi skilti eiga ekki heimaþarna. Það er mín skoðun,“ segir Pétur Ársælsson, umsjónar- maður með umferðarskiltum Reykjavíkurborgar, um þrjú lítil umferðarskilti sem raðað er í kringum torgið á mótum Laufás- vegar og Hellusunds í Þingholt- unum. Skiltin hafa verið þarna í fimm ár og eru keyrð niður að meðaltali tvisvar í viku. „Ég held að hvert skilti kosti um fimm þús- und krónur,“ segir Pétur. Íbúum í nágrenni litla skilta- torgsins hefur orðið starsýnt á viðgerðarmenn borgarinnar sem eru þarna nánast daglegir gestir að reisa við og skipta um skilti eftir að á þau hefur verið ekið. Hallast menn helst að því að eitt- hvað sé ekki eins og það á að vera. Annað tveggja eru bílarnir sem þarna fara um of stórir eða skilt- in á röngum stað. „Nema hvort tveggja sé,“ segir Pétur. Kostnaður við viðgerðir á skiltunum er nú kominn í tvær og hálfa milljón miðað við að ekið sé á eitthvert þeirra tvisvar í viku og stykkið kosti fimm þúsund krónur. Starfsmenn breska og þýska sendiráðsins sem hafa út- sýni yfir torgið eru ekki síst hissa á staðsetningu skiltanna og eru þeir þó flestir aldir upp í stór- borgum þar sem skilti eru á hver- ju strái en standa þó af sér marg- falt meiri umferð: „Annars er verið að aka niður skilti úti um alla borg en þarna er ástandið einna verst,“ segir Pétur Ársælsson en nefnir þó einnig rampaskilti á mótum Snorra- brautar og Sæbrautar og svo skilti á Tryggvagötu á móts við gömlu Hafnarbúðirnar. „Ég held að þessi skilti ættu að fara,“ segir hann. eir@frettabladid.is 32 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Hefurðu heyrt um Hafnfirð-inginn sem læsti bíllykl- ana inni í bílnum? Hann hringdi í lögregluna og bað þá um að bjarga fjöl- skyldunni, sem var lokuð inni í bílnum. ■ Jarðarfarir ■ Andlát Með súrmjólkinni Umhverfi ■ Eitthvað hlýtur að vera að staðsetningu umferðaskilta ef þau eru keyrð niður um leið og þau eru sett upp. Þannig standa mál á litlu hringtorgi á mótum Laufásveg- ar og Hellusunds og hefur lengi verið. Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt Á árunum 1945 til 1949 var reistglæsilegt fjölbýlishús á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Höf- undur hússins var Einar Sveinsson arkitekt. Við hönnun byggingarinn- ar tók Einar mið af niðurstöðum nýrra rannsókna sem sýndu fram á áhrif húsdýptar á gæði íbúða. Húsið var því haft óvenju mjótt til þess að sólarljós ætti greiðari að- gang að öllum vistarverum. Stórir horngluggar með frönskum rúðum og bogadregnum svölum gefa hús- inu mikinn svip og nokkuð róman- tískt yfirbragð. Svalirnar eru einnig athyglisverðar fyrir þær sakir að á handriðinu eru inn- byggðar blómasyllur. Athygli vek- ur að hugað var að hljóðeinangrun við byggingu hússins. Sams konar fjölbýlishús standa við Hringbraut. Þau eru einnig verk Einars en eru fáeinum árum eldri. Hjálmar í Ölfusi ÖRYGGI Kiwanisklúbburinn í Hveragerði hefur sótt um og fengið fjárstuðning frá bæjar- stjórninni á staðnum til að kaupa reiðhjólahjálma. Ætla klúbbfélag- ar að gefa öllum nemendum í fyrsta bekk grunnskólanna í Hveragerði og Þorlákshöfn hjálmana. Er almenn ánægja ríkj- andi meðal foreldra skólabarna í Ölfusi með framtakið en alls nam fjárstuðningur Hveragerðisbæjar 25 þúsund krónum. ■ Jacqueline Cecile Gautier lést í Frakk- landi 5. maí. Útförin fer fram í Frakk- landi. Sighvatur Jóhannsson, Litlubæjarvör 13, Bessastaðahreppi, lést 3. maí. Hrefna Kristjánsdóttir, Arnartanga 46, Mosfellsbæ, lést 2. maí. Pálína Pálsdóttir, Suðurvíkurvegi 10b, Vík í Mýrdal, lést 2. maí. Högni Jónsson frá Hvolft lést 25. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Ólöf Hulda Jóhannesdóttir frá Hellissandi lést 20. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. 15.00 Kristín Lilja Hannibalsdóttir, Bú- staðavegi 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. Húsið SKILTATORGIÐ Á LAUFÁSVEGI Viðgerðarkostnaður skiltanna kominn í tvær og hálfa milljón – í það minnsta. Skiltin keyrð niður tvisvar í viku Afmæli SIGURJÓNA SVERRISDÓTTIR ■ ætlar út að borða með krökkunum sínum þremur í kvöld. Hún var reyndar búin að svindla smávegis, því hún tók forskot á afmælið þegar hún borðaði afmælismálsverð með eiginmanni og vinum um helgina. Saknar eiginmannsins á afmælisdaginn SIGURJÓNA SVERRISDÓTTIR Líkar vel dvölin á Ítalíu og ætlar að eyða afmæliskvöldinu með börnunum sínum þremur heima í Desenano á Ítalíu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.