Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 38
7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Mótsagnir eru yndislegt fyrir-bæri. Við árekstur gagn- stæðra hugmynda getur ýmislegt fæðst. Stjörnuskin, snilld, fyndni, sorg eða hörmungar. Þess vegna er svona gaman að Sopranos. Tilfinn- ingaofsi og sorg Tony Soprano vegna dauða veð- hlaupahests fær sérstaka merkingu vegna skeytingar- leysis hans um líf og heill manna. Mótsagnakenndar persónur eru einhvern veginn alltaf meira spennandi en hinar sem eru lógískar. Stjórnmál lúta einnig þessum lögmálum. Jafnvel þótt siðferði- legt markmið okkar sé að halda þræði í skoðunum okkar og hug- myndum hneigjumst við frekar að mótsagnakenndum stjórnmála- mönnum. Það er auðvitað mót- sögn í því, en svona virðist þetta vera. Þannig á sá málefnalegi alltaf undir högg að sækja. Ég horfði á Silfur Egils á sunnudaginn. Það var pínulítið eins og tímaferðalag. Maður var kominn á kosningafund úti á landi. Menn voru ekkert sérstak- lega málefnalegir. Helst að Birgir Guðmundsson blaðamaður væri að reyna að færa umræðuna til nútímans. Hið nýja og gamla mættist í póstmódernískum árekstri þegar Hlynur Hallsson, sá ágæti myndlistarmaður, sagði að kosningar ættu að snúast um málefni, íklæddur rauðum bol með mynd af Steingrími J. Sigfús- syni. Mynd í anda byltingarleið- togans Che Guevara. Þá hló ég. ■ Við tækið HAFLIÐI HELGASON ■ veltir fyrir sér mótsögnum í stjórnmálum og tilfinningalífi mafíósa. Árekstrar gagnstæðra hugmynda 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 17.30 Olíssport 18.00 Western World Soccer Show 18.30 Meistaradeild Evrópu Bein út- sending frá undanúrslitum. 20.45 Enski boltinn (Arsenal - South- ampton) Útsending frá leik Arsenal og Southampton. 22.50 Olíssport Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 23.20 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skopmyndablaði sem notið hefur mikilla- vinsælda. 0.05 Phoenix Aðalhlutverk: Ray Liotta, Anthony Lapaglia, Daniel Baldwin og Jeremy Piven. Leikstjóri: Danny Cann- on. 1998. Stranglega bönnuð börnum. 1.50 Lust and Lies (Losti og lygar) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 3.00 Dagskrárlok og skjáleikur 16.35 Kastljósið - Kosningar 2003 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.05 Ed (8:22) 20.50 Læknar á Grænlandi (2:2) (Lægens bord i Grönland) Seinni þáttur um ferð dansks læknis til Ilulissat á Grænlandi þar sem hann hugar að sjúk- lingum og talar við hjúkrunarfólk. 21.25 Kosningar 2003 – Tæpitungu- laust Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, mætir í yfirheyrslu í beinni útsendingu til Kristjáns Kristjáns- sonar og Sigmars Guðmundssonar. 22.00 Tíufréttir 22.20 Kosningar 2003 – Sjálfstæðis- flokkurinn kynnir stefnumál sín fyrir kosningarnar. 22.35 Kosningar 2003 – Flokka- kynning Nýtt afl kynnir stefnumál sín fyrir kosningarnar. 22.50 Handboltakvöld 23.05 Undir sama þaki (3:7) (Spaced) Bresk gamanþáttaröð um ævintýri Tims og Daisy sem leigja saman herbergi und- ir því yfirskini að þau séu hjón. Aðalhlut- verk: Jessica Stevenson, Simon Pegg, Jul- ia Deakin og Mark Heap. 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Reba (14:22) 13.00 Since You Have Been Gone (Bekkjarmótið) Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, David Schwimmer. Leikstjóri: Dav- id Schwimmer. 1998. 14.35 Tónlist 15.00 Spænsku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours 18.05 Off Centre (3:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.45 Animatrix 20.00 Að hætti Sigga Hall (10:12) (Danmörk: Kaupmannahöfn) Meistara- kokkurinn er mættur aftur. Siggi Hall ger- ir víðreist og heimsækir marga spenn- andi staði. Ómissandi þáttur fyrir mat- gæðinga á öllum aldri. 20.35 Coupling (5:7) 21.10 Cold Feet (1:6) (Haltu mér, slepptu mér) Margverðlaunaður mynda- flokkur sem hefur slegið í gegn hér sem annars staðar. Þetta er síðasta syrpan um vinina í Manchester og gerist hún sex mánuðum eftir ferðalag þeirra til Ástralíu. Pete og Jo eru komin heim aftur, Adam og Rachel takast á við fjölskyldulífið, David og Karen reyna að skilja í vinsemd og barnfóstran Ramona finnur sér nýjan elskhuga. 22.05 Crossing Jordan (7:25) 22.50 Since You Have Been Gone Sjá nánar að ofan. 0.25 Cold Feet (1:6) 1.15 Ísland í dag, íþróttir, veður 1.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 The Good Old Boys 8.00 Big Man on Campus 10.00 The Competition 12.05 Murder, She Wrote: The Last Free Man 14.00 The Good Old Boys 16.00 Big Man on Campus 18.00 The Competition 20.05 Murder, She Wrote: The Last Free Man 22.00 Final Destination 0.00 Norma Jean and Marilyn 2.00 Of Love and Shadow 4.00 Final Destination 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.00 Trailer 21.00 South Park 6 21.30 Crank Yankers 22.03 70 mínútur 23.10 Lúkkið 23.30 Meiri músík 18.30 Innlit útlit (e) 19.30 According to Jim (e) 20.00 Guinness World Records Fólk er fífl og það sannast hvergi betur en í þessum fjölskrúðugu þáttum þar sem menn reyna að ganga fram af sjálfum sér og öðrum með skemmtilegum fífla- látum og stundum stórhættulegum. Sjáið fullorðið fólk dansa á línu, sjúga spagettí upp í nefið, jórtra, borða úr, henda sér fram af byggingum og margt fleira sem sýnir hvað iðjuleysi hefur í för með sér. 21.00 Fólk – með Sirrý Fólk er þáttur um allt sem við kemur daglegu lífi Ís- lendinga og Fólki er ekkert mannlegt óviðkomandi; þar verður meðal annars rætt um tísku, heilsu, kjaftasögur, for- dóma, mannleg samskipti auk þess sem málefni vikunnar verður að venju krufið til mergjar af sérfræðingum, leikmönn- um og áhorfendum. Skollaleikurinn með Árna Pétri verður á sínum stað og tekur á sig ýmsar myndir. 22.00 Sillfur Egils – í beinni útsend- ingu 23.30 Jay Leno Jay Leno sýnir fram á keisarans nekt á hverju kvöldi er hann grínast með þjóðarleiðtoga, frægt fólk og bara hversdagslega vitleysinga. 0.20 Boston Public (e) 1.10 Dagskrárlok Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, mætir í yfir- heyrslu í beinni útsendingu til Kristjáns Kristjánssonar og Sig- mars Guðmundssonar í þættin- um Tæpitungulaust í Sjónvarp- inu í kvöld. Annað kvöld situr Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, fyrir svör- um. Sjónvarpið 21.25 Stöð 2 21.10 Margverðlaunaður myndaflokk- ur sem hefur slegið í gegn hér sem annars staðar. Þetta er síð- asta syrpan um vinina í Manchester og gerist hún sex mánuðum eftir ferðalag þeirra til Ástralíu. Pete og Jo eru komin heim aftur, Adam og Rachel takast á við fjölskyldulífið, David og Karen reyna að skilja í vin- semd og barnfóstran Ramona finnur sér nýjan elskhuga. ■ Jafnvel þótt sið- ferðilegt mark- mið okkar sé að halda þræði í skoðunum okkar og hug- myndum hneigjumst við frekar að mót- sagnakenndum stjórnmála- mönnum. Tæpitungulaust Cold Feet Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Einnig eru ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is. Nánari upplýsingar Í dag miðvikudag milli kl. 16 og 18 gefst þér kostur á að skoða glæsilegar 2ja, 3ja, og 4ra herbergja íbúðir í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Þar munu sölumenn okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Skipulag og hönnun hverfisins er til fyrirmyndar. Gott rými er á milli húsa og bæði leikskóli og skóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir fjölfarnar götur. Íbúðirnar eru vel hannaðar og með sér inngangi. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðviði. Opið hús í dag miðvikudag kl.16–18 Sýnum glæsilegar nýjar íbúðir við Klapparhlíð 26 í Mosfellsbæ SJÓNVARP Leikarinn David Hyde Pierce, sem leikur Niles Crane í sjónvarpsþáttunum „Frasier“, segir væntanlega elleftu seríu vera þá síðustu. Hann segir að leikarahópurinn vilji hætta á með- an þátturinn eigi enn vinsældum að fagna. „Það bendir allt til þess að þetta verði síðasta serían,“ sagði Pierce í nýlegu viðtali. „Það er okkur að minnsta kosti sagt, að þetta sé búið eftir næstu seríu. Það verður erfitt að hætta. Okkur finnst þetta öllum enn skemmti- legt. Ég vil samt sjá þetta enda með stæl.“ Þátturinn hefur verið með þeim langlífustu í bandarísku sjónvarpi en frekar óalgengt er að gamanþættir endist í tíu serí- ur. Síðustu árin hafa vinsældir þáttanna þá dvínað á sama tíma og framleiðslukostnaðurinn hef- ur aukist. Þar setja líklegast him- inháar launakröfur aðalleikarans Kelsey Grammer strik í reikn- inginn. Hann fær 118 milljónir króna fyrir að leika í einum þætti. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann vilji endi- lega halda áfram eins lengi og hægt er. Eins og margir muna kom persónan Frasier Crane fyrst fram í þættinum „Cheers“ eða Staupasteini eins og hann hét hér. Frasier hefur unnið 31 Emmy- verðlaun. ■ FRASIER Nú þegar er búið að gera tíu seríur af „Frasier“. Framleiðendur ætla að gera eina til viðbótar en hætta svo. Frasier: Næsta sería sú síðasta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.