Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 20
Bústaður Rannveigar er íBreiðagerðislandi á Vatns-leysuströnd, þar sem oft blása kaldir vindar og aðstæður til gróðurræktar eru að sama skapi erfiðar. „Þarna var enginn gróður fyrir og jarðvegurinn lélegur,“ segir Rannveig. „Bústaðurinn stendur eiginlega á hellu, en það er eins og hafi myndast jarðvegur þegar maður fór að vesenast í þessu.“ Rannveig byrjaði gróð- urræktina við bústaðinn fyrir rúmum tuttugu árum og nú nýtur hún af- rakstur erfiðisins. „Ég gróðursetti allt sem er á lóðinni. Það sem var erf- iðast var kuldinn og vatnsleysið, þarna var gamall brunnur sem var löngu uppþornaður og ekkert vatn að hafa, þannig að maður varð að hafa það með sér.“ Rannveig hefur ekki tölu á því sem hún hefur sett niður við bú- staðinn, en nefnir sem dæmi birki, Alaskavið, háfjallatind, elri, barrtré eins og furu og greni, sól- berjatré og rifs. „Svo er ég með hansarós sem blómstrar óskap- lega fallega,“ Rannveig rifjar upp að fyrir mörgum árum, í einhverjum kosningaslagnum, gáfu Alþýðu- bandalagsmenn fólki plöntur til gróðursetningar. „Þetta eru kommaplönturnar mínar, sem eru nú um alla lóð hjá mér og orðnar afar fallegar,“ segir hún hlæjandi. Að koma upp trjálundi og sælureit er margra ára vinna. „Það er ómæld vinna á bak við hvert tré,“ segir Rannveig. „Það þarf að hlúa að gróðrinum og sýna óendanlega natni, annars hrynur allt.“ ■ 7. maí 2003Hús og garðar2 Sækið sumarið til okkar! TUTTUGU ÁRA VINNA Gróðurinn er enn ekki farinn að taka vel við sér suður með sjó, en innan tíðar stendur þar allt í blóma. „Komma“- plöntur um alla lóð Rannveig Þórólfsdóttir er ein þeirra sem hafa kljást við náttúruöflin á Íslandi og komið sér upp falleg- um gróðurreit við sumarbú- staðinn. Á VATNSLEYSUSTRÖNDINNI Rannveig hefur komið sér upp sælureit við bústaðinn þrátt fyrir að aðstæður til gróð- urræktar séu ekki ákjósanlegar. GRENITRÉN VORU EKKI STÓR ÞEGAR HAFIST VAR HANDA Nú prýða þau garðinn sígræn og fögur. Arfi er erfiður viðureignar ogekkert eitt ráð til sem losar fólk við hann til frambúðar. Gott ráð er að hella sjóðandi heitu vatni yfir hann í trjábeð- inu, en við það drepst arfinn, en trjáræturnar drepast hins veg- ar ekki þar sem þær liggja svo djúpt að vatnið er orðið kalt þegar það kemst að þeim. Ann- að ráð er að þekja beðin með trjákurli, helst af hreinum viði, og svo er auðvitað bara að reyta, en það er gott fyrir bæði líkama og sál. Svo er hugmynd að bera arf- ann í hús og nota hann í salat, en blöðin ku vera lostæti með tómötum, gúrku og kannski ör- litlum fetaosti. ■ EINS OG FÍFILL Í TÚNI... Túnfíflar og arfi bragðast að sögn vel þó ekki séu það uppáhaldsplöntur garðeig- enda og oftast til ama. Arfi er illur viðureignar: Illgresi með fetaosti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.