Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 28
Þegar byggja á pall þarf aðbyrja á að skipuleggja lóðinanákvæmlega og teikna pall- inn áður en hafist er handa. Stan- islas Bohic landslagsarkitekt seg- ir að sniðugast sé að hugsa ver- öndina í þrívídd. „Það er af fagur- fræðilegum ástæðum, en það er algengt að verandir hér á landi séu of litlar og bornar ofurliði af húsinu eða jafnvel ónothæfar vegna smæðar sinnar. Það verður að vera rými fyrir meira en borð og tvo stóla,“ segir Stanislas. „Veröndin á að geta rúmað þægi- leg garðhúsgögn og blómaker og svo verður að gera ráð fyrir auka rými. Mikilvægasta hlutverk ver- andarinnar er að vera dvalarstað- ur. Til að hún gegni þessu hlut- verki sem best verður að byggja hana með tilliti til íslenskrar veðr- áttu, en þar er auðvitað vindurinn aðalviðfangsefnið og skjólveggir leysa þann þátt. Veröndin gegnir mjög mikilvægu hlutverki og í 95% tilfella er hún fyrsti við- komustaður úr húsinu í garðinn. Hún á ekki bara að vera praktísk heldur líka aðlaðandi,“ segir Stan- islas. Skjólveggir Veröndina verður að staðsetja þannig að sólin nýtist sem allra best á öllum tímum dagsins, en til varnar vindi er hægt að nota skjólveggi af öllum gerðum. „Skjólveggir skapa líka notalegt andrúmsloft, ekki síst ef þeir eru þaktir gróðri. Timbrið er lang- skemmtilegasti kosturinn, það er hlýlegra og sveigjanlegra en steypan og steinninn. En það þýð- ir ekki að við eigum að útiloka steypuna, sem er ómissandi í sum- um tilfellum,“ segir hann. „En fyrst og fremst þarf að skipuleggja veröndina vel. Illa skipulögð verönd nýtist ekki nema rétt yfir sumarmánuðina, en vel skipulögð verönd nýtist miklu lengur. Annað atriði er vert að hafa í huga,“ segir Stanislas, „ef fólk vill ekki eyða hverri ein- ustu helgi í garðvinnu er kannski sniðugra að einbeita sér að því að halda veröndinni og nánasta um- hverfi snyrtilegu og leyfa náttúr- unni að vaxa villtari í öðrum hlut- um garðsins.“ ■ 7. maí 2003Hús og garðar10 Veröndin á að vera dvalarstaður Pallar í garðinn SUMARLÍF Á VERÖNDINNI Á góðviðrisdögum á sumrin er skemmti- legast að líf færist yfir á veröndina þar sem ungir og aldnir geta unað sér við leiki, sól- böð og grill. GRIÐASTAÐUR Í GARÐINUM Veröndin þarf að vera falleg og aðlaðandi. STANISLAS BOHIC LANSLAGSARKITEKT Stanislas er ættaður frá suðlægum slóðum og hefur verið óþreytandi að stappa stálinu í Íslendinga þegar kemur að skipulagningu í garðinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Smáhýsi frá 4-23 fm Bjálkastærð 38-70mm Arinofnar Saunaofnar Saunaklefar Fólksbíla og bátakerrur LCI-745c goddi.is Auðbrekku19 200 Kópavogi sími 544-5550, fax 544 5551 netfang: goddi@goddi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.