Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 37
Fyrirhugað samstarf TheStrokes og upptökustjórans Nigel Godrich gekk ekki upp. Hljómsveitin hafði tilkynnt um samstarfið við þennan fræga upp- tökustjóra Radiohead í fyrra en af einhverjum ástæðum var hætt við á síðustu stundu. The Strokes ætlar nú að hljóðrita aðra breið- skífu sína með Gordon Raphael, sama upptökustjóra og gerði frumraunina. Kiefer Sutherland hefur gefiðvísbendingar um það að kvik- mynd eftir sjónvarpsþáttunum „24“ sé í bígerð. Í nýlegu viðtali talaði leikarinn um kvikmynd sem „eðlilega framþróun“ miðað við vinsældir þáttanna í Bandaríkjun- um. Hann bætti því einnig við að myndin yrði líklegast í anda „Die Hard“-myndanna. ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2003 25 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10Sýnd kl. 4, 6.30 og 9 THE CORE kl. 8 b.i 12 ára SKÓGARLÍF 2 kl. 6 ABRAFAX OG SJÓRÆN. kl. 4 tilb. 400 5.45, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 10.20 MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára SHANGHAI KNIGHTS UmfjöllunTónlist Eins og aðdáendur DepecheMode vita hefur Martin L. Gore verið aðallagahöfundur og höfuðpaur þeirrar sveitar frá því að Vince Clarke yfirgaf hana árið 1981. Nú virðist DM vera komin í frí og liðsmenn hennar ákveðið að spreyta sig hver í sínu lagi. Á með- an Dave Gahan söngvari þreifar fyrir sér í lagasmíðum virðist Gore hafa ákveðið að hvíla sig á þeim, því þessi fyrsta sólóbreið- skífa hans „Counterfeit2“ er safn tökulaga. Hér má heyra Gore flytja lög á borð við „Stardust“ eftir David Essex, „In My Other World“ eftir Julee Cruise, „Loverman“ eftir Nick Cave, „Oh My Love“ eftir John Lennon og „Lost in the Stars“ eftir Kurt Weill. Það ætti ekki að fara framhjá neinum sem hlustar að hér er sami maður á ferð og stendur að baki Depeche Mode. Gore gerir öll lög- in að sínum og eru útsetningar frá sama raftónlistar-hljóðheim og DM. Útsetning lagsins „By This River“, sem er eftir Brian Eno, minnir svo meira en lítið á múm. Gore notar gítarinn minna en hann gerir hjá DM, kannski til þess að forðast samlíkingar við sveit- ina. Þetta er þó það líkt að það er ekki hægt að komast hjá því að velta því fyrir sér hvort þetta myndi ekki sleppa sem DM-breið- skífa ef Gahan myndi syngja. Hörkufín plata, allir aðdáendur Depeche Mode ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Birgir Örn Steinarsson Stjörnuryk og elskhugar 28 DAYS LATER b.i. 16 kl. 6 THE GOOD GIRL b.i. 16 kl. 6 MARTIN L. GORE: COUNTERFEIT2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.