Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 12
12 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Ungliðar KOSNINGAR „Segja má að fjöldi at- kvæða sem greidd eru utan kjör- fundar aukist með hverri mínút- unni,“ segir Þórir Hallgrímsson, kjörstjóri utankjörfundarat- kvæða hjá sýslumanninum í Reykjavík. Rúmlega 3.800 atkvæði höfðu verið greidd fyrir hádegi í gær. Þórir segir að í síðustu alþingis- kosningum hafi um 9.000 manns greitt atkvæði utan kjörfundar og sagðist hann eiga vona á að fjöldinn yrði svipaður og þá. Hægt er að greiða utankjörfund- aratkvæði alla daga fram að kjördegi frá klukkan 10:00 til 22:00. En á kjördag er opið fyrir þá sem ekki eru á kjörskrá í Reykjavík frá klukkan 10:00 til 18:00. „Á Akureyri er greiðsla utan- kjörfundaratkvæða á svipuðu róli og síðast, um hádegisbilið í gær höfðu 400 manns þegar greitt atkvæði. Í síðustu alþing- iskosningum greiddu um 1.200 manns atkvæði utan kjörfund- ar,“ segir Guðjón Björnsson, fulltrúi sýslumannsins á Akur- eyri. Fyrir þá sem ætla að greiða atkvæði sitt utan kjörfundar er opið hjá sýslumanni alla daga fram að kosningum frá klukkan 09:00 til 21:00. Á kjördag geta þeir greitt atkvæði sem ekki eru á kjörskrá á Akureyri frá klukk- an 10:00 til 21:00. ■ KOSIÐ UTAN KJÖRFUNDAR Alltaf eru einhverjir sem geta ekki greitt at- kvæði á kjördag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: Þúsundir hafa kosið FRAMBOÐ „Það er mikið atvinnu- leysi í kjördæminu og úr því verður að bæta,“ segir Kristján Pálsson, þingmaður og oddviti T- lista óháðra í Suð- urkjördæmi. „Við viljum lækka flugvallar- skatta um 76% til að auka ferða- mannastraum,“ er eitt af því sem Kristján nefnir til að efla ferða- þjónustu. Að auki vill hann lækka opinber gjöld af léttvíni og bjór til veitingastaða, slíkt hafi já- kvæð áhrif, sérstaklega á smærri fyrirtæki á landsbyggðinni. „Við leggjum mikla áherslu á að styð- ja við bakið á frumkvöðlum. Við viljum að þeir fái fjármuni úr sjóði til að koma hugmyndum sín- um á framfæri. Þetta er mjög hvetjandi fyrir einstaklinga.“ Þá kveður hann mikilvægt að tvö- földun Reykjanesbrautar verði flýtt svo henni verði lokið á næsta ári. Þetta sé mikilvægt hvort tveggja út frá atvinnu- og öryggissjónarmiðum. Það sé óviðunandi að þessi mikilvæga samgönguleið sé látin sitja á hak- anum. „Þetta nálgast að vera inn- anbæjarvegur milli hverfa. Það fara þúsundir manna um Reykja- nesbraut á hverjum einasta degi vegna vinnu. Þetta fólk þarf að fara á milli sama hvernig viðrar.“ Mikið rætt um sjávarútvegsmál „Það hefur verið mjög mikil umræða um sjávarútvegsmál,“ segir Kristján. Ég held það hafi komið mörgum á óvart hvað það hefur orðið mikið. Ég hef fundið fyrir óánægju vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í kvót- anum. Ég hef varað við því, bæði í þinginu og í mínum gamla flokki, að menn yrðu að reyna að ná einhverri sátt um sjávar- útvegsstefnuna, annars gæti allt farið í bál og brand. Menn tóku ekki nógu mikið mark á því að mér fannst.“ Kristján segir forgangsatriði að stöðva samþjöppun kvótans og losa um heljartök hans þannig að byggð- irnar og einstaklingarnir hafi meiri möguleika en þau hafa í dag. „Þess vegna höfum við lagt til að línutvöföldun verði tekin upp að nýju og aukategundir teknar út úr kvóta.“ Kristján vill einnig sjá nýtingu aflans í full- vinnsluskipum aukast frá því sem nú er. „Hún er langt fyrir neðan það sem getur talist eðli- legt,“ segir Kristján. Margra milljarða verðmæti sé fleygt í hafið ár hvert. Annað mál sem hefur verið áberandi í málflutningi Óháðra í Suðurkjördæmi er þjóðlendumál- ið. „Ég tel að þarna sé verið að vinna gegn þeim ákvörðunum sem voru teknar í þinginu,“ segir Kristján. „Það er gengið á rétt landeigenda, sem var ekki ætlun löggjafans á sínum tíma. Ég er mjög ósáttur við það að þessi vinna starfsmanna fjármála- ráðuneytisins gangi svo langt að ætla má að um stjórnarskrárbrot sé að ræða. Ef við náum inn á þing munum við að sjálfsögðu klára málið þar.“ Það mæðir meira á Kristjáni og félögum hans á T-lista en oft hefur verið í fyrri kosningabar- áttum þeirra. Eftir að hafa tvis- var náð kjöri á þing af lista Sjálf- stæðisflokksins stendur Kristján nú frammi fyrir því að sannfæra kjósendur í nýju og stærra kjör- dæmi um að greiða atkvæði nýju framboði sem leit fyrst dagsins ljós á vordögum. „Mér hefur alltaf þótt gaman í kosningabaráttum. Það hefur ekkert breyst,“ segir Kristján. „Þessi barátta er náttúrlega að því leyti skemmtileg að við erum að leggja undir okkur nýjar lend- ur í pólitíkinni, Suðurnesjamenn, að fara austur í Lón. Við erum um leið nýtt framboð sem hefur ekki mikil fjárráð og er ekki búið að koma sér upp stuðningsfólki alls staðar. Þá verður þetta mjög mik- il vinna á efstu mönnum fram- boðsins. Það er flest skemmtilegt við þetta.“ Kristján hefur áður verið með lista utan flokka en við aðrar að- stæður. „Ég var með lista í Ólafs- vík í þrennum kosningum. Það gekk mjög vel í þeim kosningum. Við unnum mjög mikla sigra á þeim tíma. Þar var ég náttúrlega í einu litlu bæjarfélagi. Nú er ég kominn í kjördæmi sem nær yfir hálft landið. Það gerðist mjög snöggt. Það hefur mikil áhrif og maður nær ekki til nærri nógu margra. Við eigum það bara eftir.“ Sé aldrei eftir þessu Sérframboð í einstökum kjör- dæmum hafa oft átt erfitt upp- dráttar. Kristján segir að það hafi ekki verið hægt annað en að bjóða fram eftir það sem á undan var gengið. „Þessi ferð hjá mér er búin að taka mjög langan tíma. Ég er búinn að vera í þessari bar- áttu frá því í nóvember,“ segir Kristján og vísar til þeirra deilna sem komu upp um skipan á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi. „Ég get ekki séð annað en að sú ákvörðun að fara af stað hafi verið fyllilega réttlætanleg. Ef engir vilja rísa upp gegn mis- beitingu valds og óréttlæti í þessu þjóðfélagi, heldur láta yfir sig ganga nánast hvað sem er; þá er illa komið fyrir íslenskri þjóð. Ég held að ég muni aldrei sjá eft- ir því að hafa farið af stað í þessa baráttu. Ég vona að kjósendur kunni að meta að menn láti ekki valta yfir sig með mjög ómerki- legum hætti.“ brynjolfur@frettabladid.is XN Nýtt afl XN í þjónustu fyrir fólkið Jón Magnússon fyrrv. form. neytendasamtakanna Í þjónustu við neytendur. Til þjónustu við neytendur og skattgreiðendur. Báknið burt. Ásgerður Jóna Flosadóttir form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Barátta gegn fátækt, fyrir félagslegu jafnrétti og öryggi barna, einstæðra foreldra og eldri borgara. frambjóðendur Nýs Afls í Reykjavík suður LOKASPRETTUR ERFIÐRAR KOSN- INGABARÁTTU Djúpt hefur verið á fylgi T-listans í skoð- anakönnunum. Kristján Pálsson, oddviti listans, kveðst þó ekki eiga von á því að hann muni nokkurn tíma sjá eftir því að hafa farið í baráttuna. Atvinnu, sjávarútvegsmál og þjóðlendur ber hátt í kosningabaráttu T-lista óháðra í Suðurkjördæmi. Kristján Pálsson, alþingismaður og oddviti flokksins, upplifir nú kosningabaráttu ólíka þeim sem hann hefur áður tekið þátt í. ■ „Ég held að ég muni aldrei sjá eftir því að hafa farið af stað í þessa baráttu.“ VARAÐ VIÐ ESB Ungir sjálfstæð- ismenn fara ekki í grafgötur með andstöðu sína við aðild að Evrópu- sambandinu í sjónvarpsauglýs- ingu sinni. Þar er látið sem Ísland hafi gerst aðili og spænskir og portúgalskir sjómenn hafi fagnað mjög og stímt beint á miðin. NÝTT BLÓÐ Ungliðar Samfylking- ar héldu í Blóðbankann í gær til að gefa blóð. Þannig vildu þeir leggja áherslu á að þörf væri á nýju blóði í stjórnarráðinu. METSÖLUBOLIR Fyrr hefur verið greint frá því að Ungir vinstri grænir létu framleiða fyrir sig boli með mynd af Steingrími J. Sigfússyni í Che Guevara-stíl, reyndar við litla hrifningu nokk- urra þeirra sem eldri eru. Nú skipta seldir bolir hundruðum og hafa skilað drjúgu fé í kosninga- sjóði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KJÖRSEÐLAR Síðast kusu 1.200 utan kjörfundar. Atvinna verði aukin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.