Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 19
Allt í gar›inn á góðu verði 890kr. 10 kg Blákorn 799kr. 15 ltr Hæsnaskítur Frítt Áburðarkalk Með hverjum 10 kg Blákornapoka færðu frían 5 kg poka af Áburðarkalki að verðmæti 399 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 10 69 05 /2 00 3 Hús og garðar 7. maí 2003Sérblað um garða og gróður Í GARÐVERKUM Þótt há tré séu bæði falleg og glæsileg taka þau líka birtu þannig að nauðsynlegt getur reynst að grisja þau. Það er komið sumar... Nú þegar sumarið er á næsta leiti fá garðeigendur grænan fiðring í fingurna og langar út í garð að sinna vorverkunum. Kuldakastið undanfarið hefur þó heldur dreg- ið úr því að fólk sé komið á fullt í görðum sínum, en útlit er fyrir hlýnandi veður næstu daga, sem væntanlega verður til þess að garðræktendur streyma út í sum- arið til að hreinsa og klippa, hvort sem er í dreifbýli eða þétt- býli. Þessi ungi maður stóð uppi í stiga í miðborginni og var að saga tré, en sögunin getur verið nauðsynleg svo tréð nái að blómstra og dafna. Að mörgu er að hyggja og víst er að garðrækt hvers konar eykst með hverju vorinu, en æ fleiri Ís- lendingar státa af ægifögrum görðum og sælureitum víða um land. ■ Í framtíðinni er möguleiki aðspennandi trjátegundir frá út- löndum nái að festa hér rætur. Jó- hannes B. Jónsson, garðyrkjufræð- ingur hjá Gróðrarstöðinni Mörk, hefur til dæmis undanfarin ár stundað tilraunir á ræktun epla- trjáa. „Það sem kveikti áhugann er að á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- landi eru til áratugagömul eplatré sem hafa verið að skila uppskeru, sérstaklega nú síðari árin. Þetta eru tré sem hafa verið gróðursett í einkagörðum og eru greinilega ræktaðar tegundir. Við höfum verið að viða að okk- ur efni frá norðlægum slóðum, bæði austan- og vestanhafs, og erum með það á tilraunastigi.“ Jóhannes segir það taka tíu til fimmtán ár að sjá árangur af svo- leiðis tilraunastarfi. „Við höfum verið að flytja inn tegundir sem við teljum vænlegar fyrir íslenskar aðstæður, þá á góðum stöðum í skjólgóðum görðum mót suðri. Við erum með til sölu úrval af ýmsum epla- og ávaxtatrjám sem vert er að prófa.“ Kirsuberjatré í blóma eru ægi- fögur og Jóhannes segir að ákveðn- ar tegundir af þeim geti hæglega vaxið hér heima. „Hér hafa þrifist kirsuberjatré sem blómstra fagur- lega en við erum ekki að fá berið sjálft,“ segir hann. Verði árferðið í framtíðinni svipað og í ár telur Jóhannes ekki útilokað að hér geti orðið blómleg rækt eplatrjáa svo og ýmissa ann- arra tegunda. „Við erum með ung- ar plöntur sem bíða eftir að kom- ast út í beð og það verður spenn- andi að sjá framvinduna,“ segir Jóhannes. ■ Nýjar trjátegundir Eplarækt vel hugsan- legur möguleiki á Íslandi JÓHANNES MEÐ EPLATRÉ Í VEXTI Eplatré geta vel þrifist á íslandi og tilraunir eru með ræktun þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.