Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 18
18 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ENGINN BOLTI Johnny Damon, leikmaður Boston Red Soxx í bandarísku hafnaboltadeildinni, hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að grípa bolta frá Torii Hunter, leik- manni Minnesota Twins, í leik liðanna á dögunum. Hátt stökkið dugði ekki til og fyrir vikið féllu stigin Minnesota í vil í þetta skiptið. Hafnabolti Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smellu-plastparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Allt verður selt á sama ótrúlega góða verðinu! ATH: Þetta glæsilega tilboð gildir aðeins í þetta eina skipti! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Eik Kirsuber Beyki Aðeins kr. 1.190,- pr. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Einn gámur eitt verð! E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 1 2 VÍKINGA plastparket KÖRFUBOLTI Óbreytt keppnisfyrir- komulag verður í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta næstu ár, ef marka má vilja meiri- hluta þingfulltrúa á ársþingi KKÍ sem haldið var í Stykkishólmi um síðustu helgi. Tillaga um fækkun í Inter- sport-deildinni og nýtt keppnis- fyrirkomulag fyrir tímabilið 2004-2005 var felld og tillaga um fjölgun liða í 1. deild kvenna fyrir næsta keppnistímabil var einnig felld. Athyglisverðasta samþykkt þingsins er tillaga um reglugerð fyrir þátttöku liða í úrvalsdeild. Þar er gert ráð fyrir launaþaki, en ekki þaki á fjölda erlendra leik- manna eftir þjóðerni. Í reglugerð- inni er einnig gert ráð fyrir ákveðnum skyldum á hendur þeim félögum sem skipa deildina. Meðal annars verða þau að leggja alla samninga við leikmenn sem þiggja greiðslur fram til KKÍ, skila fjárhagsáætlunum, halda úti virkri heimasíðu, vera með lukku- dýr, kynni, tónlist á heimaleikjum sínum og fleira. ■ DAMON JOHNSON Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar karla í körfubolta. Ný reglugerð KKÍ: Launaþak og lukkudýr Guðni Bergsson: Snýst ekki um mig FÓTBOLTI Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, telur að lið sitt eigi góða möguleika á sigri í síðasta leik deildarinnar gegn Middlesbrough um næstu helgi. Bolton, sem er á fallbaráttu við West Ham, þarf nauðsynlega á sigri að halda. „Okkur hefur gengið vel á heima- velli á meðan Middlesbrough hefur gengið heldur illa á útivelli. Ég er því nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn,“ sagði Guðni á heimasíðu Bolton. Þetta verður jafnframt kveðju- leikur Guðna með liðinu. „Þessi leikur snýst ekki um mig. Þetta er mun mikilvægari leikur fyrir Bolton.“ ■ KÖRFUBOLTI San Antonio Spurs vann fyrstu viðureign sína gegn meisturum L.A. Lakers í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrrakvöld með 97 stigum gegn 82. Tim Duncan var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig. Auk þess tók hann 8 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers. Önnur viðureign liðanna verður háð í kvöld í San Antonio. New Jersey Nets vann Boston Celtics með 97 stigum gegn 93. Paul Pierce skoraði 34 stig fyrir Celtics. ■ BRYANT Kobe Bryant, leikmaður L.A. Lakers, brýst framhjá Bruce Bowen, leikmanni San Ant- onio Spurs, í leik liðanna í fyrrakvöld sem háður var á heimavelli Spurs. Úrslitakeppni NBA: Spurs vann Lakers AP /M YN D FÓTBOLTI Alex Ferguson dvaldi ekki lengi við áttunda Englandsmeistaratitil Manchest- er United á ellefu árum. Hann fór strax að tala um markmið næsta tímabils – sigur í Meistaradeild Evrópu. United hefur tvisvar sigrað í keppni meistaraliða Evr- ópu og segir Ferguson tvo titla ekki nóg fyrir félag eins og United. Sigurinn í úrvalsdeildinni færði United 17. titilinn undir stjórn Alex Ferguson en biðin eft- ir þeim fyrsta var löng og erfið. Ferguson tók við United í slæmri stöðu nálægt botni deildarinnar í nóvember 1986. Það tók hann tæp fjögur ár að vinna félagið út úr erfiðleikunum og sagt er að ferill Ferguson hafi hangið á bláþræði fyrir bikarleik gegn Nottingham Forest í janúar 1990. Martin Ed- wards, stjórnarformaður United til margra ára, hefur jafnan neit- að því að framtíð Ferguson hafi oltið á þessum leik. Edwards vildi sýna Fergson biðlund því hann hafði trú á að uppeldisstarfið sem Ferguson byggði upp myndi skila félaginu í fremstu röð á ný. Frakkinn Eric Cantona er einn mesti örlagavaldurinn í ferli Ferguson. Hann kom til United í nóvember 1992 fyrir tilviljun. Stjórnarformaður Leeds hringdi í Ferguson og falaðist eftir Íranum Denis Irwin. Bakvörðurinn Irwin var ekki til sölu en fram kom í samtalinu að Cantona vildi losna frá Leeds. Cantona fór til Manchester og var lykilmaðurinn í fjórum meistaratitlum á fimm árum. Cantona var United það mikilvægur að Ferguson sagði „láttu Cantona fá það sem hann biður um“ þegar Edwards stjórn- arformaður bað knattspyrnustjór- ann um ráðleggingar við endurnýj- un samnings United og Cantona. Sumarið 1995 var tími stórra ákvarðanna. Um vorið missti United naumlega af meistaratitl- inum til Blackburn og tapaði bikarúrslitaleik fyrir Everton og Ferguson fannst kominn tími á breytingar. Reyndir leikmenn eins og Mark Hughes, Paul Ince og Andrei Kanchelskis viku fyr- ir yngri leikmönnum eins og Beckham, Butt og Scholes. „Þú vinnur ekkert með strákling- um,“ sagði Alan Hansen, fyrrum fyrirliði Liverpool, eftir tap United fyrir Aston Villa á fyrsta degi nýs tímabils. United vann deild og bikar vorið eftir og „stráklingarnir“ hafa síðan fært United alla stærstu titlana sem í boði eru. ■ MANCHESTER UNITED Leikmenn Manchester United fagna áttunda meistaratitli félagsins á ellefu árum. Knatt- spyrnustjórinn Alex Ferguson dvaldi ekki lengi við sigurinn og setti leikmönnum sínum strax markmið fyrir næsta tímabil – sigur í Meistaradeildinni. Tveir titlar ekki nóg Alex Ferguson hefur sett stefnuna á sigur í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Tveir sigr- ar í keppni meistara Evrópu eru ekki nóg fyrir félag eins og Manchester United. Rio Ferdinand: Ósáttur við Wenger FÓTBOLTI Rio Ferdinand, leikmaður nýkrýndra Englandsmeistara Manchester United, er ósáttur við ummæli Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóra Arsenal, um að Arsenal sé enn besta liðið á Englandi. „Ég ber mikla virðingu fyrir Arsenal og myndi aldrei gera lítið úr öðrum liðum á þennan hátt. Þetta var ekki fagmannleg hegð- un,“ sagði Ferdinand. „Wenger segir að þeir séu betri en við en staðan í deildinni segir alla sög- una. Þar stendur að við séum best- ir og auk þess náðum við lengra í Meistaradeildinni.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.