Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 31
■ Fótbolti 19MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 Inniha ld: Mjólk , unda nrenn a, salt, o stahle ypir, rotvar narefn i (E25 2) Nærin gargil di í 10 0 g: Orka 1420 KJ 343 k cal Próte in 27 g Kolve tni 0 g Fita 26 g Kalk 800 m g 100% af RD S Fjölsk ylduo stur P ak ka ð í l of ts ki pt ar u m bú ði r Best f yrir: Kr/Kg Nett ó þyn gd: VERÐ : KÆLI VARA Fjölskylduostur er bragðmildur ostur í stórum einingum og því hagstæður til heimilisnotkunar. Hann er góður á brauð, kex og hrökkbrauð, einn sér eða í matargerð. Fjölskylduostur – fyrir alla fjölskyldunaInnihald:Mjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252)Næringargildi í 100 g:Orka 1420 KJ 343 kcalPrótein 27 gKolvetni 0 gFita 26 gKalk 800 mg 100% af RDSFjölskylduosturP ak ka ð í l of ts ki p ta r um b úð ir Best fyrir: Kr/Kg Nettó þyngd: VERÐ: KÆLIVARA Nýtt! Paul Merson: Þjáist af spilafíkn FÓTBOLTI Paul Merson, leikmaður Portsmouth, sem hefur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, hefur viðurkennt að hann þjáist illilega af spilafíkn. Af þeim sök- um hafi hann margoft íhugað að fremja sjálfsmorð. Merson, sem hefur áður barist við áfengis-og eitur- lyfjafíkn, hefur skráð sig í með- ferð vegna vandans. „Ég hef haldið mig fjarri áfenginu og eit- urlyfjunum en spilafíknin hefur sigrað mig og látið mig finna fyrir sér,“ sagði Merson, sem gerði garðinn frægan með Arsenal á árum áður.■ SNÓKER Walesmaðurinn Mark Williams tryggði sér heims- meistaratitilinn í snóker í annað sinn í fyrrakvöld þegar hann bar sigurorð af Íranum Ken Doherty í æsispennandi einvígi. Doherty var um tíma undir í einvíginu 11:4. Hann tók sér þá tak og lét Williams hafa mikið fyrir sigrinum á lokasprettinum. Lauk einvíginu með naumum sigri Williams í 18 römmum gegn 16. Williams, sem vann titilinn einnig árið 2000 en dalaði mikið eftir það, segist ekki ætla að láta það gerast aftur. „Maður getur aldrei haft yfirburði í íþróttinni en ég ætla samt að leggja enn harðar að mér til að halda mér á toppnum,“ sagði Williams. „Þeg- ar ég vann í fyrsta sinn lenti ég í ógöngum og það tók mig tals- verðan tíma að vinna mig upp aftur.“ Williams er aðeins þriðji snókerspilarinn sem vinnur heimsmeistaratitilinn, breska meistaratitilinn og Masters-mót- ið á sama keppnistímabili. ■ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá sýslu- manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, rétt sunnan Miklatorgs. Opið er alla daga milli 10 og 22. Á kjördag sjálfan, 10. maí, er opið kl. 10 til 18. Sýslumannsembætti Kópavogs og Hafnarfjarðar lengja opn- unartíma sína frá og með laugardeginum 3. maí, en þá er opið frá 10 til 12. Frá 5.-9. maí verður opið frá kl. 9 til 19. Opið er á kjördag frá 10 til 12. Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fást á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Lækjargötu 2a og í síma 590 3508. Fyrirspurnir má senda á netfangið: harpa@samfylking.is. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má finna á kosningavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning2003.is, og á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.xs.is. Ert þú á leið til útlanda? Kjósum snemma! ÞREFALDUR SIGURVEGARI Walesmaðurinn Mark Williams bregður á leik með verðlaunabikarinn eftir að hafa sigrað Írann Ken Doherty með 18 römmum gegn 16. Hann er þriðji leikmaðurinn sem vinnur þrefaldan sigur í snóker á sömu leiktíð. Auk þess að verða heimsmeistari vann hann breska meistaramótið og Masters-mótið. HM í snóker: Williams endur- heimti titilinn AP /M YN D  15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin. Öll mörkin úr spæns- ka fótboltanum.  17.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.00 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá fyrri leik AC Milan og Inter Milan í und- anúrslitum.  20.45 Sýn Enski boltinn. Útsending frá leik Arsenal og Southampton.  22.40 RÚV Handboltakvöld. Umfjöllum um íslenska handboltann.  22.50 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis. FÓTBOLTI Ítölsku liðin Inter og AC Milan eigast í fyrsta sinn við í undanúrslitum Meistaradeildar- innar í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá sömu borg eigast við í undanúrslitum. Gengi Inter gegn AC Milan hefur verið slakt í vetur því AC hefur unnið báða leiki liðanna í vetur. Miðað við það hlýtur AC að teljast líklegri sigurvegari í ein- víginu. Inter vann síðast Evrópu- keppni meistaraliða árin 1964 og ‘65 og varð í öðru sæti 1972. AC Milan hefur aftur á móti verið far- sælla í keppninni. Félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn árið 1994 gegn Barcelona og varð í öðru sæti árið á eftir. Hollendingurinn Clarence Seedorf kemur að öllum líkindum inn í lið AC eftir meiðsli. Aftur á móti þarf brasilíski snillingurinn Rivaldo eflaust að sætta sig við að verma varamannabekk AC. Ef AC Milan kemst í úrslit og vinnur þar verður Seedorf fyrsti leikmaðurinn til að vinna Meist- aradeildina með þremur mismun- andi félögum. Hann vann titilinn með Ajax árið 1995 og síðan með Real Madrid 1998. ■ SEEDORF Clarence Seedorf í leik gegn Como sem háður var um síðustu helgi á San Siro, heimavelli AC og Inter Milan. AC Milan vann leikinn 2:0. Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu: Seedorf stefnir á þrennuna hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MAÍ miðvikudagur AP/M YN D Liverpool ætlar að styrkja leik-mannahóp sinn í sumar hvort sem liðið kemst í Meistara- deild Evrópu eður ei. Í það minnsta tveir sterkir leikmenn verða keyptir til félagsins. Damien Duff, leikmaður Black- burn, er á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við Rauða herinn. Paul Ince, miðvallarleikmaðurenska 1. deildarliðsins Wolv- es og fyrrum leikmaður Manchester United, ætlar að öllum líkindum að leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð. Hann segir það engu skipta þótt félagið komist upp í úrvals- deildina. Samningur Ince við Wolves rennur út í sumar. Ince, sem er 35 ára, hóf feril sinn hjá West Ham 1986. Hann á 53 land- sleiki að baki með enska land- sliðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.