Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 MYNDASÖGUR Fyrsta „X-Men“ myndasögublaðið var gefið út í september árið 1963. Höfundinum Stan Lee hafði verið gefið aukið rými til sköpunar hjá Marvel-útgáf- unni eftir að hafa slegið í gegn með Spider-Man árinu áður. Á örfáum árum á sjö- unda áratugnum gerði Lee sér lítið fyrir og skapaði margar af þekktustu ofurhetj- um myndasagnanna. Ímynd- unarafl hans virðist hafa verið óþrjótandi á þessum tíma og skapaði hann m.a. Fantastic Four, Iron Man, Hulk og Daredevil. Þetta nýja blóma- skeið ofurhetjanna í bandarískri myndasögugerð hefur oft verið kallað „Silfurskeið mynda- sagna“. Upphaf X-Manna Fyrsta X-Men blaðið var teikn- að af Jack Kirby og í því kynnti Lee til sögunnar fimm manna ofur- hetjuhóp sem var stjórnað af góð- menninu Professor X. Þetta voru Cyclops, The Angel, Iceman, Marv- el Girl (Jean Grey) og The Beast. Margt var sérstakt við þennan hóp. Allir liðsmenn báru x-genið í DNA-kóða sínum sem færði þeim yfirnáttúrulega krafta. Þetta gaf hetjunum það einnig í vöggugjöf að vera á skjön við þjóðfélag sitt, þema sem Stan Lee hefur oft notað við gerð myndasagna. Það þótti líka nýstárlegt að stjórnandinn væri bundinn við hjólastól, en fötlun er annað þema sem Stan Lee hefur einnig oft stuðst við, t.d. í tilfelli blinda ofurhugans Daredevil. Fljótlega var það gefið í skyn í blöðunum að þessir fimm einstak- lingar væru alls ekkert sér á báti, heldur væri stökkbreytingin í frumum þeirra næsta stökk manns- ins upp þróunarstigann. Stökk- brigðunum, eða „homo-superior“ eins og sumir þeirra vildu kalla sig, fjölgaði svo eftir því sem leið á fyrstu blaðaseríuna og skiptust þau niður í tvær fylkingar. Önnur var hópur Magneto, sem var orðinn langþreyttur á oki mannanna og trúði því að þeir væru æðri af náttúrunnar hendi. Það væri því skylda þeirra að koma sér í valdastöður. Í raun er hægt að líkja þeim hópi við hryðjuverkamenn þar sem þau börðust fyrir hugsjónum sínum með ofbeldi. Hinn hópurinn, X-Mennirnir, trúði því drengilega að menn og stökkbrigði gætu lifað í sátt og samlyndi. Hann starfaði undir yf- irskini skóla sem almenningi var talin trú um að væri fyrir „börn með sérgáfur“. Starfsemi hópsins byggðist á því að koma öðrum stökkbrigðum í skjól frá óupplýst- um almenningnum og kenna þeim vegsemd og virðingu í umhverfi þar sem ekki væri litið á þau sem viðundur. Sögurnar um X-Mennina voru oft sérstakar að því leyti að þær fjölluðu ekkert endilega um bar- áttuna gegn illsku. Oft var aðal- baráttan um samþykki og skilning á meðal almennings. Þannig tóku sögurnar um X-Men oft óbeint á málefnum minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir frumleika X-Manna sagnanna voru vinsældir þeirra í upphafi ekki miklar. Eftir 66 tölu- blöð hætti Marvel-útgáfan að prenta nýjar sögur í blöðin. Jafri bjargar X-mönnunum Þrátt fyrir að Marvel-útgáfan hafi gefist upp á því að framleiða nýjar sögur um X-Mennina var ekki hætt við að gefa út seríuna heldur tekið upp á því að endur- prenta gamlar sögur. Jafri, eða Wolverine eins og hann heitir á frummálinu, birtist fyrst í tölublaði 180 af Incredible Hulk árið 1974. Hann fór svo með veigameira hlutverk í næsta blaði. Í sögunni ferðaðist græni risinn til Kanada þar sem hann komst í hann krappan. Hasar og bardagar fengu aukið rými í myndasögum á áttunda áratugnum í kjölfar vaxandi vin- s æ l d a Kung-Fu mynda. Mynda- söguútgáfurnar lögðu aftur áherslu á sköpun nýrra of- urhetja og setti þetta nýja hasaræði strik í reikninginn þeg- ar kom að ofurhetjusmíðum. Á þessum tíma komu m.a. fram á sjónarsviðið The Punisher, Mast- er of Kung-Fu og Red Sonja. Myndasöguhöfundurinn Frank Miller, sem er þekktur fyrir hasarinn, skaust einmitt fram á sjónarsviðið á þessum tíma. Blásið var nýju lífi í X-Menn- ina og Jafri innleiddur inn í hóp- inn. Aðrar nýjar persónur voru Storm, Nighcrawler, Banshee og Colossus. Nýi hópurinn var kynnt- ur í sérstöku blaði, Giant Size Z- Men no. 1, sumarið 1975. Nýjar sögur fóru að birtast frá og með X-Men númer 94 og gulltryggði hópurinn þá vinsældir sínar. Titlarnir bjóða upp á það að hægt sé að kynna nýjar persónur reglulega til sögunnar og hafa æv- intýri X-Mannanna upp frá átt- unda áratuginum verið með vin- sælli ofurhetjusögum í Bandaríkj- unum. Í dag eru tvær blaðaseríur X- Mannanna sérstaklega athyglis- verðar. Annars vegar er það Ultimate X-Men þar sem Mark Millar fékk það vandasama verk að byrja upp á nýtt á sögunni. Öll þekktustu stökkbrigðin öðlast þar nýtt líf í nútíma umhverfi. Hins vegar er það Grant Morri- son sem fékk leyfi til þess að halda áfram með gömlu söguframvind- unina. Honum var gefið leyfi til þess að brjóta margar af óskrifuð- um reglum ævintýranna til margs ára. Til dæmis byrjaði hann á því að kála nokkrum milljónum stökk- brigða í fyrsta blaðinu og snúa blaðinu við með því að setja mann- kynið í útrýmingarhættu. biggi@frettabladid.is X-MEN Söguþráður X-Men myndanna tekur aðeins í grunnþáttum á atburðum mynda- sagnanna. Þær virðast þó ætla að fylgja klassískum þemum þeirra nokkuð eftir. Stökkbrigðin í tímanna rás Með velgengni X-Men kvikmyndanna færist stökkbreytla- hópurinn inn á nýtt blómaskeið. X-MEN Rúnar Magnússon hefur fylgst með X-Men myndasögunum frá árinu 1989 og er hæstánægður með hvernig tekist hefur að færa stökkbrigðin yfir á hvíta tjaldið. „Myndirnar svíkja ekki uppruna sinn og eru miklu meira í anda myndasagnanna en gengur og ger- ist með svona myndir. Spiderman var mjög fín en þar er farið aðeins út fyrir söguna og mér skilst að The Hulk, sem verður frumsýnd í sum- ar, fari verulega langt frá uppruna- legu sögunni, þannig að það má segja að X-Men myndirnar séu óvenju samkvæmar sögunni. Wolverine er í miklu uppáhaldi hjá Rúnari en hann er líka afskap- lega ánægður með að Nightcrawler sé mættur til leiks í nýju myndinni. „Rétt eins og í sögunum er alltaf verið að koma smám saman með vísbendingar um uppruna Wolv- erine. Það eru uppi ýmsar getgátur um hvaðan hann kemur og það er jafnvel talið að hann hafi verið meðal okkar síðan átjánhundruð og eitthvað og að hann hafi barist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er ólíkur hinum X-mönnunum að því leyti að hann er frekar hermaður en hetja. Mér finnst til dæmis ekki gert alveg nógu mikið úr togstreit- unni milli hans og Cyclops í mynd- unum. Cyclops er þessi fullkomna hetja sem myndi aldrei drepa neinn nema í ýtrustu neyð. Wolverine er alger andstæða hans, lífsreynd and- hetja og bardagavél sem er nánast óstöðvandi. Hann getur verið and- styggilegur og þeir mynda skemmtilega andstæða póla og svo flækir Jean Grey samskipti þeirra enn frekar.“ ■ RÚNAR MAGNÚSSON „Ég hef lesið X-Men myndasögurnar í einu eða öðru formi frá 1989. Maður eldist svo frá súperhetjunum og ég hef sótt meira í Sandman, Preacher og fleira í þeim dúr. Maður losnar samt aldrei alveg við ofur- hetjurnar.“ Ofurmenni og andhetjur: Wolverine í uppáhaldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.