Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 7
Af hverju? Börnin eru stærsti auður þjóðarinnar. Við sem nú kjósum til Alþingis verðum að hugsa til komandi kynslóða. Miklu skiptir að skapa öllum jafna möguleika. Þess vegna vill Vinstrihreyfingin - grænt framboð verja 1800 milljónum á ári í að fella niður leikskólagjöld. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og hann á að vera öllum opinn, óháð efnahag. Heimur barna er flókinn og líf barna hefur í auknum mæli færst út af heimilinu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill tryggja að öll börn geti stundað heilbrigðar tómstundir, s.s. íþróttir og listnám. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ennfremur auka möguleika foreldra og barna á samveru- stundum með því að stytta vinnuvikuna. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði vitum að í börnunum býr framtíðin. Við viljum góða framtíð. Kolbrún Halldórsdóttir, 1. sæti Reykjavík norður, Atli Gíslason, 2. sæti Reykjavík norður, Álfheiður Ingadóttir, 2. sæti Reykjavík suður, Ögmundur Jónasson, 1. sæti Reykjavík suður www.xu.is • vg@vg.is KJÓSUM RÉTTLÆTI SAMMÁLA UM ÓKEYPIS LEIKSKÓLA FYRIR ÖLL BÖRN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.