Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 26
Garðeigendur vilja margirhverjir losna við meindýrí görðum sínum og grípa þá til þeirrar ráðstöfunar að eitra fyrir þeim. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, segir að um 5-10 tegundir sé að ræða og yfirleitt séu sömu efnin notuð á allar tegundirnar. Að- spurður segir hann margt hafa breyst, efnin hafi verið mun hættulegri hér áður fyrr, bæði fyrir almenning en ekki síður á vistkerfið. „Það hafa engar mæl- ingar verið gerðar hér heima, en erlendar rannsóknir staðfesta slæm áhrif á vistkerfið og þá að- allega fuglalíf,“ segir Guðmund- ur. „Þetta hefur þó breyst mikið til batnaðar. Efnið sem við not- um í dag nefnist permasekt og hefur ekki mjög skaðleg áhrif en það er þó aldrei hægt að tala um eitthvað beinlínis „umhverfis- vænt“ þegar um eitur er að ræða. Í raun er eitrun mjög harkalegt inngrip, ekki þó þannig að það hafi nein stór áhrif á vistkerfi Íslands en alltaf mikil áhrif á vistkerfið í eigin garði, og barnaskapur að halda annað.“ Plöntur ekki eins varnar- lausar og þær virðast Guðmundur bendir á að plönt- ur hafi lifað í sátt við hver aðra mjög lengi, eða allt að 350 millj- ónir ára. „Þó svo manni finnist plönturnar vera mjög varnar- lausar þar sem þær geta hvorki slegið frá sér né hlaupið í burtu, þá verjast þær mun meira en maður heldur í fljótu bragði. Það má eiginlega segja að plönturnar hafi tvenns konar varnarbúnað. Annars vegar er svokallaður „fastur búnaður“ eða augljós, eins og þyrnar, þykkur börkur eða vaxhúð til dæmis, sem heldur burtu þeim dýrum sem lifa á plöntunni. En þær hafa líka eins konar „ónæmiskerfi“ sem bregst við. Þegar til dæmis dýr bítur í plöntu sýnir plantan ákveðin við- brögð, sem koma ekki bara fram í einu laufi heldur í allri plönt- unni, þannig að plantan er í fram- haldi af því á verði. Þetta geymir plantan svo í sér í dálítinn tíma þannig að næsta ár er hún betur varin. það er ekki óefni í eigin- legum skilningi en hún framleið- ir ákveðin varnarefni.“ Guðmundur segir meira að segja boðið geta borist til ann- arra plantna sem gastegundir sem losna frá plöntunni og vara aðra einstaklinga við. „Þetta er mjög flókið samspil sem við erum að grípa inn í,“ segir Guð- mundur. Er rétt að úða? Guðmundur vill ekki taka svo djúpt í árinni að ráðleggja mönn- um að úða ekki, en bendir á að fólk ætti að fara eins varlega og það mögulega getur. „Hver garð- eigandi verður auðvitað að fikra sig áfram með sinn garð. Ég er heldur ekki hrifinn af því að ráðnir starfsmenn ríkisins séu að gefa út einhverjar yfirlýsingar um það hvernig fólk á að sjá um garðana sína, því ræður það auð- vitað sjálft. En maður segir það sem maður þykist vita, svo ræður fólk hvað það gerir með þær leið- beiningar. Ég myndi ráðleggja fólki að nota eins lítið af eitri og hægt er því þá sér náttúran miklu betur um sig sjálf. Og þeir sem ekki þurfa nauðsynlega að eitra ættu að sleppa því. Guðmundur bendir á að gróð- ur eigi að sjálfsögðu ekki að vera steríll. Garðurinn er lifandi og það er eðlilegt gróðrinum að hafa einhver dýr á sér. Auðvitað hafa ekki allir þolinmæði til að láta það yfir sig ganga að gróðurinn sé nánast étinn upp til agna, en plágurnar ganga yfir,“ segir Guð- mundur, „og þegar þær eru gengnar yfir hefur gróðurinn mikla möguleika á að ná sér aft- ur. Birkið er til dæmis oft étið mjög illa fyrripart sumars, en lirfurnar eru búnar í lok júní og þá hefur plantan alla seinni hluta sumars til að jafna sig.“ Lirfur og blaðlýs Aðspurður hvaða dýr þetta séu helst sem leggjast á gróður hér- lendis segir Guðmundur að akkúrat núna ríki óvenjulegt ástand. Við erum að koma undan mjög óvenjulegum vetri og fengum yfir okkur plágu af sitkalús á tíma sem við höfum aldrei séð hana fyrr. Hún leggst á allar grenitegundir, og reyndar er hún þannig að hún fer mikið á milli og sést stundum á lerki og furu. Það eru þá einstak- lingar sem hafa strandað en reyna samt að nærast og komast áfram. Nú er að renna upp tími trjá- maðksins, en það eru aðallega þrjár tegundir sem fara af stað núna þegar birki og víðir fara að laufgast. Þetta eru haustfeti, sem er græn lirfa sem lifir á öllum mögulegum tegundum, eins og birki, víði og reynivið, svo er víði- fetinn, dökk, nánast svört lirfa í víðinum, en í honum finnur maður gjarnan þessa lirfur báðar. Í birk- inu er mest af grárri lirfu sem heitir tígulvefari og þegar líður á sumarið lifna blaðlýsnar í birkinu og víðinum. Það er í raun og veru ennþá minni ástæða til að úða gegn þeim en lirfunum,“ segir Guðmundur. ■ 7. maí 2003Hús og garðar8 Æskilegt að fara varlega í úðunina TÍGULVEFARALIRFA Finnst helst í birkitrjám. VÍÐIFETI Leggst helst á víðinn eins og nafnið gefur til kynna. BLAÐLÚSIN KEMUR ÞEGAR LÍÐUR Á SUMARIÐ Hér er lúsamamma með þremur dætrum sínum. SNIGLAVEISLA Sniglar , líkt og mann- fólkið, kunna vel að meta jarðarber. M YN D IR /O D D U R SI G U RÐ SS O N Eigum til mikið úrval af loftnetsefni fyrir sumarbústaði, heimili og húsbíla. Einnig gervihnattabúnaður fyrir íslenskar aðstæður! elnet-tækni ehf Leiðandi í fjarskiptum Auðbrekku 16, Kópavogi, sími 554 2727 ww.elnet.is Viltu betri mynd á skjáinn en þessa? DRANGEY Smáralind og Laugavegi - ekki bara töskur Hefurðu séð nýju vörurnar? Margir fallegir munir í sólstofuna og sumarbústaðinn. Líttu inn – láttu heillast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.