Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 36
6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR24 CONFESSIONS. bi 14 10.40 JUST MARRIED kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 4 og 6 400 kr. SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 JOHNNY ENGLISH kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára kl. 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 DREAMCATCHER kl. 6, 8 og 10 kl. 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTT...NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 og 6 RECRUIT bi 16 kl. 8 og 10.30 kl. 10THE PIANIST Sýnd kl. 6, 8 Myndin gerist í Víetnam ummiðja síðustu öld. Nýlendu- stjórn Frakka er á fallanda fæti. Breski blaðamaðurinn Thomas Fowler (Michael Caine) skrifar fréttir heim til Evrópu. Kommún- istar virðast vera að ná undirtök- unum. Í þessu stríðshrjáða landi birtist skyndilega bandaríski mannvinurinn Pyle (Brendan Fraser) sem má ekkert aumt sjá. En það er ekki allt sem sýnist. Takmarkalaus manngæska og ábyrgðartilfinning kyrrláta Amer- íkanans breytir þróun mála, bæði fyrir einstakar persónur og alla víetnömsku þjóðina. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa mynd, en frá því er skemmst að segja að svona snilldar- verk eru ekki á hverju strái. Mich- ael Caine hefur aldrei verið betri og þá er mikið sagt, og Brendan Fraser sýnir að hann er frábær leikari. Það er Ástralinn Philip Noyce sem stjórnar þessu meistaraverki þannig að manni koma helst í hug myndir eins og Casablanca frá gullaldarárum kvikmynda í Hollywood. Þessa mynd hefði George Bush endilega þurft að sjá og bjóða Davíð og Halldóri með sér. Þráinn Bertelsson THE QUIET AMERICAN Aðalhlutverk: Michael Caine, Brendan Fraser, Do Thi Hai Yen Handrit: Christopher Hampton eftir skáld- sögu Graham Greene Leikstjórn: Philip Noyce Umfjöllunkvikmyndir Ljúfmennið frá Ameríku Fréttiraf fólki MYNDASÖGUR Myndasögublaðið Blek hefur komið út árlega frá því að fyrsta blaðið leit dagsins ljós árið 1996. Fjöldamargir áhugamenn um myndasögugerð hafa prófað sig áfram á síðum blaðsins í gegn- um árin. Nokkrir hafa snúið sér að öðrum verkefnum en aðrir haldið ótrauðir áfram. Út er komin inn- bundin bók sem safnar saman fyrstu 7 tölublöðunum Bleks og má þar finna sögur eftir nafntog- aða einstaklinga á borð við Ómar „Suarez“ Hauksson, Hugleik Dags- son, Erp Eyvindarson, Inga Jóns- son, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Kjartan Arnórsson, Pétur Yama- gata og Jean Posocco, sem nú starfar sem ritstjóri blaðsins ásamt Þorsteini Guðnasyni. „Það voru ekki margir af þeim sem byrjuðu sem höfðu kraft til þess að framleiða myndasögur,“ útskýrir Jean Posocco sem bættist við Blek-byttuna strax eftir útgáfu fyrsta tölublaðsins. „Það eru mjög fáir sem gera sér grein fyrir því hversu mikil vinna er á bak við eina myndasögu, þótt stutt sé. Það þarf að semja sögu, búa til texta og teikna í kringum setningarnar.“ Jean fluttist til Íslands frá Frakklandi árið 1983 en þar í landi er rík hefð fyrir myndasögugerð. Að sögn hans kom fyrsta mynda- sögublaðið þar út árið 1928. „Mér fannst það alveg hrylli- legt þegar ég kom hingað hversu lítil hefð var fyrir myndasögunni. Ég var safnari í Frakklandi og þegar ég kom hingað reyndi ég að leita eftir íslenskum myndasög- um. Það var samt fróðlegt að sjá hvað Íslendingar voru að gera. Svo þegar ég kynntist Blek-hópn- um kom í ljós að það voru nokkrir hér sem höfðu áhuga.“ Áttunda tölublað Bleks er nú í vinnslu og ætti að skila sér í búð- ir fyrir mánaðarlok. Þeir sem hafa látið blöðin fara framhjá sér til þessa geta svo tryggt sér allt heila klabbið á sanngjörnu verði í innbundinni bók. „Við vorum búin að gefa út svo mörg blöð og áttum eitthvað eftir á lager. Ég stakk því upp á því hvort það væri ekki sniðugt að safna þeim saman og binda inn í bók. Ég er sjálfur bókbind- ari þannig að ég tók það að mér að gera þetta,“ útskýrir Jean að lokum. Stöðugt er verið að leita að áhugasömu fólki í myndasögu- smíðar og er hægt að koma sér í samband við útgáfuna í gegnum myndasöguverslun Nexus á Hverfisgötu. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og fæst að- eins þar eins og er. biggi@frettabladid.is Uppsafnað Blek Myndasöguhópurinn Blek hefur loksins safnað þeim 7 tölublöðum sem út hafa komið í gegnum árin í innbundna bók. Þar er að finna rúmlega 50 íslenskar myndasögur eftir fjölda höfunda. JEAN POSOCCO Ritstjóri íslenska myndasögublaðsins Blek fluttist til Íslands frá Frakklandi árið 1983. Þar í landi er myndasöguhefðin sterk. STEVIE KL. 6 BIGGIE & TUPAC KL. 10 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ Kvikmyndaáhugamenn hafafundið um 42 villur í nýjustu X-Manna myndinni. Það er rétt yfir með- altali á villufjölda í kvik- myndum. Villurnar í X-Mönn- um eru allt frá því að skjöl og lík hverfa upp í það að glös fylli sig sjálf af vökva. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helg- ina og spá markaðsmenn þar í landi að að- sóknarmet eigi eftir að falla. Eintök af óútgefinni fimmtu bókí Harry Potter-seríunni fundust á akri í Bretlandi. Göngumaður rakst á tvö eintök af bókinni á göngu sinni um akurinn. Maðurinn hafði samband við dagblaðið The Sun, sem borgaði vel fyrir eintök- in. Bókunum var stolið af lager Bloomsbury-útgáfunnar og hefur verið skilað þangað. Breska lög- reglan rannsakar nú málið. Led Zeppelin hefur safnað sam-an sjaldgæfum tónleikaupptök- um og áður óútgefnum hljóðrit- unum fyrir útgáfu á væntanlegum safnpakka. Um er að ræða yfir átta klukkustundir af efni. Í pakk- anum verða 2 DVD-diskar og þrír geisladiskar. Aðallega verða þetta 58 lög sem voru hljóðrituð á tón- leikum. Sum segulböndin sem upptökurnar voru teknar af voru í það lélegu ástandi að baka þurfti þau í ofni í 60 klukkustundir til þess að gera þau nothæf að nýju. Leikkonan Reese Witherspoon erófrísk af öðru barni sínu. Þriggja ára gömul dóttir hennar og leikarans Ryan Phillippe er víst í skýj- unum yfir fréttunum. Leikkonan skýrði frá þessu í spjall- þætti Jay Leno, sem spurði eftir að orðrómur um óléttuna hafði verið á kreiki í slúðurblöðunum. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.