Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 34
22 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Förðunarnám sem gefur f jö lbreyt ta mögule ika Sumarnámskeið: Kópavogi, 12. maí 2003 Akureyri, 19. maí 2003 Haustnámskeið: Kópavogi, 15. sep 2003 Akureyri, 22. sep 2003 Förðunarskóli NO NAME Hjallabrekka 1 - Kópavogi Srandgata 25 - Akureyri hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 588 6526 eða á heimasíðu okkar, www.noname.is Nemendur NO NAME sýndu sig og sönnuðu á förðunarkeppni Tískan á Hótel Íslandi, mars 2003: Vörumerkið NO NAME er tákn um gæði og fagmennsku. Bæði er það tákn um hágæða snyrtivörur og einnig eitthvert besta og reyndasta fagfólk sem völ er á atvinnu- mennsku í förðun eða sem áhugamál, þá er Förðunarskóli NO NAME svarið Elva Hrund Þórðardóttir - SVARTHVÍT FÖRÐUN Harpa Lind Harðardóttir - SMOKY FÖRÐUN Silja Þórðardóttir - TÍMABILAFÖRÐUN Silja Þórðarrdóttir - KVÖLDFÖRÐUN Harpa Lind Harðardóttir - BRÚÐARFÖRÐUN Ásthildur Davíðsdóttir - LITADÝRÐ Kennarar með áralanga reynslu í faginu: Kristín Stefánsdóttir - Birta Björnsdóttir - Embla Sigurgeirsdóttir - Andrea Magnúsdóttir - Kristín Hlín Pétursdóttir. T í s k u - o g l j ó s m y n d a f ö r ð u n H æ g t a ð v e l j a u m 6 e ð a 1 2 v i k u r Hugrún Malmquist var í 1. sæti nema. Agnes Björk Helgadóttir var í 2. sæti nema. X-MEN „Myndirnar eru báðar mjög fínar, ekki síst þar sem það er ekki ólíkt því að lesa blöðin að horfa á þær. Maður kemst smátt og smátt að meiru um karakter- ana. Þetta er fín persónusköpun sem er útfærð í smáum skrefum og maður fær það á tilfinninguna að eitthvað stærra muni gerast í næstu mynd. Þetta á sérstaklega við um Jean Grey og Wolverine. Það þarf auðvitað alltaf að breyta ýmsu þegar myndasögur eru færðar yfir á hvíta tjaldið og ætli það megi ekki segja að hér hafi öllum réttu hlutunum verið breytt. Það sem gerir þessar myndir líka sérstakar er að það eru ekki sömu áherslur í þeim og hefðbundnum risahasarmyndum. Stígandinn er öðruvísi og þær eru því ekki fyrirsjáanlegar.“ Hugleikur bætir því við að myndirnar séu hæfilega krydd- aðar með vísunum í sögurnar, sem auki enn á ánægju þeirra sem þekkja myndasögurnar. Hann bendir einnig á að mynda- sögur endurspegli oft samtíma sinn á mjög skemmtilegan hátt. „Ég veit ekki hvort ég er sá eini sem tók eftir því að forsetinn í X2 er skemmtilega líkur George W. Bush. Ég er viss um að þessi leikari hefur verið valinn með til- liti til þess. Hann sýndi ýmis svipbrigði sem maður kannast við hjá Bush og það er skotið svona mátulega vel á hann í myndinni. Það eru líka svipaðir hlutir að gerast í til dæmis Ultimate X-Men seríunni og í raunveruleikanum en þar hefur stríðið gegn hryðju- verkum verið heimfært á barátt- una gegn stökkbreytunum og öll stökkbrigði eru skilgreind sem hryðjuverkamenn. Svo eru meira að segja fangabúðir fyrir stökk- breytur á Kúbu, þannig að mynda- sögurnar notfæra sér oft þetta lága flug sitt undir radarnum til að hnýta í samtímann. Mér finnst myndasögurnar líka góð áminn- ing um að það er fullt af góðum hlutum sem koma frá Bandaríkj- unum. Það eru fleiri en tvær hlið- ar á öllum þjóðum.“ ■ HUGLEIKUR DAGSSON Segir Nightcrawler vera í miklu uppáhaldi hjá sér en „í gamla daga“ hafi Storm verið í mestum metum. Þjóðfélagsrýni í myndasögum: Ekki allt vont sem kemur frá Ameríku X-MEN „Ég er mjög sátt við X2,“ segir Brimrún Hrönn, sem er dyggur aðdáandi X-Men mynda- sagnanna, en hún er þegar búin að sjá myndina þrisvar sinnum. „Ég var búin að leita allra upplýsinga, lesa viðtöl í tímaritum og allt ann- að sem ég komst yfir um myndina en samt kom hún mér mikið á óvart. Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt þannig að ég get ekki annað en verið mjög sátt.“ Brimrún segir endinn á X2 galopinn og „maður veit eiginlega pottþétt hvað verður tekið fyrir í næstu mynd.“ Hún er, eins og fleiri aðdáendur X-Men sagnanna, hæstánægð með að Nightcrawler skuli vera mættur til leiks. „Mér finnst þeim hafa tekist mjög vel upp með hann og svo fannst mér Mystique líka mjög skemmtileg.“ Brimrún segist aðspurð ekki þekkja fleiri stelpur sem séu á kafi í myndasögum. „Vinkona mín hefur aðeins verið að kíkja á þetta og hefur haft lúmskt gaman af en ég er ekki viss um að það muni ganga lengra. Ég telst alveg myndasögunörd en ber það ekkert utan á mér og er ekkert stórund- arleg og vinnufélagar mínir urðu steinhissa þegar þeir komust að því að ég væri á kafi í X-Men.“ ■ BRIMRÚN HRÖNN “Spiral er uppáhaldspersónan mín. Hún hefur ekki komið við sögu í myndunum og mun örugglega ekki gera það. Hún er ekki stökkbreytt og er ósköp venjuleg þar til hún kemst í kynni við illvirkja í New York sem breyta henni í Spiral. Hún er göldrótt og einstaklega ill- kvittin með sex handleggi, eiginlega alveg kolvitlaus.“ X-Men njóta sín í bíó: Alltaf að sjá eitthvað nýtt DARK PHOENIX SAGA Frægt blað þar sem Jean Grey sneri aftur. Hún var þó ekki alveg söm við sig, stúlkan. FYRSTA TÖLUBLAÐIÐ Stökkbrigðin komu fyrst fram á sjón- arsviðið í september árið 1963. Ef þið finnið þetta blað í safninu er það mikils virði. VIÐBÆTUR Í HÓPINN X-Mennirnir rudd- ust inn á sjónar- sviðið á nýjan leik sumarið 1975. Þá bættist m.a. Wolverine í hópinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.