Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 9
■ Asía ■ Sjávarútvegur 9MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 Úrval-Úts‡n hefur nú teki› yfir sölu á Paraiso de Albufeira á Íslandi Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› me› einu svefnherbergi og stofu í 2 vikur. 49.967 kr.* á mann m.v. 2 fullor›na í íbú› me› svefnherb. og stofu í 2 vikur. 69.855 kr.* Tvær vikur á ver›i einnar í eftirtaldar fer›ir: Sérstakt kynningarver› á nokkrum íbú›um í 1, 2 e›a 3 vikur. 20. maí / 10. og 24. júní / 8. og 22. júlí / 5., 19. og 26. ágúst. Ver› frá Ver› frá Paraiso de Albufeira er 4ra stjörnu íbú›ahótel í göngufæri vi› Laugaveginn og íbú›ahótelin Paladim og Brisa Sol. Á hótelinu er veitingasta›ur, bar og gó› a›sta›a fyrir börn. Hótelgar›urinn er glæsilegur me› gó›ri sólba›sa›stö›u, sundlaug, barnalaug, veitingasta› og bar. Vel búnar íbú›ir taka 2 til 7 gesti og eru loftkældar me› eldhúsi, sjónvarpi og síma. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 10 76 05 /2 00 3 www.samfylking.is Á FLEYGIFERÐ Áætlað er að tilraunir með nettengingu í lestum á milli Gautaborgar og Kaup- mannahafnar hefjist í febrúar á næsta ári. Nettenging í lestum: Farþegar kom- ast á Netið SVÍÞJÓÐ, AP Innan skamms mun farþegum í lestum á milli Dan- merkur og Svíþjóðar gefast kost- ur á því að tengja tölvur sínar Netinu. Fyrirhugað er að setja upp að- gang að breiðbandi í lestum sem fara á milli Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Markmiðið er að fá fólk í viðskiptaferðum til að velja járnbrautina fram yfir flugið. Notast verður við þráðlaust kerfi sem byggir á gervihnatta- sambandi ásamt GSM-tengingu. Í hverjum vagni verður WiFi-tæki sem tekur við útvarpsbylgjum. Farþegar sem eru með fistölvur með viðeigandi búnaði geta síðan fengið aðgang að Netinu gegn gjaldi. Sama tækni er þegar fyrir hendi á flugvöllum og kaffihúsum víða um heim. ■ MISLINGAFARALDUR Að minnsta kosti 38 börn hafa látið lífið af völdum mislinga á undanförnum fjórum vikum í afskekktum fjallahéruðum Nepal. Áætlað er að um það bil 100 börn til viðbót- ar hafi veikst af sjúkdómnum. Yfirvöld hafa sent lækna og lyfjabirgðir á staðina þar sem faraldurinn geisar. FLEIRI KONUR Á ÞING Hart er deilt á indverska þinginu um laga- frumvarp þess efnis að þriðjung- ur þingsæta verði tekinn frá fyrir konur. Nú sem stendur er hlutur kvenna á þjóðþinginu aðeins um tíu prósent. Markmiðið með frum- varpinu er að auka áhrifamátt kvenna í samfélagi þar sem karl- menn fara með völdin. FRIÐARVERÐLAUNAHAFI Á FERÐALAGI Eitt ár er liðið frá því að Aung San Suu Kyi, friðarverð- launahafi frá Myanmar, var látin laus úr stofufangelsi. Af því til- efni hélt Suu Kyi í ferð til norð- urhluta Myanmar þar sem hún ætlar að koma á fót svæðisskrif- stofum fyrir flokk sinn, Þjóðar- bandalag fyrir lýðræði. DREIFIKERFI Lagt er til að stjórn- völd hafi forgöngu um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtæk- is stafræns sjónvarps á Íslandi. Þetta er mat starfshóps sem samgönguráðherra skipaði. Hóp- urinn telur að með þessu móti verði öll fjárfesting hagkvæmari en ef hver og einn aðili byggir upp sitt eigið stafræna dreifikerfi. Auk þess verði auðveldara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Í skýrslu starfshópsins kemur fram að það sé að verða tímabært að endurnýja sjónvarpsdreifi- kerfi á Íslandi. Jafnframt er talið að stafrænt sjónvarp verði einn af drifkröftum í upplýsingasamfé- laginu. Kostir stafrænnar tækni um- fram hliðræna eru m.a. aukin flutningsgeta hverrar rásar og betri nýting í dreifi- og flutnings- kerfum. Þá býður hún upp á betri mynd- og hljóðgæði, auðveldar samruna við önnur fjarskipti og gefur möguleiki á gagnvirkni auk þess sem þráðlaus móttaka á sjón- varpsefni verður möguleg. RÍKISÚTVARPIÐ Í skýrslu starfshópsins kem- ur fram að það sé að verða tímabært að endurnýja sjónvarpsdreifikerfi á Íslandi. Starfshópur samgönguráðherra skilar tillögum um stafrænt sjónvarp: Sameiginlegt dreifikerfi stafræns sjónvarps TÍUNDI HLUTI Á LAND Búið er að landa 33.000 tonnum af kolmunna það sem af er fiskveiðiárinu. Þetta er ríflega tíundi hluti heild- araflans, sem er 318.000 tonn. Að auki hafa erlend skip landað 16.500 tonnum af kolmunna hér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.