Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 16
16 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Þjónustuver VÍS svarar fyrirspurnum í síma 560 5000 eða á upplysingar@vis.is. Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Hvernig röðum við saman tryggingunum okkar? Mars 2003 Fjölskylduvernd VÍS Hringdu í síma 560 5000 og fáðu sendan bækling um fjölskylduvernd VÍS. Lítið eða stórt, einfalt eða margbrotið Fjölskylduhagir eru með ýmsu móti en allir eiga það þó sameiginlegt að þurfa tryggingu við hæfi. Til að koma til móts við mismunandi þarfir býður VÍS mjög breitt úrval trygginga fyrir fjölskyldur og heimili, því ætti enginn að vera ótryggður. Nýjasta afurðin í þessum flokki er Festa, sem veitir víðtæka vernd á hagstæðum kjörum. Það gildir einu hvort heimilið er lítið eða stórt, einfalt eða ríkulega búið. Í því eru fólgin verðmæti fyrir hvern og einn ef til tjóns kemur. F plús, Festa, Kjarni, Heimilistrygging og Innbústrygging eru tryggingar ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum. Bótasvið hverrar tryggingar og iðgjöld eru mismunandi þannig að allir ættu að geta fundið tryggingu við sitt hæfi. Hafðu samband við VÍS og við metum með þér hvað hentar í þínu tilviki. Nánari upplýsingar um tryggingarnar er að finna í skilmálum þeirra. Er eignatrygging fyrir innbú á heimili. Í henni er innbú tryggt gegn áhættu af ýmsu tagi s.s. bruna, innbroti, ráni og þjófnaði svo fátt eitt sé nefnt. Innbústrygging tryggir eingöngu innbú fyrir bruna, vatni og innbroti. Ábyrgðartrygging einstaklings Þessi trygging tekur til ábyrgðar gagnvart þriðja aðila ef einhver meðlimur í fjölskyldunni veldur þriðja aðila tjóni sem felur í sér skaðabótaskyldu. Málskostnaðartrygging Tryggingin greiðir málskostnað vegna ágreinings í tilteknum einkamálum. Innbústrygging Verð 6.053 kr. á árieða 504 kr. á mánuðiInnbústrygging * Heimilistrygging Verð 6.492 kr. á ári eða 541 kr. á mánuðiTrygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings * Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging Trygging á innbúi Ábyrgðartrygging einstaklings Málskostnaðartrygging VÍS fjölskylduvernd Trygging á innbúi Ágæti kjósandi, Nú styttist íkosningar og er óhætt að segja að auglýsingar ákveðinna flokka tröllríði fjölmiðlum hér. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun flokksins verið með opið bókhald á okkar heimasíðu, hvers vegna eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ekki með opið bókhald? Við í Frjálslynda flokkn- um höfum lagt mikla áherslu á það að allir styrkir yfir 500.000 kr. séu sjáanlegir í okkar bókhaldi. Það er mikil hætta á spillingu ef bókhald er ekki opið og er ég viss um að núverandi stjórnarflokkar eru að fá töluvert háa styrki, alla- vega eru auglýsingar þeirra í fjöl- miðlum yfirgnæfandi. Ef stjórn- arflokkarnir hafa unnið svona vel, og við lifum á góðum tímum þökk sé þeim, hvers vegna láta þeir ekki verkin tala og eyða minni fjármunum í auglýsingar? Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur verða dæmdir af verkum sínum. Ég treysti því, ágæti kjósandi, að þú látir ekki hugfallast af þeirri glansmynd sem þessir flokkar láta birtast í fjölmiðlum núna. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið hógvær í auglýsingum og við viljum láta málefnin skipta máli, ekki einhverjar skrautaug- lýsingar sem gefa ranga mynd af stöðu mála eins og Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur gera nú korteri fyrir kosningar. Það er afar athyglisvert að heyra formann Sjálfstæðisflokks vera með hræðsluáróður um það að allt fari í bál og brand ef aðrir munu fara með völdin í landinu en hann og hans flokkur. Frjáls- lyndi flokkurinn er með heil- steypta stefnuskrá, ekki síst er varðar þær breytingar sem þarf að gera á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Hvert stefna byggðir landsins undir núverandi kvóta- kerfi? Það eru 80% þjóðarinnar á móti núverandi kvótakerfi, það segir allt sem segja þarf um þetta „fína“ kerfi undir stjórn Davíðs og félaga. Kæri kjósandi, ekki láta hug- fallast fyrir þeim bábiljum sem forsætisráðherra heldur fram, láttu málefnin ráða. Kynntu þér ítarlega stefnuskrá okkar á www.xf.is og taktu þátt í byltingu með okkur í Frjálslynda flokkn- um, byltingu til hins betra fyrir land og þjóð. ■ Opið bókhald og auglýsingar Kosningar maí 2003 KOLBEINN MÁR GUÐJÓNSSON ■ í 4. sæti í Reykjavík norður fyrir Frjálslynda flokkinn skrifar um bókhald og auglýsing- ar stjórnmálaflokk- anna. Framsóknarflokkurinn erábyrgur flokkur sem hafnar ævintýramennsku og tilrauna- starfsemi með undirstöðuatvinnu- veg þjóðarinnar, sjávarútveginn. F r a m s ó k n a r - flokkurinn vill öflugan, sjálf- bæran íslenskan s j á v a r ú t v e g sem er fær um að greiða auð- lindagjald fyrir aðgang að fiski- stofnum. Við viljum einnig byggðakvóta til að verja minnstu byggðirnar og hina fjölmörgu smáu en öflugu útvegs- menn og fiskverkendur sem í þeim búa. Stefna Frjálslynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna veldur hins vegar mikilli óvissu og glundroða í íslenskum sjávarútvegi sem ógna mun byggðunum nái hún fram að ganga. Atvinnuöryggi ógnað Frjálslyndi flokkurinn ætlar að skilja milli veiða og vinnslu þannig að allur afli fari á uppboðs- markað. Þessi stefna mun valda því að menn geta ekki landað í sinni heimabyggð og verða að keppa um aflann á uppboðsmörk- uðum til að ná honum heim að nýju. Allar líkur eru á að lands- byggðin muni tapa aflanum til höfuðborgarsvæðisins og jafnvel úr landi. Atvinnuöryggi fiskverkafólks um land allt er ógnað af Frjáls- lyndum. Tillögur flokksins miðast greinilega við hagsmuni þröngs hóps sjómanna en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Tillögur Frjálslynda flokksins um sóknarstýringu miða greinilega að því að opna fiskveið- arnar aftur fyrir þeim sem búnir eru að selja kvótann sinn og vilja byrja frítt upp á nýtt og selja fisk- inn á markaði í stað heimabyggðar. Vinstri grænir vilja endur- vekja pólitískt skömmtunarkerfi síðustu aldar með fyrningastefnu sinni þannig að fyrirtækin og byggðirnar verði að hanga á hurðarhúnum ráðamanna þjóðar- innar og betla kvóta frá ári til árs. Dæmigerð forsjárhyggja sem ekki gengur upp á nýrri öld. Stefna réttlætis Samfylkingin vill taka kvótann af fyrirtækjunum og byggðunum og bjóða hann upp þannig að er- lendir fiskkaupmenn fái aðgang að honum í gegnum íslenska leppa. Ekki er líklegt að smæstu fyrirtækin eða byggðirnar fari vel út úr þeim uppboðsslag. Sjálf- stæðisflokkurinn er feiminn við auðlindagjaldið og byggðakvót- ann. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn með ábyrga sjáv- arútvegsstefnu. Við viljum treysta grundvöll sjávarútvegsins þannig að hann verði fær um að standa undir velferð þjóðarinnar með öflugu atvinnulífi og hóflegu auðlindagjaldi fyrir afnotin af fiskistofnunum. Við viljum hækka veiðiskylduna og grípa til sér- tækra aðgerða í skattamálum til að stemma stigu við braskinu. Við viljum einnig efla og þróa byggða- kvóta í samráði við sveitarstjórn- ir um land allt og verja þannig veikustu byggðirnar. Sjávarútvegsstefna Framsókn- arflokksins er stefna réttlætis sem tekur tillit til hagsmuna allra þorra Íslendinga. Hún tryggir öfl- ugan, hagkvæman og sjálfbæran íslenskan sjávarútveg í þágu allr- ar þjóðarinnar. ■ Ábyrg fiskveiðistefna Kosningar maí 2003 SÆUNN STEF- ÁNSDÓTTIR ■ viðskiptafræðinemi við HÍ og í 4. sæti á lista Framsóknar- manna í Reykjavík norður skrifar um fisk- veiðistjórn. „Atvinnu- öryggi fisk- verkafólks um land allt er ógnað af Frjálslyndum. FISKVINNSLA Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn með ábyrga sjávarútvegsstefnu, segir Sæunn Stefánsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.