Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2
2 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR “Ég ætla að kjósa Framsókn- arflokkinn.“ Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Framsóknarflokksns, hefur ekki verið sáttur við ýmis stefnumál síns gamla flokks eftir að hann yfirgaf brúna. Spurningdagsins Steingrímur, hvað ætlar þú að kjósa? DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður sem varð fyrir hrottalegri líkams- árás á Skeljagranda í fyrrasumar hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalan- um. Tveir bræður um tvítugt ját- uðu að hafa ráðist á manninn í upphafi verslunarmannahelgar- innar. Lögreglan fann hann eftir ábendingu vitna falinn meðvit- undarlausan í garði nálægs leik- skóla. Hann var fluttur með alvar- lega höfuðáverka á sjúkrahús. Nokkrum dögum eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu var hann mættur þangað aftur, í það sinnið vegna lyfjamisnotkunar. Þar var hann síðan staðinn að því að stela lyfjum og tveimur lyfseð- ilsblokkum. Maðurinn hefur verið skjól- stæðingur Byrgisins frá því í mars og gerir ráð fyrir að verða þar næstu mánuði í meðferð. Dómur er enn ekki fallinn í máli bræðranna tveggja. Þeir eiga blóðugan feril tilefnislausra of- beldisverka og þjófnaða að baki. ■ Erfiður rekstur netmiðla: Vísir.is seldur VIÐSKIPTI Verið er að ganga frá því að frétta- og dægurvefurinn Vís- ir.is sem er einn af elstu og stærstu netmiðlum landsins verði seldur. Íris Gunnarsdóttir sem rekur Femin.is, sem einnig á Vísi.is, staðfesti í samtali í gær að sala stæði fyrir dyrum en vildi ekki gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Hún lét þó hafa eftir sér að Femin.is og Vísir.is væru það ólíkir miðlar að samlegðaráhrif sem hún hefði vonast til að yrðu að veruleika hefðu ekki gengið eftir. ■ FJÁRMÁL FLOKKANNA Framsóknar- flokkurinn rekur dýrustu kosn- ingabaráttuna samkvæmt upplýs- ingum sem Vinstri grænir lögðu fram í gær. Vinstri grænir fengu tölulegar upplýsingar frá Gallup um birt- ingar á auglýsingum stjórnmála- flokkanna í sjónvarpi og dagblöð- um í mars og apríl. Síðan fékk flokkurinn auglýsingastofu til að leggja mat á áætlaðan kostnað með tilliti til þekktra afsláttar- kjara og kostnaðar við gerð sjón- varpsauglýsinga. Þá var áætlaður kostnaður við birtingar frá 1. til 10. maí og var miðað við tvöfalt fleiri birtingar en að meðaltali á dag í apríl. Samkvæmt ofangreindu eyðir Framsóknarflokkurinn 28 til 29 milljónum króna í auglýsingar í dagblöðum og sjónvarpi, um 9 milljónum meira en Sjálfstæðis- flokkurinn og 13 milljónum meira en Samfylkingin. Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn eyða miklu minna, eða 2 til 4 milljónum króna. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi ákveðið að leggja þessar upplýsingar fram þar sem hann telji mikilvægt að þjóðin átti sig á því hversu mikill munur sé á flokkunum hvað þetta snertir. Hann segist líta það alvarlegum augum að ekki skuli gilda neinar reglur um fjárreiður flokkanna hérlendis. Brýnt sé að bæta úr því þannig að fólk sjái hvaðan flokk- arnir séu að fá þessa peninga. Þess ber að geta að í tölum Vinstri grænna er ekki tekinn inn í reikninginn kostnaður við aðrar auglýsingar eins og í útvarpi og tímaritum. Þá er ekki tekið tillit til annars kostnaðar svo sem eins og við útgáfu á kynningarefni og kostnaðar við fundarhald og ferðalög. Hvað Vinstri græna snertir segir Steingrímur að heildarkostn- aður flokksins vegna kosningabar- áttunnar sé um 16,5 milljónir króna, eða þrefalt meiri en hann eyðir í auglýsingar. Líklega megi reikna út kostnað kosningabaráttu hinna flokkanna með sama hætti. Ef það er gert kostar kosningabar- átta Framsóknarflokksins um 90 milljónir króna, Sjálfstæðisflokks- ins um 60 og Samfylkingarinnar um 50 milljónir króna. Steingrímur J. segir að ólíkt mörgum öðrum flokkum sé bók- hald Vinstri grænna opið. Ef flokkurinn fái meira en 300 þús- und í styrk frá ákveðnum aðila sé sá aðili tilgreindur í ársreikningi flokksins. trausti@frettabladid.is FJÁRMÁL FLOKKANNA Framsóknar- flokkurinn mótmælir harðlega þeim útreikningum sem Vinstri grænir hafa lagt fram um 28 til 29 milljóna króna auglýsingakostnað Framsóknarflokksins í dagblöð- um og sjónvarpi. Ingvi Jökull Logason, markaðs- samskiptafræðingur hjá Hér og nú, segir að frá 1. mars til 4. apríl hafi flokkurinn eytt rúmum 16 milljónum í auglýsingar í öllum miðlum, ekki bara dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir að tölur Vinstri grænna séu því rangar og svo virðist sem þeir magni tölur Framsóknarflokksins umfram aðra. Þá segir hann tölur Vinstri grænna byggja á röngum forsend- um. Framsóknarflokkurinn hygg- ist t.d. ekki tvöfalda auglýsinga- magn sitt í maí miðað við í apríl. Ingvi Jökull segir að sam- kvæmt sinni samantekt sé Fram- sóknarflokkurinn aðeins hálf- drættingur á við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn þegar komi að auglýsingum í dagblöð- um. Þá segir hann að Vinstri grænir hafi ekki tekið með í reikninginn að framboðin geti verið að beita mismunandi áætl- unum um hvenær birtingar eigi að ná hámarki og svo virðist sem þeir hafi heldur ekki reiknað með kunnáttu fagfólks við að hámarka eftirtekt og lágmarka kostnað. ■ Saddam blankur: Þurfti gáma undir allt féð NEW YORK, AP Blankur Saddam Hussein sendi son sinn út í banka rétt áður en innrás bandamanna hófst í Írak. Tók hann út einn milljarð Bandaríkjadala og ók peningunum á brott í þremur gám- um. Upplýsingadeild Bandaríkja- hers segist hafa vitneskju um að vörulestin hafi ekið yfir landa- mærin við Sýrland en að öðru leyti er ekki vitað um áfangastaðinn. Saddam sjálfur gengur enn laus auk fjölda annarra samstarfs- manna og líklegt að þeir eigi nú fyrir helstu nauðsynjum. ■ Verkföll í austurhluta Þýskalands: Krefjast 35 tíma vinnu- viku FRANKFURT, AP IG Metall, verka- lýðsfélag þýskra stál- og járniðn- aðarmanna, hóf verkföll í nokkrum verksmiðjum í því sem áður var Austur-Þýskaland til að krefjast þess að félagsmenn fengju sömu réttindi og kollegar þeirra vestanmegin. Vegna slak- ari skilyrða hafa verkamenn aust- anmegin fallist á að vinna 3 tím- um lengur, 38 tíma á viku, en sam- verkamenn vestanmegin sem að jafnaði starfa 35 tíma á viku. At- vinnurekendur segja að þetta sé nauðsyn þar sem framleiðni sé mun minni í austurhlutanum. Atvinnuleysi í austurhluta Þýskalands er með því hæsta sem gerist í Evrópu og helmingi meira en í vesturhlutanum. ■ Danskir dómstólar dæma verkamönnum í hag: Mega drekka í vinnunni KAUPMANNAHÖFN, AP Danskur dóm- stóll hefur úrskurðað að þrátt fyr- ir bann við neyslu áfengis á vinnu- stöðum í Danmörku sé múrurum hjá fyrirtæki í Brönderslev heim- ilt að drekka í ólaunuðum pásum. Þetta kemur til vegna þess að samkvæmt dönskum lögum bar Mogens Jensen, eiganda fyrir- tækisins sem um ræðir, að semja við verkamennina um tvær ólaunaðar pásur sem þeir fá hvern dag, hvort sem þeim líkar eða ekki. Það gerði hann ekki og því úrskurðar rétturinn að verka- mönnunum sé heimilt að fá sér bjór þangað til þeir semji sér- staklega við atvinnurekandann um annað. ■ Greining Íslandsbanka: Vaxtahækkun fram undan EFNAHAGSMÁL Líklegt er að Seðla- bankinn hækki stýrivexti sína um 25 til 50 punkta um eða upp úr miðju ári. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka á vaxtaákvörðun- um næstu miss- eri. Í markaðsyfir- liti deildarinnar er sagt líklegt að verðbólgan fari yfir verðbólgu- markmið Seðla- bankans á næsta ári. Núverandi vaxtastefna bank- ans sé eftirspurnarhvetjandi og í ósamræmi við þessa fyrirsjáan- legu þróun. Því séu sterk rök fyr- ir því að hækka vexti. Ólíklegt er þó talið að það verði gert fyrr en ríkisstjórn næsta kjörtímabils hefur sett fram stefnu sína í ríkis- fjármálum. ■ FRAMSÓKN MÓTMÆLIR Framsóknarflokkurinn mótmælir harðlega þeim útreikningum sem Vinstri grænir hafa lagt fram um 28 til 29 milljóna króna auglýsingakostnað Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn mótmælir tölum um auglýsingakostnað: Rangar tölur Vinstri grænna SEÐLABANKINN Vaxtahækkun spáð um eða upp úr miðju ári. STÍGURINN VIÐ SKELJAGRANDA Rúmlega tvítugur maður fannst barinn nær til ólífis þar sem honum hafði verið varpað yfir grindverk við þennan stíg í Vesturbæn- um í fyrrasumar. Maðurinn hefur nú verið dæmdur fyrir að stela lyfjum á sjúkrahús- inu sem gerði að sárum hans. Fórnarlambið á Skeljagranda: Dæmdur fyrir stuld á lyfjum Framsókn rekur dýrustu baráttuna Samkvæmt auglýsingastofu fyrir Vinstri græna eyðir Framsóknarflokkurinn 28 til 29 milljónum í dagblaða- og sjónvarpsauglýsingar. Vinstri grænir eyða 3 til 4 milljónum króna. VINSTRI GRÆNIR META AUGLÝSINGAKOSTNAÐ FLOKKANNA Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi ákveðið að leggja fram tölur um auglýsingakostnað þar sem hann telji mikilvægt að þjóðin átti sig á því hversu miklu flokkarnir séu að eyða. Á myndinni eru einnig Tryggvi Friðjónsson, gjaldkeri flokksins, og Svanhvít Kaaber, framkvæmdastjóri hans. AUGLÝSINGAR STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA Í DAGBLÖÐUM OG SJÓNVARPI Milljónir Framsóknarflokkur 28,5 Sjálfstæðisflokkur 19,5 Samfylking 16,5 Vinstri grænir 3,5 Frjálslyndir 2,5 Nýtt afl 0,1 Heimild: Vinstrihreyfingin – grænt framboð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.