Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 32
FUNDIR 12.15 Helgi Torfason jarðfræðingur flytur erindi um jarðhitakort af Íslandi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Hrafnaþingin eru öllum opin. Þetta er síðasta fræðsluerindið á þessum vetri. 16.15 Gyða Jóhannsdóttir lektor heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ í salnum Skriðu í Kenn- araháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Í fyrir- lestrinum fjallar hún um það ferli sem á sér stað þegar starfsmenntun er færð á háskólastig og tekur sem dæmi þegar menntun íslenskra barnakennara fluttist á háskólastig árið 1971. 20.00 Guðmundur Ingólfsson ljós- myndari fjallar um Ólaf K. Magnússon blaðaljósmyndara í fyrirlestri, sem hald- inn verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Aðgangur er ókeypis. SÝNINGARLOK Sýningu Ilmar Stefánsdóttur, Mobiler, á Kjarvalsstöðum lýkur í dag. Sýningu á lágmyndum eftir Sari Maarit Cedergren myndhöggvara í glug- ga Meistara Jakobs gallerís,Skólavörðu- stíg 5, lýkur í dag. TÓNLIST 18.00 Nemendatónleikar Tónlistar- skóla Kópavogs verða haldnir í Saln- um, Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Álafosskórinn heldur vor- tónleika sína í samkomusal Varmár- skóla í Mosfellsbæ. Stjórnandi er Helgi R. Einarsson, Arnhildur Valgarðsdóttir leikur á píanó og Ásgeir Guðmundsson á harmóniku. Á tónleikunum verða meðal annars flutt lög eftir söngstjóra kórsins við ljóð Halldórs Laxness. Einnig eru á efnisskránni íslensk þjóðlög, hefð- bundin kórlög og lög og syrpur úr söng- leikjum. LEIKLIST 20.00 Finnska leikritið Sjö bræður eftir Aleksis Kivi verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í gestauppfærslu leikhóps frá Theater Mars frá Finnlandi. Aðeins þessi eina sýning. 20.00 Rómeó og Júlía eftir Willi- am Shakespeare er sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins í uppfærslu Vest- urports. SÝNINGAR Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað- ur í Gallerí Hlemmi. Sýningin er inn- setningarverk sem byggir á 50 ára gam- alli frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Titill sýningar- innar er “of nam hjá fiðurfé og van“ og kominn frá Megasi. Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson halda sýningu, sem þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu. Sýningin stendur til 25. maí. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon eru með sýningu í Gallerí Skugga þar sem gefur að líta 100% nælon og lakk. Einnig vinyl veggfóður með blómamótífum, ljós- myndum af þeim ásamt öðrum ljós- myndum og stáli. Þrjár sýningar standa yfir Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteinsdóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour. Sigrid Valtingojer og Kunito Naga- oka sýna verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur. Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir- litssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónssonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka. Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MAÍ Miðvikudagur ■ LEIKLIST LeikritiðRómeó og Júlía er skemmtileg kvöldskemmt- un fyrir fjöl- skylduna, spennandi leið til að kynna heimsbók- menntirnar fyrir yngri áhorfend- um. Loftfimleikarnir eru nýstár- legir í íslensku leikhúsi og endur- spegla hina undirliggjandi spennu,“ segir Rúnar Helgi Vign- isson rithöfundur um Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Mittmat Fyrsta skáldsagan sem skrifuðvar á finnsku heitir Sjö bræð- ur. Rithöfundurinn Aleksis Kivi skrifaði hana árið 1870. Einhverj- ir muna kannski eftir vægast sagt umdeildum sjónvarpsþáttum fyr- ir rúmlega áratug, sem gerðir voru eftir þessari sögu. Nú er hingað til lands kominn leikhópur frá Finnlandi, sem ætlar að sýna leikgerð eftir þessari sömu sögu í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Þetta er finnsk klassík og hef- ur verið sett upp á leiksviði í ótal- mörgum útgáfum,“ segir Joakim Groth, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar. „Þessi saga fjallar um sjö dæmigerða finnska karlmenn, og um leið fjallar hún um þróunina frá frum- stæðu lífi í náttúrunni til menn- ingar og samfélags, þróun sem átti sér stað frekar seint í Finn- landi.“ Í sögunni segir frá sjö munað- arlausum bræðrum, sem flýja til óbyggða frekar en að læra að lesa og skrifa eins og kirkjan krafðist. Frásögnin er gamansöm og þótti fáránleg þegar bókin kom fyrst út, en hún hefur nú öðlast mikinn virðingarsess í finnskum bók- menntum. Joakim Groth segist upphaf- lega hafa ætlað að setja upp leik- sýningu með hópi leikkvenna sem hann hefur áður unnið með og metur mikils. Hins vegar hafi ver- ið erfitt að finna leikrit sem hefði mörg góð kvenhlutverk, þannig að hann fékk þessa hugmynd að láta þær leika bræðurna sjö, þessa dæmigerðu finnsku karla. „Fyrir mig var það reyndar ósköp eðlilegt að konur færu með hlutverkin. En fyrir vikið snýst leiksýningin ekki endi- lega um þessa dæmigerðu karl- menn, heldur almennt um ákveðn- ar tegundir af manneskjum.“ Groth nýtur mikillar virðingar í finnsku leikhúslífi. Hann hefur sett upp verk eftir Beckett, Brecht, Strindberg og Tsjekov, að ógleymdum eigin leikritum. „Ég held ég geti sagt að þessi leikgerð sé mjög trú verki Kivis. Ég fylgi frásögninni nokkuð vel og nota frekar mikið texta Kivis.“ gudsteinn@frettabladid.is Hinar sjö tegundir finnskra karlmanna SJÖ BRÆÐUR KVENKYNS Finnski leikhópurinn Teater Mars sýnir Sjö bræður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Aðeins þessi eina sýning verður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.