Fréttablaðið - 08.05.2003, Page 2

Fréttablaðið - 08.05.2003, Page 2
2 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR “Við viljum öll þau atkvæði sem fólk hefur ætlað að greiða okkur.“ Vinstri grænir hafa óskað eftir að atkvæði merkt V verði flokkuð sem þeirra þó listabókstafur fram- boðsins sé U. Atli Gíslason er í framboði fyrir Vinstri græna. Spurningdagsins Atli, viljið þið ekki líka G? Rekstrarvandi Borgarleikhússins: Er í skoðun hjá ráðherra BORGARLEIKHÚSIÐ „Borgarleikhúsið hefur átt í rekstrarerfiðleikum og borgin hefur beðið mig um að skoða það mál með sér,“ segir Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra um rekstrarvanda Borg- arleikhússins. „Við erum að skoða í sameiningu hvort það sé hægt að gera breytingar á leikhúsinu til þess að tryggja betur rekstrar- grundvöll þess. Ég hef tekið þess- um umleitunum vel.“ ■ RÍKISFANG Kristján Jóhannsson óp- erusöngvari hefur sótt um ítalskt ríkisfang og bíður eftir að það fari í gegnum kerfið á Ítalíu. „Ég á engra kosta völ vegna þess að ef ég er ekki meðlimur Evrópusam- bandsins til fulls á ég enga mögu- leika á að ná til baka þeim pening- um sem ég hef greitt í gegnum tíð- ina í lífeyrissjóði,“ segir Kristján. Kristján hefur frá því hann hóf að syngja greitt ákveðna upphæð af launum sínum í lífeyrissjóði, bæði á Ítalíu og í Þýskalandi. Hann segir að hann einn hafi óskað eftir ríkisfangi af fjölskyldunni, en yngsta barnið sé fætt á Ítalíu og geti sjálft ráðið því þegar þar að kemur hvort ríkisfangið það fær. Drengirnir og Sigurjóna, kona hans, séu íslenskir ríkisborgarar áfram en það eigi eftir að koma í ljós. „Ég reikna með að drengirnir taki afstöðu til þess síðar enda eru þeir ítalskir í hugsun og hafa alist upp þar frá frumbernsku,“ segir hann. Kristján er óhress með að við Íslendingar skulum ekki ganga í Evrópusambandið, við séum öll Evrópubúar og það standi okkur næst. „Við eigum að vera eins og fólk og taka upp evru. Við eigum ekki að vera á öðrum bás.“ ■ KRISTJÁN JÓHANNSSON Verður ítalskur þegn næst þegar hann heimsækir Ísland. Stórsöngvari fær ítalskt ríkisfang: Kristján verður ítalskur Lögreglan í Reykjavík: Hættir að afgreiða vegabréf VEGABRÉF Afgreiðsla vegabréfa í umdæmi lögreglunnar í Reykja- vík færist á mánudag til Útlend- ingastofnunar. Íbúar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi eiga því framvegis að sækja um vegabréf þangað. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að vegabréf hafa síðustu árin verið framleidd hjá Útlendingastofnun og því er eðlilegt að afgreiðsla og útgáfa vegabréfa sé á einni og sömu hendi í Reykjavík. Afgreiðsla Útlendingastofnun- ar er opin frá klukkan 9.00 til 15.30 daglega og er í Skógarhlíð 6. ■ Réttað yfir leyniskyttum: Játningar teknar gildar VIRGINÍA, AP Dómari í máli leyniskyttanna frá Washington hefur úrskurðað að nota megi nær allar játningar Lee Boyd Malvo fyrir rétti. Saksóknurum er þar með heimilt að nota þau orð sem pilturinn lét falla við yfirheyrslu hjá lögreglu gegn honum. Að sögn yfirvalda játaði Malvo að hafa skotið til bana tvö fórnar- lambanna. Verjendur Malvos höfðu farið fram á að játningarnar yrðu útilokaðar frá réttarhöldun- um á þeim forsendum að þær brytu í bága við rétt sakbornings- ins til að tjá sig ekki og sögðu lög- reglu hafa hunsað óskir piltsins um að fá að tala við lögfræðing áður en yfirheyrsla hæfist. ■ Hversdagstippið: Dregið fram í dagsljósið NOREGUR Nemendur í kynlífsfræði við háskólann í Agder í Noregi hafa útbúið myndasafn sem er ætlað er að hjálpa norskum karl- mönnum að fá rétta mynd af kyn- færum sínum, að því er fram kemur í Verdens Gang. Nemendurnir mynduðu átján karlmenn á aldrinum 20 til 70 ára í bak og fyrir og mældu stærð kynfæra þeirra á ýmsa kanta. Markmiðið er að vekja athygli á þeirri staðreynd að tippi eru af öllum stærðum og gerðum og hjálpa þar með karlmönnum að sjá sinn eigin lim í réttu ljósi. „Við viljum kynna hversdagstippið fyrir almenningi,“ segja hinir verðandi kynlífsfræðingar og benda á að sú mynd sem fjölmiðl- ar haldi á lofti sé víðs fjarri raun- veruleikanum. ■ LÖGREGLU- STÖÐIN VIÐ HLEMM Þýðir lítið að sækja vegabréf þangað eftir helgina. FANGELSI „Íslenski sjómaðurinn sem situr í fangelsi í Dubai hefur fengið lögmann sem hefur unnið nokkuð fyrir norska sendiráðið og er alvanur málum sem þessum,“ segir Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu. Sjómaðurinn var tekinn á flugvellinum í Dubai með riffil í farangri sínum. Hann var á heimleið með fjórum íslenskum skipsfélögum sínum eftir að hafa komið Svani RE til nýrra eigenda. Sjómaðurinn lætur vel af sér og segir að aðbúnaður í fangels- inu sé góður en hann er að sjálf- sögu orðinn leiður á að hanga þarna og vill komast heim,“ segir Friðrik Jónsson hjá sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Pétur segir að sjómaðurinn hafi allan tímann verið í sama fangelsinu og fréttirnar af því að hann hafi verið fluttur í fangelsi í Abu Dhabi hafi verið misskiln- ingur. „Við höfðum vonast til þess að málið yrði afgreitt í Dubai sem minniháttar mál. Á laugardaginn var gæsluvarð- haldsúrskurður framlengdur yfir honum og því var honum útveg- aður lögmaður. Ýmislegt bendir til þess að málið sé að færast á annað stig,“ segir Pétur. Alríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna situr í Abu Dhabi. Pétur segir að ef sjómaðurinn verði fluttur í fang- elsi í Abu Dhabi bendi það til þess að málið fari fyrir alríkis- stjórnina. ■ SVANUR RE Íslenski sjómaðurinn situr ennþá í fangelsinu í Dubai. Íslenski sjómaðurinn situr enn í fangelsi: Hefur fengið lögmann STJÓRNMÁL „Félag á borð við Brim myndi þurfa að kaupa af ríkinu aflaheimildir að upphæð 520 millj- ónir króna ef kvótaleigan yrði 10 krónur á hvert þorskígildi, sem er sú tala sem Kristján Möller, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telur lík- lega,“ segir Guð- brandur Sigurðs- son, forstjóri Brims, í grein til starfsmanna fyrir- tækisins. „Líklegra er að kvótaleigan yrði töluvert hærri og ef notuð er sama meðalkvótaleiga og Vinnslustöðin not- aði í útreikningum sínum myndi árleg kvótaleiga Brims vera um 1,5 milljarðar króna eða sem svarar 1,5 milljónum króna á hvern starfsmann. Þetta eru slíkar upphæðir að hvert mannsbarn sér í hendi sér að ekki verður hægt að inna þessar greiðslur af hendi án þess að eitthvað gefi eftir.“ Hann varar við þeim stjórn- málaflokkum sem vilja fara fyrn- ingarleiðina. „Það er óþægileg staðreynd fyrir okkur öll sem störfum í sjávarútvegi að ekki færri en fjórir stjórnmálaflokkar hafa það á stefnuskrá sinni að umbylta greininni án þess að vita nákvæmlega hvað þeir vilja í staðinn. Samfylkingin gengur þar lengst og reynir að innprenta það hjá þjóðinni að sjávarútvegurinn gangi út á það að selja eða leigja kvótann og liggja svo í sólinni á Spáni. Sjávarútvegur er svo miklu, miklu meira en það,“ segir forstjórinn. Miðstjórn ASÍ mótmælti skrif- um forstjórans harðlega. Samtök- in telja hann reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna með ólöglegum hætti. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir ógeðfellt að vita til þess að út- gerðarkóngar eins og Guðbrand- ur Sigurðsson misnoti aðstöðu sína til að beita skoðanakúgun og miðla kolröngum upplýsingum. „Það gerir hann í trúnaðarbréfi til starfsmanna sinna sem hefur þann tilgang einan að koma höggi með rangindum á stjórn- málaflokk eins og Samfylking- una. Útreikningar hans eru kolrangir og virðast byggjast á fullkominni vantrú á lögmál markaðsins.“ Össur segir það fulljóst að út- gerðin muni aldrei bjóða meira í kvótann en hún hafi bolmagn til að greiða. Fyrningarleiðin verði til þess að framboð á aflaheimild- um aukist mikið og verð lækki verulega. „Gera má ráð fyrir að leiguverð á kvóta fari niður í 20 krónur á kíló eins og sérfræðing- ar telja og auðvitað batnar þá samkeppnisstaða lítilla útgerða til muna. Þær útgerðir sem geta lifað við 150 króna leiguverð í dag munu blómstra þá.“ Össur segir þessi ummæli Guðbrands ákaflega ógeðfellda skoðanakúgun. „Útgerðarkóngar eru bersýnilega að misbeita valdi sínu til þess að hræða fólk frá fylgi við einn tiltekinn stjórnmál- flokk. „Svona vinnubrögð hefur maður ekki séð í sjö áratugi og þessir menn eru að færa stjórn- mál aftur á pólitíska steinöld,“ segir Össur Skarphéðinsson. bergljot@frettabladid.is Þetta er ógeðfelld skoðanakúgun Guðbrandur Sigurðsson hjá Brimi ekki sáttur við fyrningarleiðina og bendir starfsmönnum á að hún geti skaðað fyrirtækið. Forstjórinn færir stjórnmálin aftur á pólitíska steinöld, segir formaður Samfylkingarinnar. EIMSKIP Forstjóri dótturfyrirtækisins varar starfsmenn við stefnu stjórnmálaflokka. ■ „Það er óþægi- leg staðreynd fyrir okkur öll sem störfum í sjávarútvegi að ekki færri en fjórir stjórn- málaflokkar hafa það á stefnuskrá sinni að umbylta greininni.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.