Fréttablaðið - 08.05.2003, Page 18

Fréttablaðið - 08.05.2003, Page 18
18 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR XN Nýtt afl XN í þjónustu fyrir fólkið Jón Magnússon fyrrv. form. neytendasamtakanna Í þjónustu við neytendur. Til þjónustu við neytendur og skattgreiðendur. Báknið burt. Ásgerður Jóna Flosadóttir form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Barátta gegn fátækt, fyrir félagslegu jafnrétti og öryggi barna, einstæðra foreldra og eldri borgara. frambjóðendur Nýs Afls í Reykjavík suður Dekurkvöld í Body Shop í Kringlunni milli kl. 18 & 21 Fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar höldum við Dekurkvöld. Komdu og fáðu ráðleggingar um förðun og umhirðu andlitsins hjá förðunarfræðingum The Body Shop. Láttu okkur dekra við þig! Tilboð í tilefni kvöldsins: 1) Vara- & kinnaroði og glær gloss saman með 25% afslætti. Verð nú: 1.395 kr. 2) Glimmerpúður í þremur litbrigðum með 25% afslætti. Verð nú: 1.115 kr. 3) E-vítamínbætt dagkrem með gljááferð og 25% afslætti. Verð nú: 1.115 kr. Ath! Aðeins í kvöld. Sjáumst hressar! í Kringlunni Forsætisráðherra landsinshefur komist að því að á næsta fiskveiðiári verði óhætt að veiða allt að 30 þúsund tonn- um meira af þorski og 21 þús- und tonnum meira af ýsu við Ís- landsstrendur en undanfarin ár. Þessi tíðindi koma þó mér og fleirum ekki á óvart því sjó- menn hafa haldið því fram í mörg undan- farin ár að grunnslóðin sé full af fiski. Þeir hafa talað fyrir daufum eyrum þangað til nú að upplýsingarnar náðu eyrum forsætisráðherra. Þennan aukna kvóta ætti tví- mælalaust að nota til að efla þau byggðarlög á landsbyggðinni sem hafa misst miklar, jafnvel allar, aflaheimildir frá sér und- anfarin ár vegna svokallaðrar „hagræðingar“ í sjávarútvegi. Til að bæta fyrir þennan miska væri rétt að úthluta þess- um aukakvóta, a.m.k. ákveðnum hluta hans ef ekki öllum, í þess- um tilgangi. Þessum kvóta má ekki ráðstafa út úr sveitarfélag- inu og þeir sem fá að nýta hann mega ekki selja hann eða leigja frá sér. Reynist hans ekki þörf skal honum skilað til endurút- hlutunar. Lækkum flutningskostnað Flutningskostnaður hefur stórhækkað í tíð núverandi rík- isstjórnar og dæmi er um 45% hækkun þungaskatts á lengstu leiðum. Enginn stjórnmálamað- ur ber meiri ábyrgð á þessari hækkun en Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, sem lagði niður ríkisstyrkta skipaútgerð. Í staðinn hefur hann með atkvæði sínu stutt álögur á landbyggðarfólk með stórhækkun þungaskatts. Landsbyggðarfólk þarf ekki slíkan þingmann. Lækkun flutn- ingskostnaðar er eitt mikilvæg- asta byggðamálið í dag, hvort heldur er með lækkun skatta af flutningsstarfsemi, niðurfell- ingu ýmissa gjalda sem ganga til ríkisins eða með beinum styrkjum til fyrirtækja í gegn- um skattauppgjör, til dæmis tryggingagjald. Eflum lánastarfsemi Byggða- stofnunar Rekstrarskilyrði fjölmargra fyrirtækja á landsbyggðinni hafa versnað síðustu ár, þar sem þau nutu ekki ávaxtanna af skattkerfisbreytingu ríkis- stjórnarinnar, lækkun tekju- og eignaskatts, eins og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem hagn- ast um 3.000 milljónir meðan fyrirtæki á landsbyggðinni koma út á núlli. Lánastofnanir sem hafa verið að draga úr fyr- irgreiðslu til fyrirtækja á lands- byggðinni gera nú miklu meiri kröfur um veðhæfni, allt undir merkjum hinna einkavæddu banka sem vilja helst af öllu að- eins starfa og lána á höfuðborg- arsvæðinu. Endurlífga þarf rekstrarskil- yrði margra fyrirtækja á lands- byggðinni og það verður best gert með aukinni lánastarfsemi Byggðastofnunar og/eða hlutafé til skamms tíma. Svæðisbundin byggðastefna Markviss byggðastefna þarf að taka mið af styrk og veikleika hvers byggðarlags og land- svæðis og haga þarf aðgerðum í samræmi við það. Í einu byggð- arlagi getur ákvörðun um t.d. 600 tonna byggðatengdan kvóta kippt málum í lag, á öðrum stað getur bygging álvers gert það og á þriðja staðnum getur það verið ákvörðun um að staðurinn verði miðstöð menntunar og tengdrar opinberrar stjórn- sýslu. Það er margra kosta völ og haga þarf seglum eftir vindi. Það sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum og ekki er allt framkvæmanlegt. Framhalds- skólar verða til dæmis ekki byggðir í öllum byggðarlögum en aðstöðu fólks til að senda börnin sín til náms má bæta með „jöfnun námskostnaðar“. Sam- fylkingin vill tvöfalda þá upp- hæð sem veitt er í þessum efn- um. Vilji er allt sem þarf Þessi fjögur atriði myndu á skömmum tíma snúa vörn í sókn á landsbyggðinni. Þetta er senni- lega ein arðsamasta ákvörðun sem komandi ríkisstjórn getur tekið. Ákvörðun sem mun leiða til sparnaðar á fjölmörgum sviðum, svo sem með lækkun atvinnuleys- isbóta og kostnaðar í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu, og hafa í för með sér mikinn þjóð- hagslegan sparnað. Húsnæði og ýmis opinber þjónusta úti um allt land yrði betur nýtt og síðast en ekki síst mun þetta spara sveitar- félögunum á höfuðborgarsvæðinu stórfé í sambandi við alls konar þjónustu sem fylgir nýjum íbúða- hverfum. Þau fjögur atriði sem ég hef nefnt hér að ofan eru öll á stefnuskrá Samfylkingarinnar. Við höfum vilja til að hrinda þeim í framkvæmd á komandi kjörtímabili fáum við til þess stuðning og afl með ríkisstjórn- arþátttöku. ■ Snúum vörn í sókn í byggðamálum Kosningar maí 2003 KRISTJÁN L. MÖLLER ■ í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi skrifar um byggðamál.„Lækkun flutnings- kostnaðar er eitt mikilvæg- asta byggða- málið í dag. Nú eru tveir dagar til kosninga.Skoðanakannanir hafa verið mjög misvísandi um fylgi okkar framsóknarmanna í einstökum kjördæmum, en öllum ber þeim þó saman um að fylgið á landsvísu fari vaxandi. Það er líka í samræmi við það sem við frambjóðendur höfum fundið á vinnustöðum, í verslunar- miðstöðvum, á fundum og annars staðar þar sem við höfum hitt kjós- endur fyrir. Alls staðar hefur okkur verið vel tekið. Fyrir fáeinum vikum varpaði ég því fram í pistli hvort aðrir fram- bjóðendur Samfylkingarinnar en sá í 5. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður væru týndir og tröllum gefnir. Hvað sem því leið fundust þeir alltént í einhverri vöru- skemmu. Í tilefni fundarins var tekin furðuleg mynd af frambjóð- endum í skemmunni, hverjum með sína klisjuna. Fátt var nýtt í þeim efnum. Allt er þetta meira og minna sama liðið og hefur árum og áratug- um saman verið í framboð. Gamalt vín á nýjum belgjum. Nú er það auðvitað svo að eftir að myndin birtist af fundnu fram- bjóðendunum tók fylgi Samfylking- arinnar að snarminnka. Kjósendur mundu nefnilega eftir frambjóð- endunum Össuri, Jóhönnu, Guð- mundi Árna og fleirum. Óhræddir við dóm kjósenda Sígandi lukka er best. Við framsóknarmenn höfum verið málefnalegir og leggjum óhræddir verk okkar og stefnu- mál í dóm kjósenda. Við vitum að kosningar snúast um traust og heiðarleika. Við höfum verið heil í okkar kosningabaráttu, komið fram af skynsemi og án öfga eða ofsa. Kjósendur bera traust til Framsóknarflokksins. Þeir vita að stefna flokksins er vel ígrund- uð, raunsæ og án allra yfirboða. Þeir vita að framsóknarmenn standa við kosningaloforðin. Kjósendur vita líka að frambjóð- endur flokksins er heiðarlegt fólk sem vill af alhug vinna að bættu samfélagi okkur öllum til heilla. Kjósendur vita að til þess er framsóknarmönnum best trey- standi. Þess vegna ætla alltaf fleiri og fleiri að kjósa Fram- sóknarflokkinn í alþingiskosn- ingunum á laugardag - fyrir sig, fjölskylduna og framtíðina. ■ Fylgisaukning Framsóknar Kosningar maí 2003 GUÐJÓN ÓLAF- UR JÓNSSON ■ í 3. sæti framboðs- lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður skrifar um fylgisaukn- ingu Framsóknar- flokksins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.