Fréttablaðið - 15.05.2003, Síða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Og allir
unnu...
Það er magnað hvað allir flokk-arnir komu vel út úr kosningun-
um sem voru um helgina og eru nú
óðum að gleymast. Það er sama
hvert litið er. Allir flokkarnir unnu,
hver einasti einn. Mikil blessun
væri ef það væri alltaf svona þegar
att er kappi, að allir ynnu.
RÍKISSTJÓRNIN vann. Það er
óumdeilt. Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði reyndar fjórum mönnum og
hefur sjaldan mælst minni. Hann
er þó enn stærsti flokkurinn. En
skyldi hann vera sigurvegari
kosninganna? Framsóknarflokkur-
inn vann líka mikinn sigur í þess-
um kosningum, varnarsigur að
vísu, að minnsta kosti að sumra
mati. Flokkurinn tapaði sem sagt
bara lítillega og engum manni.
Það það er því ljóst að varnarsig-
urinn var stórsigur í stöðunni. En
skyldi það vera stærsti sigurinn?
Ekki gott að segja.
STJÓRNARANDSTAÐAN vann
líka, á. Henni tókst að vísu ekki að
fella ríkisstjórnina. Samt vann hver
flokkur um sig sinn sigur, jafnvel
stórsigur. Samfylkingin vann þó að
hún yrði ekki stærsti flokkurinn á
þinginu og Ingibjörg næði ekki
kjöri. Flokknum tókst að minnsta
kosti að sprengja 30% múrinn og
verða stærstur í tveimur kjördæm-
um af sex. Ætli það sé besti árang-
urinn? Ég veit ekki. Vinstri grænir
unnu líka kosningarnar. Ungur
flokkur sem býður fram í annað
sinn festi sig í sessi með því að ná
kjörfylgi síðustu kosninga, nærri
því. Óheppnir voru þeir reyndar að
tapa manni. Skyldi það hafa verið
stærsti sigur kosninganna? Frjáls-
lyndir unnu líka sigur. Þeir tvöföld-
uðu þingmannafjölda sinn, geri aðr-
ir betur. Örlítill skuggi er að vísu að
þeim tókst ekki að tvöfalda fylgið
eins og til stóð og að Margrét náði
ekki inn. Eru þeir aðalsigurvegarar
kosninganna? Kannski!
ÞEGAR ÖLLU er á botninn hvolft
held ég samt að allir hafi tapað.
Meirihlutinn tapaði vegna þess að
hann hefur minni meirihluta en
hann hafði áður og minnihlutinn tap-
aði, þó að hann stækkaði, af því að
hann náði ekki meirihluta. Er þetta
ekki bara niðurstaðan? Ég veit það
ekki. ■
Bakþankar
STEINUNNAR
STEFÁNSDÓTTUR
Reiðskólinn
Hrauni
Fyrir
10-15 ára.
Grímsnesi
S: 897-1992
www.mmedia.is/hrauni