Fréttablaðið - 02.06.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 02.06.2003, Síða 6
6 2. júní 2003 MÁNUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Kr ít Kr ít Hva› ertu a› hugsa? 2. , 16 . og 2 3 jú ní . 28 j úl i o g 25 á gú st . 36 .98 5 V er › kr. á mann 36 .98 5 *Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. **Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna. Takmarkað sætaframboð Sólarplús fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn er sta›festur viku fyrir brottför. * 48 .3 70 k r. ** Sama sólin, sama fríi› bara a›eins ód‡rara PAUL WOLFOWITZ Aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna talar fyrir framan bandaríska her- menn í Suður-Kóreu. Paul Wolfowitz: Herinn efldur KÓREA, AP Paul Wolfowitz, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, boðaði breytingar á skipu- lagi bandaríska hersins í Suður- Kóreu til að verja landið enn frek- ar frá yfirvofandi ógnum frá Norður-Kóreu. Erfiðleikar hafa verið í sam- skiptum Suður-Kóreumanna og Bandaríkjamanna síðan varnar- málaráðuneytið lýsti yfir vilja til að kalla hersveitir heim frá landa- mærum Norður- og Suður-Kóreu. Vaxandi spenna er á Kóreuskag- anum eftir að fréttir bárust um að Norður-Kóreumenn væru að þróa kjarnorkuvopn. ■ Lést við þangskurð ANDLÁT Maðurinn sem drukknaði við þangskurð síðdegis á föstudag hét Valdimar Jónsson, var 52 ára gamall og til heimilis á Króks- fjarðarnesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Valdimar var við þangskurð úti fyrir bænum Skarði á Skarðs- strönd ásamt félaga sínum. Voru þeir hvor á sínum pramma og tók félagi Valdimars eftir því að ekki væri allt með felldu. Gerði hann neyðarlínu viðvart og sigldi til pramma félaga síns. Kom í ljós að Valdimar hafði fallið útbyrðis og hóf félagi hans strax lífgunartil- raunir eftir að hann náði honum upp úr sjónum. Þær tilraunir báru ekki árangur. Valdimar var úr- skurðaður látinn eftir að komið var með hann í land. Að sögn lög- reglunnar á Blönduósi er ekki ljóst hvernig slysið bar að og er málið í rannsókn. ■ ENGINN MEÐ FIMM RÉTTA Eng- inn var með allar lottótölurnar réttar á laugardag. Af því verð- ur fyrsti vinningur tvöfaldur næst. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út. Tölurnar í lottó- inu voru 2, 13, 22, 35 og 36. Bónustalan var 7. KVIKMYNDIR Íslenska teiknimyndin Litla lirfan ljóta hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar á barna- og unglingakvikmyndahátíðinni í Zlin í Tékklandi. Hundruð tékk- neskra barna mættu til sýningar á myndinni í síðustu viku, þar sem leikstjórinn Gunnar Karlsson hélt stutta ræðu í upphafi sýningar. Í flokki leikbrúðu-og teikni- mynda kepptu á fjórða tug mynda, þar af helmingurinn frá Tékklandi og Slóvakíu. Kanadíska myndin I Want a Dog fór með sig- ur af hólmi í flokknum með sam- róma kjöri dómnefndar fullorð- inna og barna. Litla lirfan ljóta er fyrsta ís- lenska barnamyndin sem keppir á þessari barna- og unglingahátíð sem nú er haldin i 43. sinn og er talið að 50 þúsund börn hafi sótt hátíðina að þessu sinni. Stórleikarinn Peter Ustinov var meðal þeirra sem heiðruðu hátíðargesti með nærveru sinni. „Hann man mjög vel eftir heim- sókn sinni til Íslands og er greini- lega mikill tungumálamaður, því hann sagði mörg orð á hárréttri ís- lensku,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, dómari í keppninni, sem átti orðastað við Ustinov. ■ Kvikmyndahátíð í Tékklandi: Margir sáu Litlu lirfuna Öflugar en ekki of íþyngjandi Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar segir að sjálfstæði eftirlitsstofnana verði að vera ótvírætt en þær megi ekki vera of íþyngjandi. Vonir eru í viðskiptalíf- inu um að þetta boði breytingar á starfsemi Samkeppnisstofnunar. STJÓRNMÁL „Mér finnst mjög mikil- vægt að þarna er lögð áhersla á sjálfstæði eftirlitsstofnana hins opinbera. Það er mjög mikilvægt mál,“ segir Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um þann hluta stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um hlutverk eftirlitsstofnana. Þar segir að sjálfstæði þeirra þurfi að vera ótvírætt auk þess sem tryggja þurfi að starfsemi þeirra verði ekki óþarflega íþyngjandi. Síðara atriðið vekur upp spurn- ingar um stöðu Samkeppnisstofn- unar, ekki síst í ljósi þess að mörg- um sjálfstæðis- mönnum hefur þótt stofnunin full frek til athafna. „Mark- mið samkeppn- islaganna eru góð en þau þarf að end- urskoða,“ segir í ályktun síðasta landsfundar þeirra. Ljóst er að ýms- ir í viðskiptalífinu vonast til þess að setningin boði breytingar á starfsemi Sam- keppnisstofnunar. „Ég vona líka að þetta feli í sér breyttar áhersl- ur í samkeppnismálum þar sem brýnar lagabreytingar hafa setið á hakanum,“ sagði Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Sam- taka atvinnu- lífsins, þegar Fréttablaðið ræddi við hann um stefnuyfirlýs- ingu ríkis- stjórnar. „Það sem ég hef lagt áherslu á í minni tíð hér í ráðuneytinu er að styrkja eftirlitsstofn- anirnar, Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið,“ segir Valgerð- ur og vísar til ákvæðisins í stefnu- yfirlýsingunni um sjálfstæði eft- irlitsstofnana. „Það er ekki lítils virði,“ segir hún og bætir við: „Það eru engin áform uppi um að fara í einhverjar breytingar á þessari starfsemi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að löggjöfin er ekki endanleg og það væri ekki skynsamlegt af mér nú að segja að ekki gætu verið gerðar einhverjar breytingar á þessu kjörtímabili.“ brynjolfur@frettabladid.is KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kvikmyndaframleiðandinn Rock Demers hrósar Íslendingum óspart fyrir samvinnuna við gerð söng- og dansmyndarinnar Regínu. Hér er hann a tali við stórleikarann Peter Ustinov. SAMKEPPNISSTOFNUN Hefur vakið litla hrifningu margra sjálfstæðismanna. Aðilar í atvinnulífi hafa kvartað undan því að hún hafi verið of íþyngjandi. „Sjálf- stæði eftir- litsstofnana hins opin- bera þarf að vera ótvírætt og tryggja þarf að starfsemi þeirra verði ekki óþarf- lega íþyngjandi. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Starfsemi eftirlitsstofn- ana verður að byggja á jafnvægi öflugs starfs og þess að starfsemin verði ekki of íþyngj- andi fyrir fyrirtækin. Árni Mathiesen: Vill fara í hart við Norðmenn SJÁVARÚTVEGUR Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kvaðst í sjómannadagsræðu sinni í gær vilja reyna íslenskar veiðar á síld í lögsögu Norðmanna við Sval- barða, þrátt fyrir að engir samn- ingar hafi náðst. Sagði hann stjórnvöld tilbúin til að láta reyna á rétt Íslendinga fyrir alþjóða- dómstólum ef Norðmenn hindra íslensk skip. Í fyrsta skipti um árabil eru samningar ekki í gildi milli þjóðanna um stjórn veiða á síld og loðnu, en Norðmenn hafa krafist þess að Íslendingar minnki veiðar sínar úr norsk-ís- lenska stofninum um helming. Þá sagði Árni að Íslendingar verði að bregðast við ólöglegum veiðum á úthafinu af krafti á alþjóðlegum vettvangi. „Ólögleg- ar veiðar erlendra skipa á úthaf- inu eru vandamál sem sífellt ágerist og hefur nú skotið upp kollinum hér á Norður-Atlants- hafinu í meira mæli en áður,“ sagði hann og bætti við að þriðj- ungur ráðlags afla úthafskarfa væri veiddur í heimildarleysi. Árni varaði við því að umturna fiskveiðistjórnunarkerfinu og sakaði stjórnarandstöðuna um að hunsa vísindin í tillögum sínum um afskriftir kvóta. Hann lagði áherslu á fiskeldi vítt og breitt um landið til þess að efla sjávar- byggðir og fjölga atvinnutæki- færum. Að lokum færði Árni sjó- mönnum árnaðaróskir og þakkir fyrir störf þeirra. ■ SKIPIN TIL SVALBARÐA Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra vill láta reyna á veiðar við Svalbarða óháð samning- um við Norðmenn. ■ Lottó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.