Fréttablaðið - 02.06.2003, Page 7

Fréttablaðið - 02.06.2003, Page 7
■ Lögreglufréttir 7MÁNUDAGUR 2. júní 2003 Bandaríkjamönnum bjargað: Hröktust undan veðri BJÖRGUN Þremur Bandaríkja- mönnum var komið til hjálpar þar sem þeir höfðust við í neyðarskýli í fjörunni við Skaftárós á laugar- dag. Hafði fólkið verið á hringferð um landið á kajökum en hrakist vegna hvassviðris og sandstorms. Fólkið hafði beðið björgunar í neyðarskýlinu í einn og hálfan dag, án matar og drykkjar, þegar það sá hvar þyrla Landhelgis- gæslunnar flaug yfir. Freistaði fólkið þess að ná talstöðvarsam- bandi við áhöfnina í gegnum neyð- arsendi sem var í skýlinu. Það tókst og sóttu björgunarsveitar- menn frá Kirkjubæjarklaustri fólkið á tveimur jeppum. Fólkið var ákveðið að láta ekki deigan síga heldur hélt áfram för sinni um landið. ■ BJÖRGUNARSKIP Björgunarskip Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, Björg frá Rifi, var kallað út. Eldsneyti kláraðist: Bjargað á Breiðafirði BJÖRGUN Björgunarskip Bjargar frá Rifi kom tveimur mönnum til hjálpar eftir að bátur þeirra hafði orðið eldsneytislaus á Breiðafirði. Mennirnir tveir voru á leið frá Breiðuvík til Grundarfjarðar þeg- ar eldsneytið kláraðist. Engir bát- ar voru nærstaddir til að aðstoða þá og ekki aðrar leiðir til að hafa samband við umheiminn en með því að setja neyðarsendi í gang. Björgunarskipið var sent til leitar og fann bát mannanna, sem höfðu ekki skráð sig hjá Tilkynninga- skyldu. Þeir reyndust heilir á húfi og var fylgt til hafnar. ■ KLOFNINGS MINNST Um 5.000 ungverskir þjóðernissinnar fóru í göngu um miðborg Búdapest til að minnast Trianon-samkomulagsins frá 1920 sem kvað á um að austurrísk-ungverska keisaradæmið yrði leyst upp. Síðan dreifðust einstaklingar af ungverskum upp- runa á nokkur lönd. BÍLVELTA Á REYKJANESBRAUT Kona slasaðist lítillega þegar bíll valt á mótum Reykjanesbrautar og Voga- afleggjara á laugardag. Lögreglan í Reykjanesbæ telur víst að slysið hafði orðið vegna mikillar bleytu á veginum. Konan var ein í bílnum. FLUTTUR Á SLYSADEILD Þriggja bíla árekstur varð á mótum Bogatanga og Langtanga í Mosfellsbæ síðdeg- is á laugardag. Einn bíllinn valt við áreksturinn og var ökumaður flutt- ur á slysadeild. Ökumenn hinna bíl- anna fundu til eymsla og ætluðu sjálfir að leita læknis. Allir bílarnir voru dregnir af slysstaðnum. Leiðtogafundur í Frakklandi: Litríkari en venjulega FRAKKLAND, AP Vel fór á með leið- togum átta helstu iðnríkja heims í smábænum Evian í Frakklandi. Fundurinn var heldur litríkari en venjulega, þar sem fulltrúar frá þróunarríkjum sátu fundinn með þessum valdamestu mönnum heims. Ýmislegt er á dagskrá annað en hefðbundin fundahöld. Meðal annars ætlar George Bush, forseti Bandaríkjanna, að funda með Vla- dímír Pútín, forseta Rússlands, og einnig Jacques Chirac, forseta Frakklands. ■ Hringmyrkvinn: Mögnuð upplifun NÁTTÚRAN „Þetta var mögnuð upplif- un,“ segir Þórir Traustason, sem fylgdist með því þegar hringmyrkvi varð í fyrrinótt. Þórir, sem var staddur uppi á Barða á Ingjalds- sandi ásamt ellefu manna hópi, seg- ir ferðalagið hafa verið vel þess virði. „Skilyrði voru mjög góð. Það var léttskýjað og því betra að horfa upp í sólina. Þetta tók í allt klukku- stund þar til sólin var farin að skína skært á ný.“ Þess má geta að þeir sem misstu af hringmyrkvanum á laugardagsmorgun þurfa að bíða í 45 ár eftir næsta tækifæri til að sjá slíkt fyrirbæri frá Íslandi. ■ HRINGMYRKVI Á ÍSLANDI Hópurinn fór út á Ingjaldssand niður að Sæbóli, gekk upp Skáladal og þaðan upp á Barða, þar sem horft var á sólmyrkvann. LJ Ó SM YN D /I N G Ó LF U R AR N AR SS O N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.