Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 14
14 2. júní 2003 MÁNUDAGUR
GUÐMUNDUR E. STEPHENSEN
Lagði Norðurlandameistarann Asamoah
4-1 í borðtennis.
Veganesti fyrir komandi landsleiki:
Metfall landsliðsins
KNATTSPYRNA Af öllum 204 þjóð-
unum á styrkleikalista Alþjóða
knattspyrnusambandsins [FIFA]
sem birtur var fyrir stuttu fellur
engin þjóð um jafn mörg sæti og
Ísland ef tekið er mið af stöð-
unni eins og hún var þann 2. des-
ember 2002. Síðan þá hafa Ís-
lendingar fallið um tólf sæti,
niður í það sjötugasta, og aðeins
Oman verður að sætta sig við
jafn slakan árangur.
Besta staða liðsins var í febr-
úar árið 2000 þegar það vermdi
42. sætið og fallið því orðið niður
á við um 28 sæti frá þeim tíma.
Hástökkvarar þessa síðasta
lista FIFA eru Kúba sem stekkur
upp um 15 sæti, Indónesía sem
hleypur upp um 26 sæti og
Singapúr sem hoppar heil 20
sæti upp listann.
Færeyingar, sem landsliðið
mætir þann 7. júní, eru í 113.
sæti og í því 99. eru Litháar, sem
liðið mætir 11. júní næstkom-
andi. ■
175 keppendur frá
Íslandi:
Leikarnir
settir
SMÁÞJÓÐALEIKAR „Ég held að við
eigum alveg að eiga góða von um
nokkur verðlaun,“ sagði Stefán
Snær Konráðsson, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, um Smáþjóðaleikana
sem hefjast í dag.
Um 175 keppendur frá Íslandi
taka þátt í leikunum að þessu sinni
og etja kappi við 900 aðra kepp-
endur frá sjö öðrum smáþjóðum.
Þær eru Andorra, Lúxemborg,
Mónakó, Liechtenstein, San Mar-
ínó, Kýpur og Malta. Þetta er í tí-
unda skipti sem þeir eru haldnir
og fara að þessu sinni fram á
Möltu og standa til sjöunda júní. ■
SKOTFIMI „Smáþjóðaleikarnir eru
rétti vettvangurinn til að afla okkur
reynslu,“ segir Guðmundur Kr.
Gíslason, einn keppenda Íslands í
skotfimi. „Allir í hópnum eiga
möguleika á að ná sér í verðlaun. Ég
keppti á síðasta móti og náði mér í
bronsið. Ekkert hinna hefur tekið
þátt í Smáþjóðaleikum áður. Við
bindum nokkrar vonir við konurnar,
en þær hafa ekki áður keppt á þess-
um vettvangi. Þær hafa keppt á lög-
reglumótum af og til en ekki á mót-
um sem eru viðurkennd af alþjóða
skotsambandinu.“
Sex Íslendingar keppa í skotfimi
á Smáþjóðaleikunum á Möltu í
næstu viku. Ingibjörg Ásgeirsdóttir
og Kristína Sigurðardóttir úr
Leiftra, íþróttafélagi lögreglu-
manna, keppa í skotfimi á leikun-
um, fyrstar íslenskra kvenna. Þær
keppa í loftskammbyssugreinum
eins og Guðmundur Kr. Gíslason,
Skotfélagi Reykjavíkur, og Anton
Konráðsson, Skotfélagi Ólafsfjarð-
ar. Hilmar Árnason, Skotfélagi
Reykjavíkur, og Pétur Gunnarsson,
Skotfélagi Suðurlands, keppa í leir-
dúfuskotfimi.
„Árangur á síðasta keppnistíma-
bili var látinn ráða vali í liðið. Miðað
við Ólympíulágmarkið en enginn
náði því þó menn kæmust nærri því.
Því voru tveir efstu valdir.“
„Enginn skotmanna okkar kemst
nálægt heimslistanum, en við von-
um að það fari að breytast því að-
staðan er að gjörbreytast. Með til-
komu Egilshallarinnar batnar að-
staða loftbyssugreinanna verulega.
Haglabyssan er þess eðlis að strák-
arnir hafa örfáa mánuði á ári. Það
má segja að sé fyrst og fremst veð-
urfarslegt vandamál með utanhúss-
greinarnar. Við sendum einn þátt-
takanda á síðustu Ólympíuleikum.
Hann átti þangað fullt erindi en
gekk ekki nógu vel í lokin.“
„Í haglabyssunni eru Kýp-
verjarnir á heimsmælikvarða. Þeir
eru að vinna stóru mótin svo það
verður við ramman reip að draga
þar. Á góðum degi eiga okkar menn
alveg að geta kroppað í þá og verð-
launasæti alls ekki fjarlægt ef
menn halda sig á jörðinni.“
„Smáþjóðaleikarnir eru ekki við-
urkennd keppni til að ná Ólympíu-
lágmarki. Við fengjum ekki viður-
kenndan árangur þar eins og sundið
og frjálsar íþróttir. Þetta er mikið
strangara í skotfiminni. Aðeins mót
á vegum alþjóða skotsambandsins
(ISSF) og álfuleikarnir, t.d. Evrópu-
meistaramótið, bandaríska meist-
aramótið og Asíuleikarnir gefa
möguleika á að skjóta sig inn á
Ólympíuleikana. Árangur á danska
og þýska meistaramótinu er ekki
nægjanlegur heldur.
„Það er ekki útlit fyrir að við för-
um á Ólympíuleika á næstunni. Við
höfum heldur ekki sótt um uppbót-
arsæti eins og hægt er í þessum
greinum. Við teljum okkar fólk ekki
nægilega vel í stakk búið þó unnið
sé hörðum höndum að því að bæta
úr því. Við förum á Evrópumeist-
aramót og önnur stærri mót ef
menn eiga erindi þangað.“ ■
Þrátt fyrir stöku áföll er stangveiði á góðu róli:
Sjóbirtingsveiði
fer mjög vaxandi
VEIÐAR „Stangveiði á Íslandi fer
vaxandi um allt land,“ sagði Guðni
Guðbergsson hjá Veiðimálastofn-
un um nýlega skýrslu sína um lax-
og silungsveiði á Íslandi árið 2002.
„Við erum ánægðir með það því
það sýnir að það er fremur upp-
sveifla í laxastofnum en hitt. At-
hyglisverð er einnig vaxandi til-
hneiging veiðimanna að veiða og
sleppa laxi. Þeir sleppa tæpum
18% veiðinnar og það er í sam-
ræmi við það sem gerist víða er-
lendis þó þar sé talsvert meiru
sleppt. Hluti ástæðunnar er að
stórlax hefur verið að skila sér illa
undanfarin ár og veiðimenn hlífa
stórlaxinum, sérstaklega hrygn-
um, eftir að við óskuðum eftir því.“
Guðni sagði enn fremur að
netaveiði tilheyrði að mestu leyti
liðinni tíð. „Þegar veitt er í net er
ómögulegt að segja til um upp-
runa fisksins, hvort hann kemur
úr litlum stofni eða stórum og
þetta vilja menn vita í dag. Annað
sem menn taka eftir er mjög auk-
in sjóbirtingsveiði um allt land,
sérstaklega vestanlands. Fleiri og
fleiri veiða silung enda ekki á
allra færi að kaupa sér laxveiði-
leyfi.“ ■
MONTOYA FAGNAR SIGRI
Juan Pablo Montoya ók til sigurs í erfiðri
götukeppninni í Mónakó.
Tuttugu ára bið að baki:
Spennandi í
Mónakó
FORMÚLA1 Williams-liðið vann sinn
fyrsta sigur í Mónakó í 20 ár, þökk
sé Juan Pablo Montoya frá
Kólumbíu. Kimi Räikkönen sem
leiðir stigakeppni ökumanna varð
annar og Michael Schumacher
þriðji.
Keppnin í Mónakó þykir vera
ein sú erfiðasta vegna þess að
keppt er á götum borgarinnar en
ekki á kappakstursbraut eins og
venja er. Hraðinn verður minni
fyrir vikið, mun fleiri krappari
beygjur og fá tækifæri til að kom-
ast fram úr.
Juan Pablo Montoya fer við
þennan sigur í þriðja sæti í stiga-
keppni ökumanna en staða efstu
manna, Räikkönen og
Schumacher, breytist ekki. ■
16.40 RÚV Helgarsportið. Fjallað
verður um helstu íþróttaviðburði helgar-
innar.
19.00 Sýn Bein útsending frá leik
Vals og Þróttar í Landsbankadeild karla.
21.45 Sýn Spænsku mörkin. Þáttur
um leiki 36. umferðar spænsku 1. deild-
arinnar.
22.20 RÚV Smáþjóðaleikarnir á
Möltu. Samantekt af keppni dagsins.
22.40 Sýn Olíssport. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og erlend-
is.
22.50 Skjár 1 Mótor - Sumarsport.
Þáttur um akstursíþróttir.
23.10 Gillette-sportpakkinn. Íþróttir
um víða veröld.
KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ
Ísland og Oman falla mest allra liða á sex
mánaða tímabili.
Allir eiga möguleika
á verðlaunum
Sex Íslendingar keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Kristína Sig-
urðardóttir keppa í skotfimi á leikunum, fyrstar íslenskra kvenna.
SKOTFIMI
Landsliðið í skotfimi keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu.
BJART FRAM UNDAN Í STANGVEIÐI
Úttekt sýnir að stangveiði fer vaxandi á
öllu landinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
hvað?hvar?hvenær?
28 29 31 2 3 4 5
JÚNÍ