Fréttablaðið - 02.06.2003, Side 46

Fréttablaðið - 02.06.2003, Side 46
KVIKMYNDAGERÐ „Já, þetta er ágætis orðrómur,“ segir Þor- steinn J. Vilhjálmsson dagskrár- gerðarmaður um hvort hann sé að vinna að heimildarmynd sem byggir á því sem kallað hefur verið Stóra málverkafölsunar- málið. Nú hlýtur að styttast í að Pét- ur Guðgeirsson dómari kveði upp dóm í Héraðsdómi Reykja- víkur yfir þeim Pétri Þór Gunn- arssyni og Jónasi Freydal. Flest- ir gera ráð fyrir því, vegna um- fangs málsins, að þaðan fari málið beina leið fyrir Hæstarétt – hvernig sem dómur fellur. Þorsteinn segir myndina á at- hugunarstigi, eins og hann kall- ar það, en hana hyggst hann vinna í samstarfi við Saga film. Þorsteinn hefur þegar þegið styrk frá Kvikmyndasjóði til handritsgerðar. Vinnutitillinn er „Án titils“ sem er viðeigandi að sögn Þorsteins – og þá í margvís- legum skilningi. Nokkrir kvik- myndagerðarmenn hafa fylgst með fölsunarmálinu af mikilli athygli og sjá greinilega á því ýmsa forvitnilega fleti sem vert væri að festa á filmu. Það kemur Þorsteini ekki á óvart, þetta sé ákaflega spennandi mál sem varðar raunar samanlagða lista- sögu Íslands. Hjálmar Blöndal er einn þeirra sem renna hýru auga til þessa umfjöllunarefnis en hann hefur setið hugmyndafundi um hugsanlega heimildarmynd ásamt Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni. Hjálmar fjallaði reyndar um fölsunarmálið hið fyrra sem blaðamaður og gerði sér ferð til Danmerkur til að kynna sér nánar hvernig mál- verkahöndlun fer fram og hitti þar meðal annarra Jónas Frey- dal. Heimildamyndin er þó á al- geru hugmyndastigi og Hjálmar neitar alfarið að tjá sig um mál- ið. ■ 26 2. júní 2003 MÁNUDAGUR Listir ÞORSTEINN JOÐ ■ Kvikmyndagerðarmenn eru áhugasam- ir um Stóra málverkafölsunarmálið og að minnsta kosti tvær heimildarmyndir þar um eru á teiknborðinu. PERSÓNAN „Ég er hamingjusam- lega einhleypur maður,“ segir Andri Óttarsson, sem nýlega tók sæti í Útvarpsráði. Miklar breytingar urðu á skip- an útvarpsráðs eftir kosningar en aðeins tveir af sjö útvarpsráðs- mönnum sitja áfram: Sjálfstæðis- mennirnir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Anna K. Jóns- dóttir. Nýir eru Páll Magnússon frá Framsókn, Svanfríður Jónas- dóttir og Ingvar Sverrisson Sam- fylkingu. Frá Frjálslyndum kem- ur svo Sigurður Ingi Jónsson og þriðji maður sjálfstæðismanna er svo Andri Óttarsson. Hann er 28 ára gamall héraðs- dómslögmaður hjá Lögmönnum við Austurvöll en hann útskrifað- ist frá Háskóla Íslands árið 2001. Andri hefur starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins en hann hef- ur vakið athygli fyrir snarpa pist- la á vefsíðunni Deiglan.com. „Já, ég er aðstoðarritstjóri og pistlahöfundur á Deiglunni og hef skrifað tölvuvert af pistlum þar – meðal annars um fjölmiðla. En ég hef enga beina reynslu aðra af þeim sem slíkum.“ Andri gerir sér fulla grein fyr- ir því að útvarpsráð sé umdeilt fyrirbæri en hann telur mikil- vægt að styrkja sjálfstæði Ríkis- útvarpsins. Persóna Fréttablaðsins er Reykvíkingur í húð og hár. Móðir hans er Guðbjörg Sigurðardóttir, sem starfar hjá forsætisráðuneyt- inu. Fósturfaðir hans er Skúli Kristjánsson og kynfaðir er Óttar Guðmundsson. Áhugamál Andra eru einkum faglegs eðlis, lög- fræði, skriftir og pólitík, þó ekki sé á dagskrá hjá honum að leita pólitísks frama á næstunni. Hann tók þó þátt í stúdentapólitíkinni og var um hríð oddviti Vöku í Stúd- entaráði og er núverandi stjórnar- formaður Félagsstofnunar stúd- enta. ■ Persónan ANDRI ÓTTARSSON ■ Tók nýlega sæti í Útvarpsráði og er 3. maður Sjálfstæðisflokks í ráðinu. Hann er lögmaður auk þess sem hann er stjórnar- formaður Félagsstofnunar stúdenta og skrifar reglulega snarpa pistla á deigl- an.com Lögmaður í Útvarpsráð ANDRI ÓTTARSSON Hann les ógrynni og er alæta á bókmenntir. Að öðru leyti eru áhugamál hans einkum faglegs eðlis: lögfræði, skriftir og pólitík. Fjallað um meinta falsara SVAVARS-VERK? Olía á striga – 66 x 76 sm. Skúli Mogen- sen athafnamaður keypti þetta verk í Kunsthallen fyrir 40 þúsund danskar. Það er ekki langt síðan íbúarRaufarhafnar og Þórshafnar kvörtuðu undan því að útsending- ar Ríkisútvarpsins og Sjónvarps næðust ekki nema með herkjum eða alls ekki. Þetta varð til þess að Guðný Hrund Karls- dóttir sveitar- stjóri skrifaði Tómasi Inga Olrich menntamála- ráðherra og fór þess á leit að hann beitti sér fyrir um- bótum á út- sendingum eða því að Raufar- hafnarbúar fengju afnotagjöld sín felld niður. Kristján Möller tók málið upp á Alþingi síðasta haust og óskaði eftir jólasveini sem gæfi íbúunum betri útsend- ingu í jólagjöf svo þeir þyrftu ekki að eyða jólunum úti í bíl hlustandi á útvarpsútsendingar sem menn næðu ekki nema með því að keyra út fyrir bæinn. Jóla- sveinninn kann að hafa verið lengi á ferðinni en nú er svo komið að Ríkisút- varpið hefur sett upp senda og stórbætt gæði útsend- ingarinnar í Þórshöfn og Raufarhöfn. Sumir hafa reyndar á orði að bættu útsendingarnar hafi rétt svo komið tímanlega til að íbúar Raufarhafnar gætu fylgst með fréttum útvarps og sjónvarps af slæmum tíðindum í atvinnumálum sínum. Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Þrátt fyrir breytingar á útvarpsráði mun ráðið eftirleiðis sem áður flækjast fyrir eðilegri og frjálsri fjölmiðlun í landinu. Hrósið Hrósið fær Lúðvík Geirsson,bæjarstjóri í Hafnarfirði, fyrir að baka afmælistertu handa bæjarbúum í tilefni 95 ára af- mælis bæjarins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.