Fréttablaðið - 02.06.2003, Síða 47
27MÁNUDAGUR 2. júní 2003
■ Nýjar bækur
Í sumar bjóðum við upp á nám í nagla-
skólanum þar sem við útskrifum nagla-
fræðinga með alþjóðleg réttindi.
Kennari: Sigríður M. Gudjohnsen, snyrti-
og naglafræðingur.
Auk þess bjóðum við upp á styttri nám-
skeið í varanlegri förðun (tattoo). Kenn-
ari: Hulda Jónsdóttir, meistari í snyr-
tifræði.
Su-do airbrush helgarnámskeið, brúnku-
meðferðir, tímabundið tattoo líkams-
förðun, naglaskreytingar. Kennari: Jó-
hanna Þorvaldsdóttir, nagla og Su-do
meistari.
Kennt verður í skólanum í Kópavogi og
á Akureyri.
Upplýsingar í síma 588 8300.
Sumarskóli Professionails
Notaðu sumarið til að láta
drauma þína rætast
setjast þeir allir inn á nýmálaðar
skrifstofur. Reyndar eru skrif-
stofurnar ekki nema 17 því einn
hinna nýkjörnu, Árni Magnús-
son, fór beint í félagsmálaráðu-
neytið sem ráðherra.
„Innanhúsarkitektinn okkar
segir að það sé einfaldlega hag-
kvæmara og fljótlegra að rúlla
einu sinni yfir með málningu en að
þrífa,“ segir Helgi Bernódusson,
aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis.
„En við hreyfum ekki við öðru og
notum gömlu húsgögnin þó nýir
menn fái skrifstofurnar. Þeir fá þó
nýjar tölvur og gömlu þingmönn-
unum er gefinn kostur á að kaupa
sínar á matsverði.“ ■
ALÞINGI Iðnaðarmenn hafa að
undanförnu verið að mála skrif-
stofur þeirra þingmanna sem nú
setjast nýir á löggjafarsamkund-
una. Alls voru 18 nýir þingmenn
kjörnir í síðustu kosningum og
Betra að mála en þrífa
ALÞINGI
Gömlum þingmönnum boðið að kaupa tölvur sínar á matsverði.
Egill Helgason hefur um ára-tugaskeið verið með dyggari
áhangendum KR-liðsins í fót-
bolta. Hann hefur verið virkur í
KR-útvarpinu, mætt reglulega á
herrakvöld KR og man jafnvel
leiki KR-liðsins allt frá dögum
Þórólfs Beck. Hann hefur hins
vegar ekkert látið sjá sig í
Frostaskjólinu, heimavelli KR-
inga, það sem af er leiktíð. Egill
hefur haft á orði að hann sé orð-
inn Valsari og er þá bleik brugð-
ið. Óstaðfestar heimildir herma
að honum hugnist ekki að vera í
sama liði og þeir Hjörtur Niel-
sen og Óli Björn Kárason, sem
eru eitilharðir KR-ingar jafn-
framt því að tengjast eignar-
haldi á Skjá einum.
Ljóðabókin Týndur á meðal
orða, eftir Hörð Gunnarsson,
er komin út hjá bókaforlaginu
Pjaxa. Hörður er fæddur árið
1962 og þetta er önnur ljóða-
bók hans. Bókin er 96 blaðsíð-
ur.
Fréttiraf fólki