Fréttablaðið - 13.06.2003, Síða 22
FÖSTUDAGUR 13. júní 2003
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Hva› ertu
a› hugsa?
17
.
og
2
4.
j
ún
í o
g
22
.
jú
lí.
V
er
›
kr.
á mann
36
.9
67
*Innifalið:
Flug, gisting, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna
og 2 börn 2ja-11 ára.
**Innifalið:
Flug, gisting, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna.
Takmarkað sætaframboð
Sólarplús
fiú velur dagsetningu,
bókar og grei›ir
sta›festingargjald.
Gistista›urinn er sta›festur
viku fyrir brottför.
*
48
.3
55
k
r.
**
Sama sólin, sama fríi›
bara a›eins ód‡rara
Po
rt
úg
al
Po
rt
úg
al
36
.9
67
TÓNLIST Sumartónleikar í Skál-
holtskirkju hefjast laugardaginn
28. júní og standa fram á verslun-
armannahelgina, 4. ágúst. Sumar-
tónleikarnir hafa verið ein stærs-
ta tónlistarhátíð landsins á hverju
sumri í hartnær þrjátíu ár. Þeir
hafa fest sig í sessi í íslensku tón-
listarlífi og eru vel sóttir bæði af
innlendum og erlendum ferða-
mönnum og tónlistaráhugamönn-
um. Það er sérstaða þessarar há-
tíðar að aðgangur er ókeypis enda
stendur kirkjan ávallt öllum opin.
Tónleikarnir verða haldnir kl.
15 og 17 á laugardögum og kl. 15 á
sunnudögum. Messa er á sunnu-
dögum kl. 17 en tónlistarflutning-
ur hefst kl. 16.40 fyrir messu. Fyr-
irlestrar tengdir tónleikahaldinu
eru í Skálholtsskóla á laugardög-
um kl. 14.00. Tónlistarmenn, inn-
lendir sem erlendir, eru í Skál-
holti allan hátíðatímann og þar
sem æfingar fara fram í kirkjunni
má segja að kirkjan ómi af tónlist
allan þennan sumartíma.
Hátíðin hefst laugardaginn 28.
júní kl. 15 á tónleikum til heiðurs
Gunnari Reyni Sveinssyni sjötug-
um. Flutt verða eftir hann trúarleg
söngverk og orgelverk. Flytjendur
eru Kammerkór Suðurlands undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarsson-
ar, organista Skálholtskirkju, og á
orgel leikur Kári Þormar. Á undan
tónleikunum verður erindi í Skál-
holtsskóla þar sem Atli Heimir
Sveinsson tónskáld mun fjalla um
tónverk Gunnars Reynis Sveins-
sonar.
Þessa fyrstu helgi eru að
venju tvær tónleikaefnisskrár á
laugardegi og sunnudegi. Kamm-
erhópurinn Contrasti mun á
seinni efnisskránni flytja nú-
tímatónlist og tónlist frá endur-
reisnartímanum, auk þess sem
frumflutt verður verk eftir Oli-
ver Kentish.
Í sunnudagsmessunni klukkan
17 verða flutt trúarleg verk eftir
Gunnar Reyni Sveinsson en prest-
ur er sr. Egill Hallgrímsson. ■
SKÁLHOLTSKIRKJA
Sumartónleikarnir í kirkjunni hafa fyrir
löngu fest sig í sessi sem stærsta sumar-
tónlistarhátíð ársins.
Tónlistarveisla í Skálholti:
Fastur liður í þrjátíu ár
TÓNLIST „Þeir geta nú verið stoltir
af því hér fyrir austan að vera
bæði með jazzhátíð og óperustúd-
íó“, segir Árni Ísleifsson, sem
stendur fyrir Jazzhátíð Egilsstaða
sextánda árið í röð dagana 27. og
28. júní. „Þessi hátíð spratt nú eig-
inlega upp úr brandara en sumar-
ið 1987 var ég á gangi í góðu veðri
á Egilsstöðum ásamt Steini Stein-
grímssyni, píanista úr KK sextett,
og hann sagði við mig: „Hér þyrfti
að vera jazz“. Og árið eftir var
fyrsta jazzhátíðin haldin á Egils-
stöðum.
Fyrra kvöldið treður átta
manna Blues & Brass hljómsveit
upp. Hana skipa Garðar Harðar-
son, Þorleifur Guðjónsson, Anna
Lilja Karlsdóttir, Bára Sigurjóns-
dóttir, Grétar Sigurðarson, Ragn-
ar Eymundsson, Halldór Bene-
diktsson og Árni sjálfur.
„Á laugardeginum bjóðum við
svo upp á skandinavískan kvinde-
jazz“, segir Árni en þá leikur
danska kvennasveitin Sophist-
icated Ladys ásamt norsku jazz-
söngkonunni Hilde Hefte. Þær
koma hingað með sérstökum
stuðningi frá Nordisk Kulturfond
sem setur það sem skilyrði að
listamenn komi frá tveimur lönd-
um og sýni í því þriðja.“
Árni segir hátíðina ætíð vel
sótta. „Hingað kemur meira að
segja fólk alla leið frá Reykjavík
og margir gæta þess að vera á
hringveginum í námunda við Eg-
ilsstaði þegar líður að hátíðinni.“
Árni segist þegar vera byrj-
aður að skipuleggja hátíðina að
ári enda taki það sinn tíma að
smala listamönnum saman „þó
það komist nú alltaf færri að en
vilja“. ■
ÁRNI ÍSLEIFSSON
Heldur Jazzhátíð Egilsstaða í sextánda sinn í ár og er þegar farinn að huga að næstu hátíð enda í mörg horn að líta.
Jazzhátíð Egilsstaða:
Hér þyrfti að vera jazz
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI