Fréttablaðið - 13.06.2003, Qupperneq 33
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
Hver er pælingin með þetta góðaveður á Íslandi undanfarið? Ég
hef staðið í þeirri meiningu að við
byggjum á eyðilegum skallabletti
þar sem alltaf væri rok og maður
þyrfti alltaf að öskra á vini sína þeg-
ar maður gengi með þeim utandyra.
Ég hef gert ráð fyrir að eyða ævinni
í grámyglulegum rigningarsudda
sem feykist beint í andlitið á manni
alla tíð. Undir þetta hef ég búið mig
og hef fyrir löngu sætt mig við. Ég
er Íslendingur.
EN SVO KEMUR BARA svona
gott veður og maður verður alveg
lens. Hvað á maður að gera? Fara í
stuttbuxur? Sitja á kaffihúsi? Vera
úti? Hætta að vinna? Taka langt há-
degishlé? Liggja á strönd? Á maður
að fara með teppi í Hljómskálagarð-
inn eins og einhver iðjuleysingi og
liggja þar og sötra kalt rósavín og
borða perur? Á maður kannski að
fara að ganga um í þunnum flaksan-
di hörbuxum? Klæðast hvítum póló-
bol og röndóttum sumarjakka, með
hatt og baguette undir annarri hend-
inni og Le Monde í hinni? Ég meina:
Hver er pælingin? Hvar er rokið?
ÉG ER UGGANDI. Langvarandi
logn af því tagi sem verið hefur í
miðborg Reykjavíkur í þessari viku
getur ekki vitað á gott. Það er eitt-
hvað í aðsigi. Að maður skuli fá
svitaperlur á ennið þegar maður
keyrir Hringbrautina er í meira lagi
grunsamlegt. Ég segi ekki annað. Ég
dreg hikandi niður bílrúðuna til þess
að kæla mig niður. Mjög hikandi. Ég
er nefnilega ekki viss um að ég vilji
taka þátt í þessum skrípaleik. Það er
eitthvað óeðlilegt við þetta veður.
Sanniði til.
ÞEGAR ROKIÐ KEMUR AFT-
UR munið þið hugsa til þessara
orða. Íslendingseðlið er ríkt. Of gott
veit á vont. Velgengni til hrakfara.
Góðæri til kreppu. Hamingja til
þunglyndis. Eins og sannur Íslend-
ingur ætti maður náttúrulega að
fussa og sveia yfir góða veðrinu og
neita að fara út. Svona flottræfils-
háttur í veðurfari er engum til góðs.
Uss. Svei. Rokið verður gríðarlegt
þegar það kemur aftur. Og rigning-
in? Hún verður ofsafengin. Miklar
hamfarir í aðsigi, segi ég. Miklar
hamfarir.
Hvar er rokið?