Fréttablaðið - 23.06.2003, Page 28
49 ÁRA „Ég ligg nú rúmfastur
þannig að það verður ekki mikið
um hátíðir“, segir Matthías Viðar
Sæmundsson, dósent í íslenskum
bókmenntum, en hann verður 49
ára í dag. „Ætli ég bjóði ekki
nokkrum góðum vinum í kvöld-
mat og við gerum úr því góða
kvöldstund,“ bætir Matthías við,
en hann dvelur í Kaupmannahöfn
um þessar mundir.
„Ég hef verið að viða að mér
efni í ævisögu Héðins Valdimars-
sonar og var í Edinborg í vetur og
kom hingað fyrir mánuði síðan.
Ég verð í Danmörku í sumar en í
haust taka kennslan og hvers-
dagsleikinn við aftur.“
Matthías segist eiginlega
aldrei hafa haldið upp á afmælið
sitt.
Matthías hefur greint frá því
að hann sé búinn að komast að því
að það sem hefur keyrt hann
áfram í gegnum lífið sé „ekki
óeigingjörn ást á fræðum og bók-
menntum, ekki hégómleg löngun í
prófgráður eða félagslegan
frama, ekki fórnfús kærleikur í
garð stúdenta, ekki þekkingarvilji
aldanna, ekki það og því síður
þetta; „nei, það er helvítið hann
Byron lávarður, spurningin forð-
um daga sem hefur knúið mig
áfram, hún er mín Lacanska eyða,
þögnin sem ég hef reynt að breiða
yfir allan þennan tíma með
kennslu, reiki og skrifum. Nema
hvað nú skal flöktinu og flóttan-
um lokið, 25 ára stúdentsafmæli
er í nánd, og áður en næsta ár er
liðið mun ég hafa gefið út Ljóð-
mæli Bretatröllsins með neðan-
málsgreinum um Gísla Brynjúlfs-
son.“
Ekkert bólar hins vegar á ljóð-
mælum Bretatröllsins en Matthí-
as vill ekki útiloka að hann ljúki
þessu verkefni lífs síns fyrir
fimmtíu ára afmælið. „Það er
margt hægt að gera á einu ári.
Það hefur mikið verið þýtt eftir
hann og það væri gaman að taka
þetta saman, enda hefur hann haft
ótrúleg áhrif á íslenska ljóðagerð
og jafnvel stjórnmálaumræðu
líka. Hver kynslóð á auðvitað sína
rómantísku töffara en það er vel
við hæfi að endurvekja áhuga
fólks á Byron.“
thorarinn@frettabladid.is
28 23. júní 2003 MÁNUDAGUR
Tveir Hafnfirðingar stóðu og héldutommustokk upp að fánastöng þegar
maður kom gangandi framhjá:
Hvað eruð þið að gera? spurði maður-
inn.
Við erum að mæla fánastöngina.
Af hverju leggið þið hana ekki niður?
Kjáninn þinn, við ætlum að mæla hæð-
ina en ekki lengdina!!
■ Mánudagsmatur ■ Jarðarfarir
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
Afmæli
MATTHÍAS VIÐAR
SÆMUNDSSON
■ dósent í íslenskum bókmenntum ligg-
ur rúmfastur í Kaupmannahöfn, líkt og
Jónas Hallgrímsson forðum og sér því
ekki fram á mikil hátíðarhöld á 49 ára af-
mælinu í dag.
Það er svo æskutengt,“ segirBjörk Jakobsdóttir leikkona,
sem er á hringferð um landið með
sýningu sína Sellófon. „Ýsan kem-
ur fyrst upp í hugann sem mánu-
dagsmatur. Heima hjá mér var
alltaf soðin ýsa með kartöflum og
hamsatólg. Mánudagsmaturinn
hjá mér er meira svona nútímaút-
færsla af þessu. Steiktur fiskur
eða fiskibollur eru á mínum borð-
um á mánudögum.“ ■
Glímt við
rómantískan töffara
MATTHÍAS VIÐAR
SÆMUNDSSON
„Mér hefur fundist það
vera lítil ástæða að fagna
því að maður sé að fær-
ast nær grafarbakkanum
en það getur verið að ég
geri eitthvað á fimmtugs-
afmælinu eftir ár.“
13.30 Hulda Pálsdóttir, frá Hrafnafelli,
verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju 23. júní.
13.30 Jóhann Kristinn Guðmundsson,
Sóltúni 28, verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju 23. júní.
15.00 Kristín Þ. Magnúsdóttir, frá Viðey,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju 23. júní.
13.30 Guðmundur Hermannsson, fyrrv.
yfirlögregluþjónn, verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju 24. júní.
13.30 Guðrún Árnadóttir, Hrafnistu
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju 24. júní.
13.30 Guðmundur Þórðarson, frá Kíl-
hrauni, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju 24. júní.
■ Andlát
Þórey Sverrisdóttir, Ásbraut 9, lést 15.
júní.
Borgþór Ómar Pétursson, Vesturvangi
1, lést 19. júní.
Hjördís Gréta Gunnarsdóttir lést 19.
júní.
Þorbjörg Samsonardóttir Maher lést 9.
júní.
...og nauma for-
ystu hefur Korn-
fleksístra og
Fílapensladólgur á
hælum hennar...
Pældu í
þessum
nöfnum...
Í miðjum hópnum
eru Gul Spægipylsa,
Konungur Fletti-
rekkans og Bóbó
Bjór... og Epískt
Loftgat með gríðar-
legan sprett...
Hvar fá
þeir eigin-
lega þessi
nöfn?
Veit ekki...
Kannski eru
hestamenn með
einhvern snaróðan
sértrúarprest sem
gefur bykkjunum
nöfn á koksuðu
sýrutrippi...
HAHA-
HA! Það
væri
málið!
Á sama
tíma í
Víðidal...
..OG SKALTU
HEITA RAFALL
BLÓÐSKAFL!!!