Fréttablaðið - 23.06.2003, Síða 31
Það gekk mikið á í bókaversl-unum Máls og menningar á
Laugavegi og Pennans-Eymunds-
son í Austurstræti eftir miðnætti
aðfaranótt laugardagsins 21. júní
þegar búðirnar voru opnaðar sér-
staklega vegna
útkomu fimmtu
bókarinnar um
Harry Potter.
Báðar búðirnar
áttu um 200
eintök af bók-
inni og
skemmst er frá
því að segja að
þau seldust upp
áður en nóttin
var öll. Eitthvert magn hafði ver-
ið selt í forsölu hjá Pennanum en
það sem eftir var kláraðist á 20
mínútum. Þeir sem gripu í tómt
á laugardaginn eða nenntu ekki
að taka þátt í atinu verða að bíða
í nokkra daga eftir bókinni eftir-
sóttu, en von er á næstu sendingu
í verslanir í lok vikunnar.
Fréttiraf fólki
MÁNUDAGUR 23. júní 2003
Forlagið hefur tryggt sér út-gáfuréttinn á hinni bein-
skeyttu þjóðfélagsrýni Ósk-
arsverðlaunahafans Michael
Moore, Stupid White Men, og bók-
in er væntanleg í íslenskri þýð-
ingu í október. Bókin er fyrst og
fremst skrifuð fyrir Bandaríkja-
menn en það virðist ekki koma að
sök. Hún hefur vakið mikla at-
hygli úti um víða veröld enda hik-
ar Moore ekki við að saka George
W. Bush um valdarán og rekur
sjúkt ástand bandarísks þjóðfé-
lags til þeirrar ógæfu að heimskir
hvítir karlmenn ráði þar lögum og
lofum.
„Bókin er í raun stórmerkilegt
fyrirbæri og alla jafna gerðu
menn ekki ráð fyrir að hún myndi
ferðast vel á milli landa,“ segir
Kristján B. Jónasson, útgáfustjóri
Forlagsins. „Við höfnuðum henni
á sínum tíma en skiptum um skoð-
un, svona eins og gengur og gerist
í þessum bransa, eftir alla athygl-
ina sem Moore fékk fyrir heimild-
armyndina Bowling for Col-
umbine.“
Kristján segir bókina hafa not-
ið ótrúlegra vinsælda í Þýskalandi
og Hollandi, þar sem hún hefur
þegar verið þýdd. „Þá hefur hún
einnig selst mjög vel í Ástralíu og
Kanada og þessi bók staðfestir
það í raun og veru að innanhúss-
mál þessa eina stórveldis jarðar-
innar koma okkur öllum við.“
Stupid White Men var tilbúin
til dreifingar í Bandaríkjunum
þann 11. september 2001 en útgef-
andinn reyndi að fá Moore til að
endurskoða hana og draga úr
árásum á Bush eftir hryðjuverka-
árásirnar þennan örlagaríka dag.
Hann lét þó ekki undan enda sá
hann fram á að þurfa að endur-
skrifa um helming bókarinnar og
henni var því kippt út af útgáfu-
lista. Vegna þrýstings frá almenn-
ingi var hún að lokum gefin út
óbreytt og skaust undir eins upp í
toppsæti sölulista New York
Times. ■
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verð-
ur selt inn á framhaldsaðalfund Leikfélags
Reykjavíkur.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Sigurður Skarphéðinsson.
Stangarstökk og kúluvarp.
Kid Rock.
MICHAEL MOORE
Moore vakti heimsathygli þegar hann tók við Óskarsverðlaununum fyrir Bowling for Col-
umbine og fordæmdi stríðið í Írak og lét Bush forseta fá það óþvegið. Hann er þó ekki
síður þekktur í Bandaríkjunum fyrir bækur sínar Downsize This! og Stupid White Men,
sem báðar hafa setið á toppi metsölulista The New York Times vikum saman. Þá var
Stupid White Men valin bók ársins 2002 í Bretlandi af bóksölum og almenningi.
Andóf
■ Metsölubókin Stupid White Men er
væntanleg í íslenskri þýðingu í haust. Í
henni gagnrýnir Michael Moore klíku
hvítra heimska karla sem hafa sölsað
Bandaríkin undir sig með það eitt fyrir
augum að auka völd sín enn frekar á
kostnað mannréttinda og lýðræðis.
Heimskir
hvítir karlar