Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJune 2003Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 23.06.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 23.06.2003, Qupperneq 31
Það gekk mikið á í bókaversl-unum Máls og menningar á Laugavegi og Pennans-Eymunds- son í Austurstræti eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 21. júní þegar búðirnar voru opnaðar sér- staklega vegna útkomu fimmtu bókarinnar um Harry Potter. Báðar búðirnar áttu um 200 eintök af bók- inni og skemmst er frá því að segja að þau seldust upp áður en nóttin var öll. Eitthvert magn hafði ver- ið selt í forsölu hjá Pennanum en það sem eftir var kláraðist á 20 mínútum. Þeir sem gripu í tómt á laugardaginn eða nenntu ekki að taka þátt í atinu verða að bíða í nokkra daga eftir bókinni eftir- sóttu, en von er á næstu sendingu í verslanir í lok vikunnar. Fréttiraf fólki MÁNUDAGUR 23. júní 2003 Forlagið hefur tryggt sér út-gáfuréttinn á hinni bein- skeyttu þjóðfélagsrýni Ósk- arsverðlaunahafans Michael Moore, Stupid White Men, og bók- in er væntanleg í íslenskri þýð- ingu í október. Bókin er fyrst og fremst skrifuð fyrir Bandaríkja- menn en það virðist ekki koma að sök. Hún hefur vakið mikla at- hygli úti um víða veröld enda hik- ar Moore ekki við að saka George W. Bush um valdarán og rekur sjúkt ástand bandarísks þjóðfé- lags til þeirrar ógæfu að heimskir hvítir karlmenn ráði þar lögum og lofum. „Bókin er í raun stórmerkilegt fyrirbæri og alla jafna gerðu menn ekki ráð fyrir að hún myndi ferðast vel á milli landa,“ segir Kristján B. Jónasson, útgáfustjóri Forlagsins. „Við höfnuðum henni á sínum tíma en skiptum um skoð- un, svona eins og gengur og gerist í þessum bransa, eftir alla athygl- ina sem Moore fékk fyrir heimild- armyndina Bowling for Col- umbine.“ Kristján segir bókina hafa not- ið ótrúlegra vinsælda í Þýskalandi og Hollandi, þar sem hún hefur þegar verið þýdd. „Þá hefur hún einnig selst mjög vel í Ástralíu og Kanada og þessi bók staðfestir það í raun og veru að innanhúss- mál þessa eina stórveldis jarðar- innar koma okkur öllum við.“ Stupid White Men var tilbúin til dreifingar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 en útgef- andinn reyndi að fá Moore til að endurskoða hana og draga úr árásum á Bush eftir hryðjuverka- árásirnar þennan örlagaríka dag. Hann lét þó ekki undan enda sá hann fram á að þurfa að endur- skrifa um helming bókarinnar og henni var því kippt út af útgáfu- lista. Vegna þrýstings frá almenn- ingi var hún að lokum gefin út óbreytt og skaust undir eins upp í toppsæti sölulista New York Times. ■ ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verð- ur selt inn á framhaldsaðalfund Leikfélags Reykjavíkur. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Skarphéðinsson. Stangarstökk og kúluvarp. Kid Rock. MICHAEL MOORE Moore vakti heimsathygli þegar hann tók við Óskarsverðlaununum fyrir Bowling for Col- umbine og fordæmdi stríðið í Írak og lét Bush forseta fá það óþvegið. Hann er þó ekki síður þekktur í Bandaríkjunum fyrir bækur sínar Downsize This! og Stupid White Men, sem báðar hafa setið á toppi metsölulista The New York Times vikum saman. Þá var Stupid White Men valin bók ársins 2002 í Bretlandi af bóksölum og almenningi. Andóf ■ Metsölubókin Stupid White Men er væntanleg í íslenskri þýðingu í haust. Í henni gagnrýnir Michael Moore klíku hvítra heimska karla sem hafa sölsað Bandaríkin undir sig með það eitt fyrir augum að auka völd sín enn frekar á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Heimskir hvítir karlar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 139. tölublað (23.06.2003)
https://timarit.is/issue/263668

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

139. tölublað (23.06.2003)

Iliuutsit: