Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 4
4 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Hvernig fer landsleikur Íslands og Færeyja? Spurning dagsins í dag: Hefurðu farið í hvalaskoðun? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 18% 64% Færeyjar sigra 18%Jafntefli Ísland sigrar Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Leigubílstjórar ósáttir við samkeppni frá Strætó bs.: Telja Strætó ekki hafa leyfi SAMGÖNGUR „Það er ansi hart að sjá strætisvagna ferja ferðamenn til og frá bryggjusporði,“ sagði Jón Stefánsson, varaformaður Átaks, félags leigubílstjóra, en hann gagnrýnir að strætisvagnar Hagvagna, fyrirtækis í eigu Strætó bs., séu notaðir til hóp- ferða. Jón segir starfsumhverfi leigu- bílstjóra fara versnandi með hverju ári og ekki bæti úr skák þegar strætisvagnar taki þátt í samkeppninni. „Þessir vagnar eru ekki með tilskilin leyfi til hóp- flutninga og súrt að horfa á þá keyra um með ferðamenn af skemmtiferðaskipum eins og um áætlunarleið væri að ræða.“ „Staðan er sú að engar fastar reglur eru til um þetta hér á landi,“ sagði Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni, sem sér um að veitt séu leyfi til reksturs hópferðabif- reiða. „Strangt til tekið eru hvorki Hagvagnar né Strætó bs. með hópferðaleyfi. Hins vegar er ekk- ert sem bannar Strætó að vera með áætlunarferðir hvert sem er.“ Björn segir að í samgöngu- ráðuneytinu sé verið að bíða eftir nýjum reglum ESB varðandi hóp- ferðabifreiðar. „Við höfum fundað með Strætó og fleiri aðilum um bót mála en fyrr en þessar nýju reglur taka gildi er ekki tímabært að grípa til aðgerða.“ ■ Viðræðum slitið og boðað til neyðarfunda Palestínskir og ísraelskir ráðamenn boðaðir til neyðarfundar í kjölfar sjálfsmorðsárásar. Ísraelar slíta viðræðum við palestínsk yfirvöld og þrýsta á Abbas forsætisráðherra að grípa til aðgerða gegn skæruliðum. ÍSRAEL, AP Í kjölfar sjálfs- morðsárásarinnar í Jerúsalem ákváðu yfirvöld í Ísrael að slíta viðræðum við palestínska ráða- menn um það hvenær og með hvaða hætti Palestínumenn gætu tekið við yfirráðum í borgum á Vesturbakkanum. Eftirlit á landa- mærum Ísraels og Palestínu var einnig hert verulega og fjöldi palestínskra borga á Vesturbakk- anum og Gaza-ströndinni einangr- aður. Tuttugu Ísraelar fórust og hátt í 100 særðust þegar palestínskur karlmaður sprengdi sig í loft upp um borð í strætisvagni í hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsal- em. Árásin er ein sú mannskæð- asta sem gerð hefur verið í Ísrael og á meðal fórnarlambanna var fjöldi barna. Hamas og samtökin Íslamskt Jihad hafa bæði lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. Að sögn Hamas var árásarmaðurinn 29 ára gamall palestínskur predik- ari. Var hann vinur Jihad-leiðtog- ans Mohammed Sidr sem skotinn var til bana af ísraelskum her- sveitum í síðustu viku. Háttsettur maður innan Hamas hefur ítrekað að vopnahlé palestínskra and- spyrnuhreyfinga sé enn í gildi og árásin hafi aðeins verið svar við ofbeldisverkum ísraelskra her- sveita. Að sögn ísraelska útvarps- ins hafa sautján Palestínumenn verið handteknir í kjölfar árásar- innar, grunaðir um aðild að Ham- as-samtökunum. Margir þeirra eru ættingjar árásarmannsins, að sögn Nabil Amr, ráðherra upplýs- ingamála í Ísrael. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, hefur for- dæmt árásina og tilkynnt að palestínsk yfirvöld hafi slitið við- ræðum við Hamas og Jihad þar sem liðsmenn samtakanna hafi brotið gegn hagsmunum þjóðar- innar. Abbas hefur boðað ríkis- stjórnina á neyðarfund til að ræða hvernig beri að taka á málum. Fram að þessu hefur hann neitað að grípa til aðgerða gegn víga- mönnum af ótta við innbyrðis átök en talið er hugsanlegt að hann muni nú endurskoða afstöðu sína vegna þrýstings frá alþjóðasam- félaginu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraela, hefur ákveðið að gefa palestínskum yfirvöldum tíma til að leita leiða til að brjóta á bak aft- ur starfsemi herskárra andspyrnu- hreyfinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða innan fárra daga er búist við því að ísraelsk yfirvöld taki málin í sínar hendur. ■ Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ: Höldum áfram í Írak BAGDAD, AP „Við látum ekki hræða okkur,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gærmorgun. Annan sagði að samtökin myndu ekki draga sig í hlé í Írak þrátt fyrir sprengjutilræðið í höfuðstöðvum samtakanna á Canal-hótelinu í Bagdad sem varð 20 manns að bana. Óttast er að fleiri lík kunni að finnast í rústunum. Að minnsta kosti 100 manns slösuðust í sprenging- unni. ■ GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Stendur fyrir stórfundi á Ísafirði. Vestfirðingar ákveða stórfund: Fundað um loðin loforð SJÁVARÚTVEGSMÁL Vestfirðingar hafa boðað til stórfundar í íþrótta- húsinu á Torfnesi á Ísafirði þann 14. september klukkan 14. Guð- mundur Halldórsson, formaður smábátafélagsins Eldingar, segir að ætlunin sé að ná sem breiðastri samstöðu meðal Vestfirðinga vegna línuívilnunar sem stjórnar- flokkarnir lofuðu í aðdraganda kosninga en hafa nú að því er virðist slegið á frest að frum- kvæði Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Davíð Oddsson gaf um það loforð á Ísafirði að línu- ívilnun yrði tekin upp og taldi ekki vera neitt því til fyrirstöðu að það yrði í haust. Vestfirðingar hyggjast ræða þessi loforð og ákveða til hvaða ráða verður grip- ið. Guðmundur segir að þingmenn séu velkomnir á fundinn og sjáv- arútvegsráðherra ráði því hvort hann mæti. „Hann má koma ef hann vill,“ segir Guðmundur. ■ Átak í sameiningarmál- um sveitarfélaga: Sveitarfélög enn of fámenn SVEITARSTJÓRNARMÁL Ákveðið hefur verið að hefja átak í sameiningar- málum sveitarfélaga og munu fé- lagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna að átakinu í sameiningu. Tvær nefndir verða skipaðar af félags- málaráðherra í þessum tilgangi, auk þess sem þriggja manna yfir- stjórn verður skipuð til þess að hafa yfirumsjón með verkefninu. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar, hefur verið skipaður formaður verkefnisstjórnarinnar. Sveitarfélögum hefur fækkað um 101 síðan 1990, en þau eru nú 104 talsins. Félagsmálaráðuneytið telur hins vegar sameiningar sveitarfélaga á síðustu árum ekki hafa verið nægilega víðtækar til þess að sveitarfélögin verði heild- stæð atvinnu- og þjónustusvæði. Því til stuðnings er bent á að að- eins 33 sveitarfélög telji meira en 1.000 íbúa. Í þessum sveitarfélög- um búi hins vegar meira en 92% þjóðarinnar. ■ STRÆTÓ Fyrirtæki í eigu Strætó bs. ekur með ferða- menn í óþökk leigubílstjóra. SKUTLURNAR Þúsundum var dreift með Fréttablaðinu og fóru viðbrögð fram úr öllum vonum. Skutluleikur Icelandair: Frábær viðbrögð SKUTLUR „Það hafa fleiri þúsund manns tekið þátt í leiknum okk- ar,“ sagði Helga Árnadóttir, sölu- stjóri hjá Flugleiðum, um þann fjölda fólks sem tók þátt í skutlu- leik Icelandair og Flugfélags Ís- lands á Flugdaginn Mikla sem fram fór um helgina. „Skutlurnar fylgdu með Frétta- blaðinu og við hér hjá Flugleiðum erum mjög hissa á hversu frábær viðbrögðin voru. Ég er viss um að hér eru tugir þúsunda og það er miklu meiri fjöldi en við bjugg- umst við að fá.“ Auglýsingabæklingur Flug- leiða fylgdi með Fréttablaðinu og gátu áhugasamir skrifað nafn sitt á hann, breytt honum í skutlu og tekið þátt í skutluskotfimi á Flug- deginum Mikla. Nöfn vinningshafa sem dregin verða úr hrúgunni eru birt á vefn- um á slóðinni flugfelag.is og Icelandair.is. ■ HJÁLMAR ÁRNASON Hefur verið skip- aður formaður nefndar sem hef- ur yfirumsjón með átaki í sam- einingarmálum sveitarfélaga. SAMKEPPNISSTOFNUN Samningar Emmess og Kjöríss við Baug og Kaupás brutu samkeppnislög. Áfrýjunarnefnd staðfesti fyrri dóm: Samkeppnis- lög brotin ÍS Áfrýjunarnefnd Samkeppnis- stofnunar staðfesti í sumar fyrri dóm stofnunarinnar þess efnis að verslunum Baugs og Kaupáss væri óheimilt að ráðstafa fyrir fram meira en 80% af frystirými því sem ætlað er undir ísvörur. Þar með voru ógildir samningar Emmess hf. og Kjöríss ehf. við verslanir viðkomandi fyrirtækja. Segir í umsögn áfrýjunarnefndar að allt að 95% af því frystiplássi sem verslanir Baugs höfðu til um- ráða hafi farið undir vörur þess- ara tveggja ísfyrirtækja, Emmess og Kjöríss. Afleiðing þess er sú að keppinautum er gert óeðlilega erfitt að komast inn á markaðinn vegna stærðar Baugs og Kaupáss á landsvísu. Verslunum er þannig í sjálfs- vald sett hversu mikið af vörum Emmess og Kjöríss þær hafa í frystum sínum svo lengi sem nýir aðilar hafi aðgang að 20% ef eftir því er leitað. ■ UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaðar virkj- unarframkvæmdir Landsvirkjun- ar í neðri hluta Þjórsár ásamt til- heyrandi breytingum á Búrfells- línum 1 og 2 að settum ákveðnum skilyrðum. Stofnunin telur að fram- kvæmdirnar muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Um er að ræða tvær 150 MW virkjanir, annars vegar við Núp og hins vegar við Urriðafoss. Skilyrðin sem Skipulagsstofn- un hefur sett fyrir framkvæmd- unum eru m.a. að Landsvirkjun endurheimti votlendi á Suður- landi til jafns við það sem raskast, fok á sand- og aurasvæðum verði fyrirbyggt, öldurof og eyðing gróðurs á ströndum lóna verði vöktuð í 10 ár eftir að þau verði tekin í notkun og að Landsvirkjun standi að viðbótarrannsóknum um grunnástand lífríkis í Þjórsá. Bygging virkjananna helst í hendur við stækkun álversins í Straumsvík og er kostnaður áætl- aður um 43 til 47 milljarðar króna. Kæra má úrskurðinn til um- hverfisráðherra og er kærufrest- ur til 24. september. ■ URRIÐAFOSSVIRKJUN Virkjun við Urriðafoss verður allt að 150 MW og orkugeta virkjunar- innar allt að 920 GWst/ári. Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum: Fallist á virkjanir í Þjórsá BÖRN Í JERÚSALEM Ísraelsk börn horfa út um gluggann á strætisvagni sem ekur framhjá vettvangi sjálfs- morðsárásarinnar á hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.