Fréttablaðið - 21.08.2003, Side 6

Fréttablaðið - 21.08.2003, Side 6
6 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ■ Viðskipti Veistusvarið? 1Hvað heitir nýskipaður hæstaréttar-dómari? 2Fyrrum varaforseti SaddamsHusseins var gómaður á þriðjudag- inn. Hvað heitir hann? 3Arnold Schwarzenegger hefur viður-kennt að hafa notað fíkniefni á átt- unda áratugnum. Hvaða efni? Svörin eru á bls. 38 DÓMSTÓLAR Ólafur Börkur Þor- valdsson, 42 ára nýskipaður dómari við Hæstarétt, segist ekki vilja fara í rökræður við þá sem gagnrýna skipan hans. Hann segist þó hafa skilning á því að umræður fari fram þegar um er að ræða skipan dómara við æðsta dómstól þjóðar- innar. „Ég sótti um og var skipaður. Ekkert baktjaldamakk átti sér stað“ segir Ólafur Börkur. Í umsögn Hæstaréttar um starfshæfni Ólafs Barkar er til- greint að hann hafi lokið embættis- prófi í lögum frá Háskóla Íslands með 2. einkunn. Þá er sagt frá því að hann hafi lokið meistaraprófi í Evrópurétti frá Lundi árið 2002 með prýðiseinkunn. Frá árinu 1997 hefur hann verið dómari og dóm- stjóri við Héraðsdóm Suðurlands. Hann þykir eiga að baki farsælan feril sem dómari. Ólafur Börkur segir að vissu- lega hafi hann ekki hlotið 1. eink- unn á embættisprófi í lögum. „Mig vantaði 0,09 upp á fyrstu einkunn. Án þess að vita það geri ég ráð fyrir að dómsmálaráðherra hafi horft til þess að ég er með meist- arapróf í Evrópurétti,“ segir Ólafur Börkur. Sú staðreynd að Ólafur Börkur og Davíð Oddsson forsætisráð- herra eru systkinabörn hefur verið nefnd sem ástæða þess að hann var skipaður. „Ekki talaði ég við Davíð þegar ég sótti um og við hittumst reyndar sárasjaldan,“ segir hann. Hinn nýi hæstaréttardómari tekur til starfa þann 1. september. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að loft verði lævi blandið. „Þetta er krefjandi verkefni og ábyrgðarmikið starf sem ég mun reyna að sinna af alúð,“ segir Ólaf- ur Börkur. ■ DÓMSTÓLAR „Það er um fátt annað rætt í dómarastétt og almenn reiði meðal þeirra sem ég heyri í,“ segir Jónas Jóhannsson, héraðs- dómari í Héraðsdómi Reykjaness, vegna umdeildr- ar skipunar Ólafs Barkar Þorvaldssonar, dómstjóra á Sel- fossi, í embætti h æ s t a r é t t a r - dómara. Hæsti- réttur skilaði umsögn vegna þeirra átta ein- staklinga sem sóttu um embættið. Niðurstaðan var sú að allir væru hæfir en Ei- ríkur Tómasson lagaprófessor og Ragnar Hall hæstaréttarlögmað- ur voru taldir hæfastir. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafði álit Hæstaréttar varðandi þá hæfustu að engu og skipaði Ólaf Börk. „Það sem fyrst kemur upp í huga manns er hugtakið spilling. Þetta beinist þó ekki að þeim um- sækjanda sem var skipaður held- ur þeim sem skipuðu hann. Ég taldi augljóst að Eiríkur Tómas- son yrði skipaður þar sem ég tel persónulega að hann sé langhæf- astur að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Jónas. Hann segir að eftir lestur um- sagnar Hæstaréttar sé ekki að sjá neina heilbrigða skýringu á því hvers vegna dómsmálaráðherra valdi Ólaf Börk úr hópi annarra umsækjenda. „Umsögnin verður ekki öðru- vísi skilin en þannig að Hæstirétt- ur telji Eirík Tómasson og Ragnar Hall hæfasta. Reyndar velti ég fyrir mér hvers vegna Hjördís Hákonardóttir var ekki líka nefnd meðal þeirra hæfustu. Hæstirétt- ur fer góðum orðun um menntun og starfsreynslu hennar. Ég tel sem borgari að þjóðin eigi heimt- ingu á því að dómsmálaráðherra útskýri ákvörðun sína á opinber- um vettvangi,“ segir Jónas. Hann telur augljóst að merkja megi þarna áhrif Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. „Fingraför Davíðs Oddssonar eru þarna úti um allt. Þetta er kannski forsmekkur þess sem koma skal á síðustu tveimur árum valdaferils forsætisráðherra. Það er ástæða fyrir þjóðina að hafa áhyggjur,“ segir Jónas. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður er á allt öðru máli en Jónas. Hann segir ekkert vera nema gott eitt að segja um skipan Ólafs Barkar. „Ég þekki hinn nýskipaða hæstaréttardómara af störfum hans sem héraðsdómari. Mér líst vel á þessa skipan og tel að þar fari mjög hæfur lögfræðingur,“ segir Jón Steinar. rt@frettabladid.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar HÆSTIRÉTTUR Titringur er vegna skipunar Ólafs Barkar Þorvaldssonar dómstjóra í embætti dómara. Ólafur Börkur Þorvaldsson, nýskipaður hæstaréttardómari: Hittir Davíð sárasjaldan Vesturbyggð og Tálknafjörður: Samið um dreifi- menntun SKÓLAMÁL Undirritaður hefur ver- ið samningur um dreifimenntun í grunnskólum Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Með dreifimenntun er aðferð- um fjarnáms og staðbundins náms beitt saman. Þannig er stuðlað að því að jafna möguleika nemenda til náms og nýta betur sérþekkingu kennara óháð bú- setu. Vesturbyggð og Tálknafjarð- arhreppur standa í sameiningu að verkefninu, en markmið þess er að kanna möguleika og kosti dreifimenntunar við að auka gæði og framboð náms og draga úr kostnaði á grunnskólastigi í dreif- býli. Verkefnið er liður í byggða- áætlun ríkisstjórnarinnar og sam- komulagi menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um átak á sviði byggðamála. Fjárframlag til verkefnisins nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. ■ Dómari segist sjá fingraför Davíðs Jónas Jóhannsson dómari í Hafnarfirði segir almenna reiði vera vegna skipunar nýs hæstaréttardómara. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segist vera ánægður með nýja dómarann. JÓNAS JÓHANNSSON Vill að dómsmálaráðherra gefi skýringu á ákvörðun sinni. „Það sem fyrst kemur upp í huga manns er hugtakið spilling. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Segir að nýi dómarinn sé mjög hæfur lög- fræðingur. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80,55 0,55% Sterlingspund 128,21 0,88% Dönsk króna 12,02 0,35% Evra 89,32 0,35% Gengisvístala krónu 127,17 0,47% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 343 Velta 5.371,8 milljónir ICEX-15 1.616,2 0,430% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands hf. 629.015.567 Landsbanki Íslands hf. 173.073.675 Pharmaco hf. 108.227.735 Mesta hækkun Og fjarskipti hf. 6,50% Austurbakki hf. 4,18% Landsbanki Íslands hf. 3,07% Mesta lækkun Tangi hf. -26,67% Marel hf. -0,89% Erlendar vísitölur DJ*: 9.399,9 -0,3% Nasdaq*: 1.764,2 0,2% FTSE: 4.217,4 -0,8% DAX: 3.495,9 -0,3% NK50: 1.342,0 -0,1% S&P*: 1.001,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 BETRI FRAMLEGÐ SÍF hf. skilaði 3,3 milljóna evra hagnaði, 279 milljónum króna, eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 250 þúsund evrur. Hagnaður SÍF hf. fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 8,9 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum árs- ins en var 7,4 milljónir evra á sama tímabili árið 2002. KAUPA Í EIMSKIP Tryggingamið- stöðin keypti í gær tæp 2% í Eim- skipafélaginu. Eignarhlutur TM fór yfir 5% við kaupin. Lands- bankinn keypti hlut í félaginu af Eimskipum sjálfum. Ekki er ólík- legt að hlutur Tryggingamið- stöðvarinnar sé þaðan kominn. BATNANDI REKSTUR Rekstur Og Vodafone fór batnandi milli árs- fjórðunga. Tap af rekstrinum á síðasta ársfjórðungi varð 189 milljónir króna. Tekjur félagsins fara vaxandi og telja stjórnendur að markmið félagsins um að skila hagnaði á næsta ári muni standast. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.