Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 8
21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Háttsettur meðlimur al-Kaída handtekinn: Reyndi að ráða til sín hryðjuverkamenn WASHINGTON, AP Háttsettur meðlim- ur hryðjuverkasamtakanna, al- Kaída, sem handtekinn var í vik- unni, reyndi að ráða flugmenn til að taka þátt í sjálfsmorðsárásum í Bandaríkjunum, að sögn banda- rískra yfirvalda. Vonast er til þess að yfirheyrslur yfir Hambali varpi frekara ljósi á áform hans. Bandaríska leyniþjónustan CIA handtók Hambali í samstarfi við yfirvöld í landi í Suðaustur-Asíu. Hann hefur nú verið fluttur á ótil- greindan stað til yfirheyrslu. Að sögn bandarískra ráðamanna er Hambali einn af helstu leiðtogum indónesísku hryðjuverkasamtak- anna, Jemaah Islamiyah, sem eru nátengd al-Kaída. Hann er grunað- ur um aðild að fjölda hryðjuverka, þar á meðal að sprengjuárásinni fyrir utan Marriot hótelið í Jakarta 5. ágúst síðastliðinn og árásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann er einnig sakaður um að hafa skipulagt árásirnar á Balí í október á síðasta ári. Skömmu eftir árásirnar 11. september komust bandarísk yf- irvöld yfir upplýsingar um að Hambali væri að leita að flug- mönnum til að taka þátt í sjálfs- morðsárásum. Yfirheyrslur miða meðal annars að því að komast að því hvort tilraunir hans báru ár- angur. ■ Úrelda sláturhús fyrir 170 milljónir Þingmaður Frjálslyndra segir nýjar sláturhúsareglur og 170 milljóna króna úreldingarstyrki ætlað að eyða samkeppni við illa stödd fyrirtæki með rétt flokkstengsl. Landbúnaðarráðherra segir enga pólitík í málinu. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin ákvað í gær að verja 170 milljónum króna til úreldingar sauðfjárslát- urhúsa og þróunar í sláturiðnaði. Úreldingarstyrkirnir koma sam- hliða hertum reglum um búnað í sláturhúsunum. Sigurjón Þórðarson, alþingis- maður Frjálslynda flokksins, tel- ur nýju reglurnar vera til höfuðs minni slátur- húsum. Losa eigi þau hús út af markaðnum þó þau séu síst ó h a g k v æ m a r i en stærri hús. Nýju reglu- gerðin er meðal annars um bún- að sem uppfyllir reglur Evrópu- sambandsins og er ætlaður er til þess að hægt sé að flá sláturdýr- in hangandi. Sigurjón telur málið ekki snúast um neytendur. Ætlun- in sé að neyða eigi minni húsin til að hætta í stað þess að láta mark- aðinn ráða: „Ef það kemur kjöt sem er í lagi og þrifalegt þá eru þessu hús alveg boðleg. Í stærri húsunum er jafnvel meiri kostnaður við slátr- unina en í minni húsunum. Reglu- gerðin kemur einfaldlega sam- hliða úreldingunni til þess að neyða minni húsin til að gefast upp og minnka samkeppni um kjötið. Þarna eru illa stödd fyrir- tæki með flokkstengsl að nota sér opinbert fé og heilbrigðisreglu- gerðir til að fækka samkeppnisað- ilum,“ segir Sigurjón. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, segir að enn sé eftir að útfæra aðgerðina betur. Þeir sem velji að úrelda, geti gert það strax í haust eða næsta haust: „Þetta mun hafa þau áhrif að taka út hús sem átt hafa við vax- andi rekstrarerfiðleika að stríða og reyna styrkja þá önnur með því að þau fái fleira fé og verði sterkara á markaðnum. Þetta snýst auðvitað fyrst og fremst að því að bændurnir eigi tryggara að fá sínar afurðir greiddar og hærra verð,“ segir Guðni. Landbúnaðarráðherra segir engin flokkstengsl hafa stjórnað för í málinu: „Það er engin pólitík í þessu og engin flokkstengsl. Menn sjá það nú.“ gar@frettabladid.is FELUSTAÐUR HAMBALIS Yfirvöld í Tælandi halda því fram að þau hafi handtekið Hambali í þessu fjölbýlis- húsi í borginni Ayutthaya. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON „Þarna eru illa stödd fyrirtæki með flokkstengsl að nota sé opinbert fé og heilbrigðisreglu- gerðir til að fækka samkeppnisaðilum,“ segir Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjáls- lynda flokksins. „Ef það kemur kjöt sem er í lagi og þrifalegt þá eru þessu hús alveg boðleg DUBLIN, AP „Happy hour“ eða hamingjustund þar sem bar- gestir fá tvo drykki fyrir verð eins, heyra nú sögunni til á Ír- landi eftir að ný áfengislöggjöf tók gildi þar í landi. Löggjöfinni er beint gegn ofdrykkju og fel- ur í sér bann gegn tilboðum öl- stofa sem hvetja til óhóflegrar drykkju. Írskum yfirvöldum þótti nóg um ofbeldið sem fylgdi drykkjuskap þegnanna og þrengdi því áfengislöggjöf- ina. Lögregla fær, samkvæmt nýju löggjöfinni, rýmri heimild- ir til eftirlits og munu óeinkenn- isklæddir lögreglumenn í fyrsta sinn fylgjast með börum í land- inu. Knæpueigendur verða um- svifalaust sektaðir ef þeir selja áberandi drukknu fólki áfengi og getur sektin numið allt að 176.000 krónum. Þá er heimilt að sekta bargesti um rúmar 40.000 krónur ef þeir fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Knæpueigendur kvarta sár- an undan nýju áfengislöggjöf- inni og segja hana þrengja enn að rekstrinum. Áður hafði írska stjórnin samþykkt algert reykingabann á írskum börum og tekur það gildi um áramót. ■ Ný áfengislöggjöf í Írlandi: Á að draga úr drykkju ÞRENGRI LÖGGJÖF Reykingarbann tekur gildi á Írskum knæp- um um næstu áramót.. Ný og þrengri áfengislöggjöf hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni varðar það sektum að selja drukknu fólki áfengi og öll tilboð á áfengi eru bönnuð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.