Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 12
12 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR FÓRNARLAMBA MINNST Ísraelskur drengur horfir á kertaljós sem tendruð hafa verið af syrgjendum á vett- vangi sjálfsmorðsárásarinnar í Jerúsalem á þriðjudaginn. DETROIT, AP Það tók hugmyndaríka kaupsýslumenn ekki langan tíma að láta útbúa minjagripi um raf- magnsleysið í Bandaríkjunum og Kanada. Að minnsta kosti tíu vef- síður selja slíkan varning og hafa kaupmenn vart undan. Úrvalið er afar fjölbreytt enda atburðurinn sérstæður. Stuttermabolir með skondnum áletrunum á borð við „Blackout2003 - Can you see me now?“, „New York, the lightweight city“ og „Did Buffalo pay their bills?“ eru til sölu á Netinu. Þá er annar varningur svo sem kaffiboll- ar með nöfnum borganna sem urðu rafmagnslausar, smekkir fyrir börn með ýmsum áletrunum og jafnvel eggjandi undirfatnaður með viðeigandi áletrunum til sölu á Netinu. Vefsíðum, með varningi til minja um rafmagnsleysið eða upp- lýsingum um hvernig bregðast skuli við næst þegar borgir myrkv- ast, hefur skotið upp eins og gorkúl- um. Lén, sem tengjast rafmagns- leysinu, verða seld hæstbjóðanda en lítið fer fyrir boðum í lénin. Skjöl til staðfestingar því að menn hafi komist af í rafmagnsleysinu er sömuleiðis hægt að kaupa fyrir tæpa tíu Bandaríkjadali. Íbúi einn í Michigan hefur meira að segja skrifað bók um hvernig komast eigi af í raf- magnsleysi, „Surviving the Blackout of 2003“. Í bókinni gefur höfundur hollráð um hvers konar fatnað er best að hafa við höndina í rafmagnsleysi, hvernig nota eigi salernið þegar ekkert vatn er til staðar og þar fram eftir götunum. Það tók höfund sextán klukku- stundir að skrifa bókin og er hún til sölu á Netinu á tæpa tíu Banda- ríkjadali. ■ Tilraun til flugráns: Gafst upp ALSÍR, AP Maður á sextugsaldri var handtekinn í borginni Oran í Alsír eftir tilraun til að ræna Boeing 737 farþegaþotu alsírska flugfé- lagsins Air Algeria. Flugvélin var á leið frá Algeirs- borg til Lille í Frakklandi með við- komu í Oran. Skömmu eftir flugtak gaf maðurinn sig á tal við flug- þjóna, sagðist vera með hand- sprengju í fórum sínum og krafðist þess að vélinni yrði snúið til Genf í Sviss. Áhöfninni tókst að sannfæra manninn um að best væri að milli- lenda í Oran til að taka eldsneyti. Þegar þangað kom gafst hann upp og gaf sig á vald öryggissveita. Að sögn talsmanna Air Algeria á flugræninginn við geðræn vandamál að stríða. ■ LAS VEGAS, AP Vegir lokuðust, raf- magn fór af húsum og vatn flæddi um götur þegar þrumuveður gekk yfir Las Vegas í Bandaríkjunum. Borgarstjórinn, Oscar Goodman, lýsti yfir neyðarástandi í ákveðn- um hverfum borgarinnar og hvatti íbúana til að halda sig inn- andyra. Úrkoman mældist 7,6 sentí- metrar á einni og hálfri klukku- stund og var hún mest í norðvest- urhluta borgarinnar. Ekki hefur verið tilkynnt um meiðsl á fólki, en þyrla var kölluð út til að bjarga fólki af þaki bíla sem voru um- kringdir vatni. Um 3.000 heimili voru rafmagnslaus í nokkrar klukkustundir. ■ SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég útiloka ekki afnám byggðakvótans,“ segir Hjálmar Árnason, alþingismaður og þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, um þær hug- myndir Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra að byggðakvótinn verði afnuminn í samhengi við það að línuívilnun komi til. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að kannaðir verði kostir þess að auka byggða- kvóta og taka upp línuívilnun. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í aðdrag- anda kosninga að ekkert væri því til fyrirstöðu að taka upp línuívilnun strax í haust, en skipti um skoðun eftir kosningar. Hjálmar segir að þing- flokkur Framsóknarflokksins muni koma saman innan tíðar og þar verði þetta mál ofarlega á baugi. Hjálmar segir að það sé niður- staðan sem öllu máli skipti en ekki aðferðafræðin. „Þetta er spurning um það hvernig veiðiheimildir dreifast. Sú niðurstaða sem fæst, verður að vera sjávarbyggðum til hagsbóta. Það er árangurinn sem skiptir máli og ég þarf að sjá hvaða áherslur menn eru með til að hægt verði að kyngja því,“ segir Hjálmar. Í stefnuyfirlýsingunni er ákvæðið um aukinn byggðakvóta komið inn fyrir tilstilli Framsókn- arflokksins. Kristinn H. Gunnars- son, flokksbróðir Hjálmars og forveri hans sem þingflokksfor- maður, hefur sagt að það sé for- senda stjórnarsamstarfsins að staðið verði við fyrirheit um línu- ívilnun. Hjálmar viðurkennir að bæði á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra sé ágreiningur um málið. „Það er ljóst að ólíkar áherslur eru á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra, en ég held að menn muni ná saman. Okkur sjávarút- vegsráðherra hefur alltaf gengið vel að tala saman, enda er hann gamall nemandi minn,“ segir Hjálmar. rt@frettabladid.is Húsleit í vörugeymslu: Mikið magn steralyfja STOKKHÓLMUR, AP Tollayfirvöld í Svíþjóð lögðu hald á mikið magn vaxtaraukandi og árangursbæt- andi lyfja, þegar gerð var hús- leit í vörugeymslu skammt frá líkamsræktarstöð í Stokkhólmi. Tollverðir og lögregla fundu yfir hálfa milljón taflna og 14.000 lyfjaglös sem innihéldu anabólíska stera. Einnig var lagt hald á 25.000 sprautur og 800 lítra af viskí og vodka. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið, en grunur leikur á að fleiri hafi komið að innflutningi lyfjanna. ■ Sjálfsmorðsárásir í Marokkó: Fjórir dæmdir til dauða CASABLANCA, AP Dómstólar í Marokkó hafa dæmt fjóra menn til dauða fyrir aðild að sjálfs- morðsárásunum í Casablanca þann 16. maí síðastliðinn. Árásirn- ar kostuðu þrjátíu og tvo óbreytta borgarar lífið. Mennirnir eru meðlimir í marokkósku hreyfingunni Salafia Jihadia sem talin er tengjast al- Kaída. Auk fjórmenninganna voru 83 aðrir dæmdir í allt frá tíu mánaða og upp í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að Salafia Jihadia og þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Enn á eftir að rétta yfir hund- ruðum manna sem grunaðir eru um aðild að árásunum í Casa- blanca. ■ Segir hugsanlegt að afnema byggðakvóta Þingflokkur Framsóknarflokksins mun koma saman til að ræða deiluna um byggðakvóta og línuívilnun. Hjálmar Árnason viðurkennir mis- munandi áherslur en trúir því að menn nái saman. MINJAGRIPIRNIR Stuttermabolir, barnavörur og kaffi- bollar er meðal þess sem hægt er að kaupa til minja um mesta rafmagnsleysi í sögu Bandaríkj- anna. Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum: Minjagripir renna út á Netinu Þrumuveður í Las Vegas: Vatn flæddi um götur SLÖKKVILIÐIÐ Í SJÁLFHELDU Fjórum slökkviliðsmönnum var bjargað af brunabíl sem lenti í flóðbylgju í Las Vegas. „Það er ljóst að ólíkar áherslur eru á milli stjórn- arflokkanna. HJÁLMAR ÁRNASON Telur að stjórnarflokkarnir nái að jafna ágreining í sjávarútvegsmálum. Vísitala neysluverðs: Verðbólga lág á Íslandi VERÐBÓLGAN Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 112,9 stig í júlí og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Á sama tíma var s a m r æ m d a vísitalan fyrir Ísland 125,0 stig, lækkaði einnig um 0,2% frá júní. Frá júlí 2002 til jafn- lengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,8% að með- altali í ríkjum EES, 1,9% á evru- svæðinu og 0,9% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mán- aða tímabili var 3,9% í Írlandi og 3,5% í Grikklandi. Verðbólgan var minnst 0,8% í Þýskalandi og 0,9% á Íslandi. ■ SEÐLABANKINN Samræmd vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% í júlí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Konungleg fæðing: Prins borinn í heiminn BRUSSEL, AP Matthildur prinsessa, eiginkona Filippusar, krónprins Belgíu, fæddi son á Erasmus- sjúkrahúsinu í Brussel. Drengur- inn, sem hlotið hefur nafnið Gabríel, er þriðji í erfðaröð belg- ísku krúnunnar. Prinsessunni og syni hennar heilsast vel, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá konungsfjöl- skyldunni. Gabríel, sem er ljós- hærður og bláeygur, vó fjögur kílógrömm og var 53 sentímetrar á lengd. Hann á eina systur, Elísa- betu prinsessu, sem fæddist í október árið 2001. Albert konungur og Paola drottning voru stödd í Frakklandi en sneru heim til Belgíu til þess að berja nýja barnabarnið augum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.