Fréttablaðið - 21.08.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 21.08.2003, Síða 18
Það er fagnaðarefni að einn óháð-ur skóli, barnaskóli Hjallastefn- unnar, skuli taka til starfa nú í haust. Ekki síst vegna þess hversu illa fór í Hafnarfirði með tilraun til óháðs rekstrar Menntasamtakanna við Álandsskóla. Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar mistókst að kynna þetta verkefni fyrir starfsmönnum, for- eldrum og nemendum og missti það í ófrjótt pex fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. Þar sem þetta var mál þáverandi meirihluta bæjar- stjórnar var minnihlutinn sjálf- krafa á móti því. Og þar sem hann vann kosningarnar var þessi tilraun slegin af. Það ber því vott um nokk- urt pólitískt hugrekki hjá meirihlut- anum í Garðabæ að hrinda sam- bærilegri tilraun af stokkunum nú. Og það ber vott um viss klókindi að gera samning við Margréti Pálu Ólafsdóttur og Hjallastefnuna. Mar- grét og uppeldisstarf hennar njóta það mikils velvilja og trausts að það er tilgangslaust fyrir minnihlutann í bæjarstjórn Garðabæjar að setja sig upp á móti málinu. Með allri virðingu fyrir starfs- fólki menntamálaráðuneytisins og fræðsluskrifstofu sveitarfélaganna er nauðsynlegt að auka fjölbreytni í skólastarfi á Íslandi. Fjölbreytileiki leiðir af sér fjólþættari leit að góð- um lausnum og því líklegra er að margar góðar lausnir finnist. Skóla- fólk verður fljótara að þróa náms- efni og kennsluhætti og móta skóla- starf. Fjölbreytileiki felur einnig i sér að skólar geta verið mismun- andi á hverjum tíma. Þótt flestir skólar hneigist að ákveðnum tísku- lausnum er líklegra að aðrir verndi eldri lausnir – sem án efa þykja ferskar lausnir seinna meir. Skólastarfi á Íslandi var lengst af miðstýrt úr menntamálaráðu- neytinu og þótt rekstur grunnskól- anna hafi verið fluttir frá ríki til sveitarfélaga höfum við ekki enn séð miklar breytingar á starfshátt- um skólanna. Flest sveitarfélög hafa kosið að taka yfir starf ríkisins og vinna það í anda þess. Það er hins vegar nánast óhjákvæmilegt að æ fleiri sveitarfélög leiti nýrra leiða – og þá alls ekki aðeins til að gera rekstur skólanna hagkvæmari held- ur ekki síður til að bæta og auka þjónustuna. Líklegra er ekkert eitt atriði vænlægra til að laða nýja íbúa að bæjum og hverfum en góður grunnskóli. Grunnskólinn er líka sú þjónustustofnun sveitarfélagsins sem íbúar eiga auðveldast með að meta. Og hvernig þeir meta skólana sína mun ráða miklu um hvernig þeir verja atkvæðum sínum á kjör- dag. En það er ekki nóg að hafa betri skóla að markmiði. Eins og eðlilegt er hefur fólk mismunandi vænting- ar til grunnskólans. Nú þegar dreg- ið hefur verið úr miðstýringu ríkis- ins á skólahaldi er ástæðulaust að reyna að svara þessum mismunandi væntingum innan sama skólans. Sveitarfélög geta leyft skólum að þróast á ólíkan hátt og gefið foreldr- um kost á að velja á milli skóla- stefnu og kennsluhátta. ■ Tæknikunnátta sem nægir til aðsetja upp bækistöð á tunglinu fyrir geimfara er innan seilingar. Þetta segir Bernard Foing hjá Evr- ópsku geimstofnuninni, ESA, í við- tali við BBC. „Við álítum að þetta sé fram- kvæmanlegt tæknilega innan 20 ára,“ segir Foing en hann er verk- efnisstjóri vísindarannsókna við „Smart-1“, fyrstu tunglflaug Evr- ópusambandsins. Geimflauginni Smart-1 verður skotið á loft snemma í næsta mán- uði og er ferðinni heitið til tungls- ins til þess að sanna fyrir heimin- um að Evrópa býr yfir tæknikunn- áttu til þess að standa að rannsókn- arferðum út í geiminn. Geimskot- inu hefur verið slegið á frest nokkrum sinnum til að undirbún- ingur verði sem bestur. Nú er áætl- að að það fari fram um það bil einni stundu fyrir miðnætti miðvikudag- inn 3. september næstkomandi. Geimflaugin hefur þegar verið flutt með flugvél frá Schiphol-flug- velli í Amsterdam til Kourou í Frönsku Gvæjana, en þaðan verður henni skotið á loft. Mikið tækniundur Smart-1 geimflaugin er mikið tækniundur. Þegar aðdráttarafli jarðar sleppir verður geimflaugin knúin áfram með jónavél sem nýtir sólarorku, þannig að ekki þarf að taka eldsneytisbirgðir með í leið- angurinn. Ekki þarf mikinn kraft til að komast leiðar sinnar í þyngd- arleysinu og til að hreyfa geim- flaugina úr stað nægir orka sem á jörðu niðri mundi rétt duga til að lyfta einu pappírsblaði. Aðalverktaki við geimferðina er Sænska geimstofnunin en um 15 undirverktakar frá 6 Evrópulönd- um koma að því að byggja geim- flaugina og vísindamenn frá 9 Evr- ópulöndum hafa tekið þátt í að hanna og smíða vísindatæki um borð í geimflauginni. Eftir að eldflauginni hefur verið skotið á loft verður geimflauginni stjórnað frá Aðgerðamiðstöð ESA í Darmstadt í Þýskalandi. Ferðin til tunglsins mun taka um 15 mánuði, en þá fer flaugin á sporbraut umhverfis tunglið og mun leita að vatni eða ís í gígum mánans og mæla magn málma á yf- irborðinu. Niðurstaða þeirra rann- sókna getur gefið til kynna hvort sú kenning standist að tunglið hafi upprunalega verið hluti af jörðinni. Í leiðinni mun geimflaugin einnig svipast um eftir heppilegum lendingarstöðum fyrir tunglferðir framtíðarinnar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um skólamál sem áhrifavald þegar kemur að kjördegi. 18 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Til hvers eru samkeppnislög?Þeim er ætlað að vernda neyt- endur gegn einokun og fákeppni. Samkeppnislög miða m.ö.o. að því að tryggja neytendum sem mest- an ávinning af frjálsri samkeppni. Ef fyrirtæki væru fullfrjáls að því að fara sínu fram án aðhalds og eftirlits, myndu þau sum rotta sig saman gegn neytendum og draga úr fram- leiðslu og þjónustu til að knýja afurða- verðið upp á við á kostnað al- mennings. Kóngur og drottning Samkeppnislögum er í fyrsta lagi ætlað að sporna gegn einok- unartilburðum framleiðenda. Nú- tímasamkeppnislöggjöf er reist á þeirri forsendu, að hagur neyt- enda fari jafnan saman við þjóð- arhag á markaði. Í heilbrigðu markaðshagkerfi er neytandinn bæði kóngur og drottning í ríki sínu. Þessu er þveröfugt farið undir áætlunarbúskap eins og í Sovétríkjunum sálugu, því að þar var ríkið eini framleiðandi nær allrar vöru og þjónustu: einokunin var altæk. Neytendur sátu náttúr- lega eftir með sárt ennið, og hag- kerfið hrundi. Gömul lög gegn hringamyndun í Bandaríkjunum og annars staðar þjóna sama hlutverki og nútíma- samkeppnislög. Þessi lög eru að vísu umdeild þar vestra, því að stundum háttar þannig til á mark- aði, að neytendur geta haft hag af því, að fyrirtæki þjappi sér saman og einstök fyrirtæki nái sterkri stöðu á markaði. Málaferlin gegn Microsoft í Bandaríkjunum ný- lega vitna um vandann. Microsoft hefur til þessa tekizt að hrinda árásunum, enda voru það ekki neytendur, sem fengu ákæruvald- ið til að höfða mál, heldur aðrir hugbúnaðarframleiðendur. Væn klípa í hverjum á mánuði Hversu þungar byrðar þurfa neytendur að bera, þegar fyrir- tækjum gefst færi á að gera sam- særi gegn neytendum? – með því t.d. að hafa með sér ólöglegt sam- ráð um verðlagningu. Almennt og yfirleitt er svarið þetta: neytendur geta beðið verulegt tjón af sam- ráði framleiðenda, enda væri ella ekki þörf á því að gera gagnráð- stafanir í lögum og halda úti opin- berum stofnunum til að tryggja samkeppni og torvelda einokunar- tilburði á fákeppnismarkaði. Og nú vaknar brennandi spurning: hvað hefur meint verðsamráð ol- íufélaganna kostað íslenzka neyt- endur? – ef frumskýrsla Sam- keppnisstofnunar er höfð til marks. Áður en lengra er haldið, þarf að árétta, að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar hefur ekki enn litið dagsins ljós. Það er eigi að síður vert og tímabært að velta því fyrir sér, hversu mikið tjón neytendur kunni að hafa beðið af meintu verðsamráði. Skoðum nú tölurnar, og ein- skorðum þær við fólksbíla, því að bílar og bensín standa flestu fólki næst á olíumarkaði, enda þótt bílabensín nemi minna en fjórðungi af seldu eldsneyti. Á Íslandi eru nú um 160 þúsund fólksbílar skv. upplýsingum Hagstofunnar og aka á að gizka 15 þúsund kílómetra að jafnaði á ári hver og einn: þetta gerir samtals 2.400 milljónir ekna kílómetra um landið á hverju ári. Hugsum okkur, að meðalbíll eyði 10 bensínlítrum á hverja 100 kílómetra, eða einum lítra á hverja 10 kílómetra, svo að fólksbílar brenna þá alls 240 milljónum bensínlítra á ári. Setj- um nú svo til einföldunar, að meint verðsamráð olíufélaganna hafi hækkað bensínverð um eina krónu á hvern lítra. Sé svo, þá hefur olíufélögunum tekizt að ná 240 milljónum króna á ári af neytendum umfram þá fjárhæð, sem ökumenn hefðu ella greitt fyrir sama bensínmagn, án sam- ráðs. Er það mikið eða lítið? Þessi fjárhæð, 240 milljónir á ári, jafngildir 300 krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Hafi meint verðsamráð hækkað bensínverð- ið um 2 krónur hvern lítra, þá erum við að tala um 600 krónur á mánuði og þannig áfram. Það munar um minna. Sama lögmál Þetta er að sönnu léttari byrði en landsfólkið þarf að bera vegna búverndarstefnunnar, en þar nam kostnaðurinn 17.000 krónum á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, síðast þegar að var gáð (1999). En þótt umfangið sé ólíkt, lúta bæði fyrirbærin eigi að síður sama lögmáli, sem er þetta: Rýjum neytendur! Ætli Brésnef brosi ekki í gröfinni? Lesandinn getur leikið sér að því að lagfæra forsendurnar að framan og reikna dæmið upp á nýtt. Enginn getur þó að svo stöddu vitað með vissu, hvort meint verðsamráð hefur náð að hækka bensínlítraverðið um eina krónu eða tvær eða fleiri. Hér hefur eingöngu verið fjallað um fólksbíla. Það þarf að taka flutn- ingabíla, flugvélar og skip með í reikninginn til að fá rétta mynd af heildarkostnaði neytenda af meintu verðsamráði olíufélag- anna. Það bíður. ■ Gissur á stjá Launamaður skrifar: Það var fróðlegt að sjá GissurPétursson, forstjóra Vinnumála- stofnunar, í sjónvarpsfréttum í vik- unni. Þar sagði hann með hangandi haus að ekki yrðu gefin út fleiri at- vinnuleyfi til ítölsku verktakanna. Það hefur legið fyrir í nokkra mán- uði að Ítalirnir væru að borga langt undir kjarasamningum og langt undir ráðningarsamningum sem Vinnumálastofnun hefur samþykkt. Vinnumálastofnun ber að fylgjast með því að þau kjör sem erlendir starfsmenn eru ráðnir á og Vinnu- málastofnun samþykkir séu ekki brotin. Það gerir hún ekki. Nú brá hins vegar svo við að fjölmiðlar fóru að fjalla um málið og rugga bátnum. Þá vaknaði Gissur og fór á stjá. Það er eins með hann og allt of marga opinbera starfsmenn, þeir fylgjast ekki með því sem er að ger- ast, þeir sinna ekki kvörtunum stéttarfélaga og yfirhöfuð aðhafast ekkert í slíkum málum fyrr en þeim er stillt upp við vegg af fjölmiðlum. Sama á við um Vinnueftirlitið, Heil- brigðiseftirlitið og Útlendinga- stofu. Þetta mál er áfellisdómur yfir þessum opinberu stofnunum og eftirlitshlutverki þeirra en alls ekki sá fyrsti, fjarri því. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um verð- samráð. Hvað kostar verðsamráð? ■ Bréf til blaðsins ESB til tunglsins Rúm fyrir margra og ólíka skóla ■ Hversu þungar byrðar þurfa neytendur að bera, þegar fyr- irtækjum gefst færi á að gera samsæri gegn neytendum? Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Þagað þegar á reynir Lesandi skrifar: Menn setur hljóða við að heyrasvona fréttir um framgang barnaverndarnefnda eins og í frétt- um Sjónvarpsins fyrr í vikunni. Endalaust heyrast og sjást mistök þessara nefnda sem telja sig vita allt best hvað varðar heill barna til sálar og líkama. Þegar mest á reynir þegir þetta fólk þunnu hljóði, þegar barnið þarf mest á því að halda. Ég undraðist líka mikið að heyra Braga Guð- brandsson bera blak af þessu fólki. Ég er ekki hissa á að hann hafi þurft að styðja sig við borðröndina meðan á viðtalinu stóð. ■ Úti í heimi ■ Fyrsta tunglflaug Evrópusamband- ins fer á loft í september. EVRÓPSKA TUNGL- FLAUGIN Eftir fáeina daga leggur Smart-1 af stað í rann- sóknarleiðangur til tunglsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.