Fréttablaðið - 21.08.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 21.08.2003, Síða 20
20 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ■ Andlát Theódór Júlíusson var staddurnorður í landi þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann. „Ég er búinn að vera hérna í nán- ast allt sumar. Ég er fæddur og uppalinn Siglfirðingur eins og konan mín. Við eigum lítið hús hérna í fjallshlíðinni. Við reynum að flýja þangað um leið og sumar- fríið byrjar,“ segir Theódór. „Þessa dagana erum við bara tvö í kotinu. Ef ég þekki mína konu rétt þá gerir hún eitthvað sérstakt á afmælisdeginum. Fer með mig eitthvað eða eldar góðan mat.“ Eiginkona Theódórs heitir Guðrún Stefánsdóttir og starfar eins og hann í Borgarleikhúsinu, sem miðasölustjóri. Þau hjónin eiga fjórar dætur og fjögur barna- börn og koma þau oft til þeirra norður í heimsókn. „Það er alltaf mikill spenningur hjá okkur að komast norður í rólegheitin. Við erum búin að eiga húsið í 12 ár og þetta er orðið okkar annað heim- ili. Það er alveg stórkostlegt að vera hérna,“ segir Theódór, sem horfði út á hafnarsvæðið á Siglu- firði í blankalogni er hann ræddi við blaðamann. Aðspurður segist Theódór ekki halda mikið upp á afmælin sín. Hann man þó glöggt eftir fimmtugsafmælinu sínu. „Við hjónin erum fædd á sama ári og héldum þá mikla veislu í Broad- way. Þangað komu um 300-400 manns. Oftast eru það samt aðrir sem halda upp á afmælin fyrir mig.“ Sumarfríi Theódórs er að ljúka því á mánudag þarf hann að vera mættur til æfinga á leikrit- inu Línu langsokki sem frumsýnt verður þann 17. september. Þrátt fyrir fríið hefur Theódór haft í nógu að snúast í sumar. Var hann m.a. umsjónarmaður Síldarævin- týrisins á Siglufirði um verslun- armannahelgina. „Ég kom Síldar- ævintýrinu af stað árið 1991 og var framkvæmdastjóri á árunum 1991-96. Þeir plötuðu mig í þetta núna. Síðan voru Siglfirðingar gestir Reykjavíkurborgar á Menningarnótt í ráðhúsinu og ég fékk fólk frá staðnum til að kynna menningu bæjarins. En ég kem samt fullur af þrótti og fjöri í leikhúsið aftur.“ frey@frettabladid.is THEÓDÓR JÚLÍUSSON Í hlutverki landeigandans í leikritinu Púntilla og Matti. Hefur það náðugt í fjallshlíðinni Afmæli THEÓDÓR JÚLÍUSSON ■ leikari heldur upp á 54 ára afmælið sitt í dag. Í sumar hefur hann dvalið í sumarhúsi sínu á Siglufirði ásamt eigin- konu sinni. 1940 Kommúníski uppreisnarsinninn Leon Trotskí deyr í Mexíkóborg af sárum sem hann hlaut eftir bana- tilræði. 1959 Hawaii verður 50. ríki Bandaríkj- anna. 1976 Hljómplötuframleiðandinn RCA Victor tilkynnir að sala á plötum Elvis Presley hafi selst í meira en 400 milljónum eintaka. 1990 Tónlistarmaðurinn Prince gefur út tónlist við kvikmyndina „Graffiti Bridge.“ 1991 Uppreisn harðlínumanna gegn Mikhaíl Gorbatsjev, þáverandi for- seta Sovétríkjanna, lýkur. Upp- reisninni, sem leiddi til endaloka Sovétríkjanna, var stjórnað af Bor- is Jeltsín. 1992 Tónlistarmaðurinn Sting kvænist Trudi Styler. ■ Dagurinn Benigno Aquino, leiðtogi stjórn-arandstöðu Filippseyja, var myrtur á þessum degi árið 1983. Aquino var nýkominn til heimalands síns eftir þriggja ára útlegð í Bandaríkjunum til að taka þátt í kosningum. Voru miklar vonir bundnar við að honum tæk- ist að steypa Ferdinand Marcos, einræðisherra Filippseyja, af stóli. Í flugvél á leiðinni frá Banda- ríkjunum til Manila, höfuðborgar Filippseyja, sagði Aquino í viðtali við fréttamenn að hann gerði sér fyllilega grein fyrir áhættunni sem hann væri að taka. „Ég veit að hættan er til staðar vegna þess að aftökur eru hluti af almenn- ingsþjónustu landsins,“ sagði Aquino. „Ég lít á málið þannig að við deyjum öll einhvern tímann og ef mín örlög eru sú að verða tekinn af lífi þá verður að hafa það.“ Um leið og flugvél Aquino lenti í Manila var hann handtekinn af hermönnum og honum fylgt úr flugvélinni. Að sögn vitna heyrð- ust miklir skothvellir skömmu síðar og Aquino sást liggja í blóði sínu skammt frá vélinni. Hann var fimmtugur þegar hann lést. ■ 21. ágúst 1983 BENIGNO AQUINO ■ leiðtogi stjórnarandstöðu Filippseyja var myrtur á þessum degi fyrir 20 árum. AQUINO Myrtur er hann sneri aftur til heimalands síns. Aquino tekinn af lífi CARRIE-ANNE MOSS Þessi þokkafulla kanadíska leikkona sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í The Matrix-þríleiknum heldur upp á 36 ára af- mælið sitt í dag. Kim Cattrall úr Sex and the City, söngvarinn Kenny Rogers og körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain eru einnig fædd þennan dag. 21.ágúst Inga Anna Gunnarsdóttir, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 17. ágúst. Jóhann Olsen, fyrrverandi sjómannatrú- boði, lést í Færeyjum mánudaginn 18. ágúst. Jóhanna Guðmundsdóttir frá Hell- issandi, Austurgerði 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 17. ágúst. Jón Axelsson kaupmaður, Nónvörðu 11, Keflavík, lést þriðjudaginn 19. ágúst. Margrét Ingvarsdóttir, Hrafnistu, Hafn- arfirði, lést mánudaginn 18. ágúst. María Pétursdóttir, áður til heimilis í Hólmgarði 49, Reykjavík, lést laugardag- inn 16. ágúst. Oddgeir Sigurberg Júlíusson andaðist laugardaginn 16. ágúst. 13.30 Björn Kjartansson, steinsmiður, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Gunnlaug Maídís Reynis, Víði- hlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Kristín Bøgeskov, djákni, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bú- staðakirkju, er 52 ára. Hans Ploder hljóðfæraleikari er 76 ára. Helga Steffensen brúðuleikhúskona er 60 ára. Elísabet Indra Ragnarsdóttir fiðluleikari er 33 ára. ■ Jarðarfarir ■ Afmæli ??? Hver? „43 ára listfræðingur og menningar- málaliði, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.“ ??? Hvar? „Ég sit fyrir framan tölvuna og símann hérna á Akureyri þessa stundina, eins og vanalega.“ ??? Hvaðan? „Ég er ættaður úr Flatey á Breiðafirði í föðurætt, en undan Akranesfjalli í móð- urætt.“ ??? Hvað? „Ég er að skipuleggja uppsetningu 10 ára afmælissýningar Listasafnsins, Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri aldar.“ ??? Hvernig? „Það er búið að hanna allt í kringum sýninguna og verið að vinna úr því. Í raun störfum við eftir hernaðarstrategíu og allt skipulagt upp á mínútu og reikn- að niður í sekúndur.“ ??? Hvers vegna? „Af því að það er ekki hægt annað.“ ??? Hvenær? „Áætluð lending Þjóðminjasafnsins er klukkan 13.30 á þriðjudag og þá þurfum við að taka á móti þeim og líka hliðar- sýningunni okkar og svo opnum við þetta allt saman á Akureyrarvöku þann þrítugasta þessa mánaðar. Það opnar klukkan 12 og húsið verður opið til 12 á miðnætti.“ HANNES SIGURÐSSON Undirbýr 10 ára afmælissýningu Listasafnsins. Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánar- fregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. ■ ■ Persónan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.