Fréttablaðið - 21.08.2003, Side 32

Fréttablaðið - 21.08.2003, Side 32
32 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ■ Popptextinn ■ Frumsýnt um helgina „Let me see you make decisions, without your televisions.“ Depeche Mode úr laginu „Stripped“ af plötunni „Black Celebration“ frá 1986. Texti eftir Martin Gore. „Nei, Hamborgaratúrinn var bara afmarkað listaverk. Engin megrun, kannski smá aðhald.“ Birgir Örn Thoroddsen, eða Bibbi eins og hann er kallaður, kláraði svokallaðan Hamborgaratúr sinn á Menningarnótt. Á honum borðaði hann 14 hamborgara á 7 dögum. Stillt uppvið vegg Bibbi, er ekki kominn tími á megrun? 28 DAYS LATER Dómar í erlendum miðlum: Internet Movie Database 7.3 /10 Rottentomatoes.com 88% = Fersk Entertainment Weekly B+ Los Angeles Times 4 stjörnur (af 5) Fréttablaðið - „Einn sá allra besti hryll- ingur sem sést hefur í bíó síðustu miss- erin.“ - Þ.Þ. TOMB RAIDER: THE CRADLE OF LIFE Dómar í erlendum miðlum: Internet Movie Database 5.2 /10 Rottentomatoes.com 26% = Rotin Entertainment Weekly C- Los Angeles Times 2 stjörnur (af 5) Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands & Sona, tók alla lausamuni úr vösum sínum og opinberar þau leyndarmál sem leynast í vösunum. Hvað ertu með á þér? HREIMUR ÖRN HEIMISSON Var að skipta í evrur af því að hann er á leið til Spánar. LYKLAKIPPA „Þetta eru lyklarnir að Toyota Corolla ‘87. Gamall jálkur kærustu minnar sem hefur staðist tímans tönn. Ég keyri þennan bíl sjaldan. Ég er nýbúinn að selja minn og ætla að kaupa mér annan fljót- lega. Þarna eru húslyklarnir líka. Er bara með tvo lykla á kippunni. Lyklakippan mín lýsir mér mjög mikið. Ég er mjög einfaldur maður.“ 51 KR. „Ég er yfirleitt bara með kort. Ég var að skipta peningum í evrur og setti þetta í vasann.“ TVÆR NÓTUR, HVAÐ VARSTU AÐ KAUPA? „Ég keypti gallapils handa konunni minni í Sautján. Þetta er óvænt gjöf fyrir Spánarferðina.“ ERLENDUR SEÐILL „Þetta eru hundrað evrur af þeim sjö- hundruð sem ég var að skipta í. Ég er að fara til Spánar í dag. Þar ætla ég að slappa af með unnustu minni. Við förum í þorp með strönd rétt hjá. Ég er voðalega rólegur yfir öllum hitanum.“ ÖKUSKIRTEINI „Það er glænýtt. Ég týndi gamla ökuskírteininu á golf- vellinum á Akureyri. Ég tók prófið þegar ég var 17 ára, árið 1995. Ég náði því við fyrstu tilraun en er alveg laus við meirapróf. Ég tek kannski einhvern tímann atvinnupróf seinna, mig langar til þess að kunna á gröfu.“ DEBETKORT „Það er glænýtt. Það er betra að vera með nýtt kort fyrir Spánarferðina, þannig að allt sé pott- þétt. Þá lendir maður ekki í segulrandarvanda- máli. Ég er alltaf með debetkort. Ég náði í mitt fyrsta kreditkort í gær. Mér hefur alltaf verið sagt að þau séu af hinu illa. Svo lærði ég að það er heilmikið öryggi í því að hafa eitt svoleiðis í út- löndum. Svona ef eitthvað kæmi upp á. Hef ekki þurft að stóla á það áður, það er alltaf nóg inni á bókinni. Maður passar sig á því.“ GSM-SÍMI „Símanum mínum var þröngvað upp á mig af fjölskyldufólki og hljómsveit. Ef ég mætti ráða myndi ég ekki vera með hann. Ég þoli ekki GSM-síma. Ég væri hins vegar til í að eiga GSM-síma með myndavél, þá þætti mér gaman að honum.“ Hreimur segist slökkva á símanum sínum þegar hann fer í sumarbú- stað, þegar hann spilar golf og þeg- ar hann er í bíó.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.