Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 21.08.2003, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Lífið er meira og minna einn línu-dans og samningar um leiðir að alls konar markmiðum. Það er al- gengt í þessum dansi að fólk komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé í ein- hverjum tilvikum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, og það er ekkert skrýtið. Það kemur þó fyrir, ekki síst í pólitík, að tekin er sú ákvörðun að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er skrýtið. HVALASKOÐUN hefur undanfar- in ár verið helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustu á Íslandi og vitað er að mikill fjöldi fólks kemur hingað til lands fyrst og fremst í þeim til- gangi að sigla á haf út og horfa á hvali. Hvalveiðarnar nú eru blaut tuska í andlitið á því fólki sem hefur verið að byggja upp hvalaskoðunar- ferðir víðs vegar um landið. Hættan á gríðarlegum samdrætti í þessari þjónustu hlýtur að vera fyrir hendi. OFAN Á ÞETTA BÆTIST svo nei- kvætt viðhorf heimbyggðarinnar vegna þess sess sem skepnan hvalur hefur fengið í hugum fólks í hinum vestræna heimi. Hvert og eitt okkar getur svo haft sína skoðun á rétt- mæti þess sem jaðrar við tilbeiðslu á hvölum. Við getum líka deilt um þau sjónarmið að það sé ill meðferð á dýrum að skjóta hvali. Við mannfólk- ið stundum skotveiðar á fjöldamörg- um villtum dýrum sem hljóta áreið- anlega ekki skárri dauðdaga en blessaðir hvalirnir. ÞÓ ER við ramman reip að draga þegar tilfinningarök massans í hin- um vestræna heimi eru annars veg- ar. Að vísu hefur okkur, að því er virðist, tekist að telja umheiminum trú um að hvalveiðar séu aldagömul hefð á Íslandi. Þessu virðist fólk trúa eins og nýju neti og einhverjir fyrir- gefa okkur líklega á þeim forsend- um. Á móti kemur að unnið er að því að gera hvalveiðarnar tortryggilegar í augum þessa sama fólks með því að vera á flótta undan fjölmiðlum. Af hverju má ekki mynda hvalveiðar eins og aðrar veiðar? OG HVAÐ FÁUM VIÐ svo í stað- inn? Við fáum áreiðanlega miklar og góðar upplýsingar um hrefnustofninn við Ísland. Og við fáum líka tugi tonna af kjöti sem mörgum þykir af- skaplega góður matur. En það er samt þetta með meiri hagsmuni og minni. Minni hags- munir eða meiri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.