Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 12
12 27. september 2003 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Höfuðborgin féll í hendur Tali-bönum eftir harða bardaga í alls 3 daga. Þeir náðu algjörum yf- irráðum þegar þeir náðu forseta- höllinni. Forsætisráðherra lands- ins, Burhanuddin Rabbani, og ráð- herrar hans voru þegar á flótta ásamt yfirmönnum hers síns. Fyrrum forsetinn, Mohammed Najibullah, var strax drepinn og sömuleiðis bræður hans. Fram að þessu hafði hinn ein- eygði leiðtogi Talibana, Mullah Mohammed Omah, og stúdentar hans svokölluðu (talibani þýðir í raun námsmaður) tvisvar ráðist á borgina en allt er þá þrennt er og í þetta sinn tóku þeir borgina. Af- leiðingarnar voru skelfilegar, eins og flestir þekkja, og hundruð manna dóu strax í innrásinni. Is- lömskum lögum var komið á í borginni, líkt og á öllu landsvæði undir stjórn Talibana, og grimmi- legar viðvaranir sendar út til borgara sem hugsanlega gætu fengið þá flugu í höfuðið að hugsa sjálfstætt. Talibanar eru nú aftur orðnir að litlum hryðjuverkasamtökum og Bandaríkjamenn hafa tekið Kabúl. Mullah Mohammed Omah er ennþá leiðtogi þeirra og talið er að þeir dvelji í uppi í fjöllum og bíði færis á að fá aftur fyrra vald sitt. ■ Anna J.G. Betúelsdóttir, Furugerði 13, Reykjavík, lést miðvikudaginn 24. sept- ember. Gestur Breiðfjörð Ragnarsson, Selsvöll- um 12, Grindavík, lést miðvikudaginn 24. september. Ólöf Halla Hjartardóttir Chenery lést þriðjudaginn 23. september. Okkur var spáð döpru gengi ívor en ég held að það hafi bara stappað í okkur stálinu. Við höfðum trú á okkur og náðum að gíra okkur upp fyrir Íslands- meistaramótið,“ segir Ólafur Jó- hannesson, þjálfari knattspyrnu- liðs FH-inga. Ólafur er fæddur árið 1957 og hóf ferilinn bæði sem leikmaður og þjálfari á Vopnafirði 1981: „Það voru ógleymanleg ár. Þaðan fór ég í Borgarnesið og svo hef ég þvælst um landið og þjálfað fyrir ýmis félög,“ segir Ólafur, sem spilaði meðal annars með liði Valsmanna þegar þeir urðu Íslandsmeistarar árið 1986. Ólafur þjálfaði FH-inga fyrir nokkrum árum en tók við liðinu aftur nú í ár: „Gengið var dapurt í vor en liðið var ekki fullmannað og við vissum því að við gátum gert betur. Við höfum svo verið að bæta okkur hægt og sígandi í allt sumar. Við erum með frá- bæra fótboltamenn og höfum bætt mönnum í liðið og fengið góðan stuðning í sumar. Þetta hefur allt hjálpað til en núna höfum við náttúrlega bara verið að halda áfram þeirri vinnu sem við höfum staðið í. Það eina sem hefur breyst við að komast í úr- slitaleikinn er að tímabilið hefur lengst um eina viku.“ Ólafur er trésmiður að mennt og hefur starfað sem smiður með þjálfarastarfinu: „Í augnablikinu er ég ekkert í trésmíðinni. Það er ekki hægt að bjóða atvinnumönn- unum upp á að maður sé í annarri vinnu. Það reynist mér ágætlega að hafa tekið frí frá smíðastörf- unum og ég hef átt margar góðar stundir á golfvellinum í staðinn.“ En hvernig leggst leikurinn í kvöld í þjálfara liðsins? „Ég býst við hörkuleik enda eru Skagamenn sterkir. Ég tel að bæði liðin hafi jafna möguleika á að vinna en spái að sjálfsögðu mínum mönnum sigri. Ég segi að leikurinn fari 2-1 FH-ingum í hag.“ ■ Maður vikunnar ÓLAFUR JÓHANNESSON ■ Þjálfari FH-inga spáir því að bikar- úrslitaleikurinn gegn Skagamönnum fari 2-1 fyrir FH. GWYNETH PALTROW Sú skæra stjarna er þrítug í dag. 27. september ■ Þetta gerðist 1939 Pólverjar gefast endanlega upp fyrir Þjóðverjum eftir að hafa barist hetjulega en tapað flest- um orrustum. 1940 Berlín-Róm-Tokyó samkomulag- ið næst og á bandalag að standa næstu 10 ár. 1959 5000 íbúðar eyjunnar Honshu í Japan deyja í fellibyl. 1960 Sósíalistinn Sylvía Pankhurst deyr í Eþíópíu. 1968 Söngleikurinn Hárið frumsýnd- ur í London, degi eftir að rit- skoðunarmáli lýkur. 1985 Money for Nothing með Dire Straits er á toppi bandaríska listans. 1989 Jeffrey Petkovich og Peter DeBernardi láta kasta sér niður Níagarafossa í tunnu og lifa af. TALIBANAR ■ Á þessum degi fyrir 7 árum féll höfuð- borg Afganistans í hendur Talibönum eft- ir harða bardaga undangengna 3 daga. 27. september 1996 Spáir FH-ingum sigri í dag Út er komin ljóðabókin Í ljósiþínu eftir Þór Stefánsson en Sigurður Þórir listmálari mynd- skreytti bókina. Þeir Þór og Sig- urður hafa áður unnið að fyrri bókum Þórs en teikningarnar eiga við annað hvert ljóð bókarinnar sem er þannig sett upp að á hverri opnu eru tvö ljóð og ein teikning. Vægi mynda og ljóða er jafn mik- ið í umfangi í bók- inni, segir í fréttatil- kynningu, og því erfitt að slá því föstu hvort um sé að ræða myndskreytta ljóða- bók eða ljóðum prýdda myndabók. Ljóðin voru engu að síður ort fyrst og svo myndirnar teiknaðar við þau. Það er Goðorð sem gefur bókina út. HÁTÍÐ Í dag stendur stjórn For- eldrafélags Grindavíkur fyrir fjölskylduveislu í Grindavík. Yf- irskriftin er Sól í Grindavík og þar koma meðal annarra fram Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, Guðbergur Bergs- son rithöfundur, Bergur Ingólfs- son leikari, Dagný Reynisdóttir og Hildur Hafstað kennarar og Jón Baldvin Hannesson, skóla- stjóri og ráðgjafi. Veislustjóri verður enginn annar en Hjálmar Árnason alþingismaður. Auk þess munu nemendur Grunnskóla Grindavíkur kynna verkefni sem þau hafa unnið í tilefni fjöl- skylduveislunnar. Einnig mun tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Grindavíkur koma fram. Veislan fer fram í grunnskólanum og byrja herlegheitin kl. 10 og standa fram eftir degi. ■ ■ Nýjar bækur Sól í Grindavík VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Er sérlegur gestur í fjölskylduveislu í Grindavík í dag. ÓLAFUR JÓHANNESSON getur verið stoltur af gengi sinna manna á Íslandsmeistaramótinu í sumar. 11.00 Andri Snær Óðinsson verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 11.00 Jóna Þórunn Vigfúsdóttir, frá Stóru Hvalsá, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Ragnheiður Bergmundsdóttir, Austurvegi 5, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Kristín Sigurbjörnsdóttir Ásgarði, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Boga Kristín Kristinsdóttir Magnusen, Skarði 2, Skarðs- strönd, verður jarðsungin frá Skarðskirkju. 14.00 Þuríður Salóme Guðmundsdótt- ir, Öldubakka 15, Hvolsvelli, verð- ur jarðsungin frá Stórólfshvols- kirkju. 14.00 Þorfinna Stefánsdóttir, Bylgju- byggð 37, Ólafsfirði, verður jarð- sungin frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Marek Pohorecki verður jarð- sunginn frá Raufarhafnarkirkju. 14.00 Kristín Sigurbjörnsdóttir, Ásgarði, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Jónína Margrét Jónasdóttir, Suð- urgötu 51, Siglufirði, verður jarð- sungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Elías Baldvinsson, Vestmanna- eyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju. 14.00 Kristín Jónsdóttir, Breiðumörk 11, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán- arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. TALIBANAR Burhanuddin Rabbani, forsætisráðherra Afganistans, var settur af á þessum degi fyrir 7 árum. Þá fylgdist umheimurinn með atburðum með öðru auga en opnaði bæði nokkrum árum síðar. Talibanar taka Kabúl Sigurður Dagsson knattspyrnumaður er 59 ára. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður er 56 ára. Sigurður Jónsson knattspyrnumaður er 41 árs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.