Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Brúnu augun www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... www.IKEA.is Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is IKEA PS PARVEL vasaljós 790,- KRYP NYCKELPIGA motta 67x80 sm 690,- MAMMUT grænn kollur 990,- , KRYP GRÄS sessa 345,- MÖRKER vinnulampi bleikur 690,- LILLABO húsgögn, borðstofa 990,- Finndu fimm villur... ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 22 01 4 09 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Hef svo sem sagt það áður. Bý í101 eins og hitt fræga og ríka fólkið og uni mér vel í selskapnum. Nema hvað. Rauði krossinn leigir íbúð á móti mér fyrir flóttamenn sem eru fínt fólk. En það er ekki nóg að mér finnist það. Útlendingaeftirlitið er á öðru máli. FYRST bjuggu þar hjón með tvær dætur. Þær voru brúneygðar og buðu góðan dag í þágufalli í stigagangin- um. Tóku sig vel út í flíspeysunum frá 66 gráður norður. Pabbinn sagði mér að þau tilheyrðu ungverska þjóð- arbrotinu í Rúmeníu. Á flótta af ótta um líf sitt. Heyrði fjölskylduna stund- um syngja í íbúðinni. Fann á lyktinni að húsmóðirin bakaði sætabrauð með kanil. Svo kom löggan og sendi þau úr landi. Veit ekki meir. NÆST kom albönsk fjölskylda frá Grikklandi. Hjón með tvo stráka. Þeir léku sér á hjólabrettum og veiddu fisk niður við höfn. Þarna var líka sungið og bakað á kvöldin. Hljóðin falleg og ilmurinn eftir því. Svo eitt kvöldið þegar pabbinn var ekki heima kom löggan og sparkaði upp hurðina. Tók konuna og strákana og setti upp í næstu flugvél. Hitti húsbóndann morguninn eftir með kökk í hálsi og brostin augu. Þau voru brún eins og í strákunum. Svo hvarf hann líka. NÚNA býr þarna ung kona frá Tjetsjeníu. Með tvö brúneygð börn. Þau leika sér ekki úti. En kíkja alltaf fram þegar þau heyra umgang eins og af ótta við lögregluna. SVO var bankað upp á hjá mér í gær. Fyrir framan dyrnar stóðu tveir lög- reglumenn og slengdu lögreglumerki í leðurhulstri framan í mig svona eins og þeir gera í CSI – Crime Scene In- vestigation á Skjá einum. Spurðu mig hvort ég vissi um konuna og börnin á móti. Ég vissi að þau voru inni en sagði ekki orð. Hafði tekið afstöðu með mannúðinni gegn evrópskum reglum um meðferð flóttamanna. Sagði þeim að láta fólkið í friði. NÚ bíð ég eftir að hurðinni verði enn og aftur sparkað upp af laganna vörð- um og börn dregin grátandi og skelf- ingu lostin á dyr. Er ekkert viss um að ég sitji þegjandi hjá. Safna kannski liði og þá yrði hvellur í 101. Jafnvel glóðaraugu fyrir öll brúnu augun. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.