Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 17
17LAUGARDAGUR 27. september 2003 skógarjaðri í námunda við veginn. Þeir kölluðu í lögregluna og nakið mannslík var grafið úr skaflinum. Líkið var með hring á fingri og í hringinn voru grafnir stafirnir VG. Líkið var með skotsár á hnakka og höfði. Þetta var inn- flytjandinn Viktor Gunnarsson. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að fyrrverandi lögreglumaður að nafni Lamont Claxton hafði myrt hann í afbrýðisemikasti vegna kennslukonunnar Kay Weden. Tæpum níu árum eftir morðið sem Viktor Gunnarsson var grun- aður um lét hann líf sitt fyrir hendi morðingja. Lögreglan hafði sýknað hann á sínum tíma, eftir að hann hafði í sex og hálfan sólar- hring haft stöðu grunaðs manns, en almenningsálitið hafði dæmt hann í útlegð. Grunurinn hefur fylgt Viktori Gunnarssyni alla leið í gröfina. Sumir segja að hann hafi verið hinn raunverulegi morðingi á vegum CIA og þess vegna hafi hann fengið landvist- arleyfi í Bandaríkjunum. CIA hafi svo ákveðið að koma honum fyrir kattarnef í öryggisskyni. Sekur uns sakleysi er sannað Gunnar Falk, lögmaður í Stokk- hólmi, hefur nú öðru sinni fengið skjólstæðing sinn látinn lausan. Það er margt líkt með þessu máli og málinu sem kom nafni lög- mannsins á allra varir fyrir 17 árum. En það er líka margt ólíkt. Gunnar Falk segir að sér hafi þótt lítið til þeirra sannana koma sem lögreglan hefur lagt fram gegn hinum 35 ára gamla skjól- stæðingi. „Þeim hefur ekki tekist að tengja hann við glæpinn,“ seg- ir hann og orðin hljóma eins og bergmál af því sem hann sagði við blaðamenn út af öðru máli fyrir 17 árum. Tilhugsunin um að saklaus maður sitji í haldi er skelfileg. Það sem gerði Viktori Gunnars- syni ólíft í Svíþjóð á sínum tíma var að hinn raunverulegi morð- ingi fannst aldrei, svo að sakleysi hans var aldrei sannað í augum al- mennings. Eina vonin núna til að umflýja nýjan harmleik er að rannsókn morðsins á Önnu Lindh leiði til þess að ótvíræð niðurstaða fáist. Þangað til sakleysi hans hef- ur verið sannað og annar söku- dólgur játað er hinn 35 ára gamli maður sekur í augum almennings. Sekur um að hafa legið undir grun. Það er vissulega andstætt lögunum. En lífið er einfaldlega þannig. thrainn@frettabladid.is SÖNNUNARGAGNA AFLAÐ Lögreglan í Svíþjóð aflar nú sönnunargagna. Það var einmitt það sem skorti, sönnunar- gögn, í tilviki hins þrjátíu og fimm ára gamla manns sem nú hefur verið sleppt. Hinn 35 ára gamli maður semáður sat í þeim klefa sem hinn 24 ára gamli Mijailo Mijailovic gistir nú, vegna morðsins á Lindh, er frelsinu feginn. Aftonbladet í Svíþjóð hefur birt einkaviðtal við hann þar sem hann lýsir veru sinni í gæsluvarðhaldinu og ánægju sinni með að hafa verið látinn laus. Hann segist hafa verið viss um sakleysi sitt en engu að síð- ur hafi hann óttast að lögreglan mundi grípa til þess að falsa sönnunargögn gegn sér til þess að geta sagst hafa leyst morðið. Hann segist hafa verið mjög feginn þegar verjandi hans sagði honum að gögn í málinu hefðu verið send í lífsýnarann- sókn, DNA, til Englands, en þá hefði hann orðið þess fullviss að sakleysi sitt kæmi í ljós. Dagarnir í einangrunarvist- inni voru lengi að líða. Í klefan- um var einungis dýna og teppi og salernisaðstaða. Klefadyrn- ar eru úr skotheldu gleri. Það er ljóst að hinn 35 ára gamli maður mun eiga kröfu á sænska ríkið í miskabætur fyr- ir að hafa setið saklaus í gæslu- varðhaldi. Hin gífurlega athygli sem málið hefur vakið mun verða til þess að hann geti gert kröfu um mun hærri bætur heldur en þeir sem óvart verða fyrir því að lenda í steininum „í kyrrþey“. Umfjöllun fjölmiðla Einnig er líklegt að maðurinn reyni að höfða mál á hendur þeim fjölmiðlum sem hann telur að hafi farið offari í umfjöllun sinni um persónu sína, æviferil og annað sem honum tengist. Á þessari stundu er engin leið að spá fyrir um hvernig sá mála- rekstur muni ganga því að fjöl- miðlar svara því til að svona stórmál geri kröfu til ýtarlegrar umfjöllunar og almenningur eigi rétt á því að fá allar þær upplýs- ingar sem fjölmiðlar geti komist yfir. Það þjóni ekki lýðræðinu að fjölmiðlar ritskoði sjálfa sig, og umfram allt megi aldrei vakna grunsemdir um að fjölmiðlar þegi yfir einhverju sem þeir hafi vitneskju um. ■ Fyrri gæsluvarðhaldsfanginn í viðtali við Aftonbladet um reynslu sína: Óttaðist lögregluna MAÐUR Í MANNS STAÐ Nýr maður hefur nú verið leiddur í réttar- sal í stað þess fyrri. Myndatökur eru bannaðar en þetta er hinn grunaði séður augum teiknara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.