Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4
4 27. september 2003 LAUGARDAGUR Hverjir verða bikarmeistarar karla í fótbolta? Spurning dagsins í dag: Fær Ísland sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 37,6% 62,4% FH ÍA Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Samtök verslunar segja Impregilo enga reikninga hafa borgað: Impregilo sagt lofa og svíkja VIÐSKIPTI Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir ít- alska verktakafyrirtækið Impreg- ilo stunda að efna til reikningsvið- skipta við íslensk fyrirtæki og svíkja síðan öll loforð um greiðsl- ur. Samtökin hafa óskað eftir því við félagsmenn sína að þeir gefi yfirlit yfir stöðu viðskipta við Impregilo fyrir lok dags á mánu- daginn. Andrés segir sum fyrir- tækin þegar hafa lokað á viðskipti við ítalska verktakann. Útlit sé fyrir að vanskilin skipti tugum milljóna króna. „Hversu margir milljóna- tugirnir eru vitum við betur á mánudaginn. Ég myndi giska á að það væru á milli tíu og tuttugu fyrirtæki innan okkar vébanda sem í hlut eiga. Þetta eru fyrst og fremst fyrirtæki sem flytja inn byggingarvörur, rafmagnsvörur og slíka hluti,“ segir Andrés. Að sögn Andrésar hafa við- skiptin staðið allt frá því í júní: „Þeir hafa ekkert borgað og það eru þrír mánuðir gjaldfallnir. Þeir bara lofa og svíkja. Það eru engar efndir.“ ■ Á sjúkrahúsi eftir hnífstungu 22 ára maður liggur enn á sjúkrahúsi eftir hnífstungu aðfaranótt síðasta sunnudags. Gunnleifur Kjartansson, hjá ofbeldisbrotadeild lögreglunn- ar, segir einn vera grunaðan um verknaðinn. BREIÐHOLT Tuttugu og tveggja ára maður liggur á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð sem gerð var eftir hnífsstungu. Maðurinn var stung- inn fyrir utan Select í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Árásar- mennirnir hættu misþyrmingunum þegar þeir sáu að maðurinn var ekki sá sem þeir áttu sökótt við. V i ð m æ l a n d i Fréttablaðsins seg- ir að maðurinn hafi verið fluttur á slysadeild eftir árásina þar sem var saumaður fimm sentímetra skurður á síðu hans. Síðan var hann sendur heim. Honum leið illa og fann til slapp- leika. Á mánudaginn var hann orðinn mikið veikur, meðal annars var hann mjög bólginn á maga. Farið var með hann á sjúkrahús og þá kom í ljós að um innvortis meiðsl var að ræða og var hann sendur í skurðaðgerð um mið- nætti á mánudag. Viðmælandi blaðsins segir manninn ætla að kæra og að hann sé þegar búinn að fá sér lögfræðing. „Enginn hefur verið handtek- inn vegna árásarinnar,“ segir Gunnleifur Kjartansson hjá of- beldisbrotadeild lögreglunnar. Hann segir einn vera grunaðan og unnið hafi verið í málinu af krafti síðan árásin átti sér stað. Að sögn Gunnleifs er búið að yfirheyra nokkra en ekki þann grunaða. „Húsbrotið á mánudagskvöld var einhvers konar uppgjör um persónulega hluti á milli einstak- linga. Það var ekki kært, sem seg- ir kannski meira en mörg orð,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Hann segir eitthvað annað á bak við árásina en sýnist í fyrstu. „Við höfum verið að rannsaka hver grunnorsökin er og höfum unnið í því að leysa málið, meðal annars til að stoppa múgsefjun á meðal unglinganna.“ Geir Jón segir að árásin fyrir utan Select hafi verið gerð vegna misskilnings, sá sem ráðist var á hafi ekki verið sá sem árásarmað- urinn átti sökótt við. „Alltaf þegar svona gerist hefj- um við grunnvinnu meðal krakk- anna. Tölum við þá og athugum hvað er að gerast,“ segir Geir Jón. Hann segir slíka atburði sem bet- ur fer afar sjaldgæfa. „Það er ekkert sem gefur tilefni til þess að halda að um viðvarandi ástand sé að ræða, það kæmi okkur á óvart ef eitthvað nýtt kæmi upp á eða þetta héldi áfram.“ hrs@frettabladid.is Ísafjarðarbær: Hætta drápi villikatta BÆJARMÁL Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að hætta aðgerðum við útrýmingu villikatta um sinn. Fréttavefurinn bb.is greindi frá því í gær að tillaga um að hætta drápum á villiköttum hefði verið samþykkt á bæjar- stjórnarfundi á fimmtudaginn. Jafnframt hafi verið samþykkt að leggja fram drög að sam- þykkt um kattahald á fund bæj- arráðs eftir helgi. Fyrir skömmu fór af stað átak til að hreinsa Ísafjarðarbæ af villiköttum. Valur Richter, mein- dýraeyðir á Ísafirði, líkti þá ástandinu við „algjöra plágu“. ■ ELDFJALLIÐ FUJI Eldgos hefur ekki orðið á fjallinu Fuji í þrjár aldir. Eldfjallið Fuji: Gufa úr sprungum TÓKÍÓ, AP Ljósleit gufa hefur streymt úr sprungum í hlíðum Fuji, frægasta fjalls Japans, und- anfarna daga. Japanska veður- stofan segir þó ekkert benda til þess að eldgos sé á næsta leiti. Þetta er í fyrsta sinn í hátt í sex áratugi sem gufu leggur frá fjall- inu. Mælingar hafa verið gerðar á gufunni og inniheldur hún hvorki brennistein né önnur frumefni sem gætu bent til þess að eldgos væri í vændum. Fuji-fjall gaus síðast árið 1707. Í dag búa um 12,5 milljónir manna í nágrenni fjallsins. ■ BLÓMAHAF Um sex milljónir rósa eru ræktaðar hérlendis ár hvert. Blómasýning: Ræktun í blóma BLÓM Blómasýning 2003 í Ráðhúsi Reykjavíkur verður opnuð al- menningi í dag. Það er Samband garðyrkjubænda, í samvinnu við blómabændur, Garðyrkjuskóla ríkisins og Félög blómaskreyta, blómaheildsala og blómaverslana, sem stendur að sýningunni. Á sýningunni verða blóma- skreytar að störfum, auk þess sem efnt verður til samkeppni um nafn á nýja gerberutegund. Íslensk ræktun er í miklum blóma, en talið er að framleiddar séu um 6 milljónir rósa árlega hér á landi. Þá er mikil gróska í potta- blóma-, túlípana- og gerberu- ræktun. ■ Össur: Kaupir fyrirtæki FJÁRFESTING Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur samið um kaup á bandaríska fyrirtækinu Gener- ation II fyrir um 2,4 milljarða ís- lenskra króna. Generation II er eitt fremsta fyrirtæki heims í framleiðslu á hnjáspelkum og hjá því starfa 168 manns í þremur löndum. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir kaupin mikilvægan áfanga í sókn Össurar inn á stuðn- ingstækjamarkaðinn og að áhersl- ur bandaríska fyrirtækisins falli mjög vel að hugmyndafræði Öss- urar. ■ Bæjarstjóri um Norðurál: Lítur vel út ATVINNUMÁL Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, fagnar tíðindum af því að samningsdrög liggi fyrir um orkusölu vegna stækkunar Norðuráls. „Þessi tíðindi eru á betri veg- inn,“ segir hann. „Maður er aldrei rólegur fyrr en allir samningar hafa verið undirritaðir, en þetta lítur vel út. Það er afar mikilvægt, ekki bara fyrir Akranes, heldur fyrir allt Vesturland og í raun höf- uðborgarsvæðið að samningar takist um þessa framkvæmd,“ segir Gísli. ■ Enn sprengt í Írak: Níu létust BAQOUBA, AP Níu manns létust og tugir slösuðust þegar sprengja sprakk á útimarkaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Grunur leikur á um að sprengjan hafi ver- ið ætluð bandarískum hermönn- um sem hafa aðsetur skammt frá útimarkaðnum. Þá var bandarískur hermaður skotinn til bana nærri bænum Kirkuk. Alls hafa 86 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því Bush lýsti yfir formlegum stríðslokum 1. maí. ■ Landsbankinn: Stefnan sett í austurátt VIÐSKIPTI Landsbankinn opnaði nýtt útibú í Lúxemborg í gær. Úti- búið var áður í eigu Búnaðar- banka Kaup- þings, en í maí á þessu ári keypti L a n d s b a n k i n n það og breytti nafninu í Lands- bankinn Luxem- bourg A.S. „Landsbank- inn hefur einsett sér að að vaxa með aukinni út- rás,“ sagði Björg- ólfur Guðmundsson, stjórnarfor- maður Landsbankans. Hann sagði að til stæði að stækka Heritable- bankann í London, sem er í eigu Landsbankans. Þá væri stefnt á að opna útbú í Pétursborg í Rúss- landi og skoða möguleikana á að opna útibú í Eystrasaltslöndun- um. ■ Colin Powell setur framkvæmdaráði Íraks tímamörk: Hálft ár til að semja stjórnarskrá NEW YORK, AP Bandaríkjamenn ætla að gefa framkvæmdaráði Íraks sex mánaða frest til þess að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. Colin Powell utanríkisráðherra skýrði frá þessu í viðtali við New York Times í gær. Powell sagði að tím- inn væri naumur en með þessu væri Bandaríkjastjórn að bregð- ast við kröfum um valdaafsal til Íraka. Frakkar og fleiri þjóðir hafa krafist þess að íraska heimastjórnin taki við stjórnar- taumum í landinu eins fljótt og auðið er. Powell segir að í nýrri stjórn- arskrá Íraks eigi meðal annars að vera ákvæði um hvort forseti eða landsþing fari með yfirstjórnina, hvernig kjósa skuli forseta og þing og hvert samspil ríkis og trúar verði í nýju Írak. Powell sagði að Bandaríkja- stjórn hefði beðið framkvæmda- ráðið í Írak að áætla hversu lang- an tíma tæki að semja nýja stjórnarskrá og svars væri að vænta á næstunni. Bandarísk hermálayfirvöld færu með stjórn í Írak uns stjórnarskrá gefði ver- ið samin og kosið í landinu. ■ ANDRÉS MAGNÚSSON „Þeir bara lofa og svíkja. Það eru engar efndir,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. BJÖRGÓLFUR Stefnt á að opna útbú í Pétursborg í Rússlandi. SELECT Í BREIÐHOLTI Maðurinn sem var stunginn fyrir utan Select var ekki sá sem árásarmennirnir áttu sökótt við. ■ Það er ekkert sem gefur til- efni til þess að halda að um viðvarandi ástand sé að ræða. SETUR TÍMAMÖRK Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir framkvæmdaráðið í Írak fá sex mán- aða frest til að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. Í kjölfarið verði efnt til kosninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.