Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 14
verið handtekinn í tugi skipta. Tukthúsaður og engar bætur fengið fyrir það. Þá hefur enginn viljað sinna þeirri beiðni minni, nú á seinustu misserum, að skrá það í þjóðskrá að ég sé búinn að ónýta viðurkenningu mína á draugnum. Samningurinn var gerður við guð segja þeir og þeir hafi því ekki nokkur tök á því að eyði- leggja hann. En þeir höfðu nú samt tök á því að gera þennan samning.“ thorarinn@frettabladid.is 14 27. september 2003 LAUGARDAGUR Helgi Hóseasson er flestumkunnur fyrir áratugalanga baráttu sína fyrir því að fá skírn- arsáttmála sinn ógiltan en fræg- asta senan í þeirri baráttu er það uppátæki Helga að sletta skyri yfir þingheim við setningu Al- þingis árið 1972. „Þeir neituðu því hver um ann- an þveran, biskopurinn og þeir sem ég vildi fá til að ónýta skírn- arsáttmálann sem ég var látinn gera við himnadrauginn. Ég varð því að gera það sjálfur þó mér fyndist nú að þessir fulltrúar aft- urgöngunnar ættu að gera það.“ Helgi segist engu geta hafa ráðið um skírn sína og hafi svo verið vélaður til þess þegar hann var enn á barnsaldri að staðfesta gjörninginn með fermingunni. En hvenær gerði hann sér ljóst að hann ætti enga samleið með guði? Lygasaga frá Arabíu „Ætli ég hafi ekki verið um tví- tugt þegar ég fór að fetta fingur út í þessar arabasögur þarna að austan,“ segir Helgi og segist aldrei hafa látið það hvarfla að sér að gefast upp fyrir ofurefli emb- ættismannakerfisins. „Þeir voru nú að reyna að fá mig til að leggja niður skottið en ég hafði ekki áhuga fyrir því. Mér fannst þetta vera svívirðing gagn- vart mér sem hugsandi skepnu að hafa það eftir mér að ég viður- kenndi mörg þúsund ára gamlar lygasögur austan úr Arabíu. Ég ber ekki meiri virðingu en svo fyrir þessum sögusögnum þarna austan að. Það er kyndugt með þetta helvítis himnaríki. Menn benda upp í geiminn en geta ekki staðsett hvar þessi himnafjöl- skylda á heima; Gabríel, Mikael, María gamla og Krosslafur og Satan því hann er nú einn af fjöl- skyldunni. Það er alveg furðulegt að menn sem halda að þeir séu með fullu ráði og rænu skuli vera að ljúga þessum lygasögum í börn. Það er íhugunarvert og mér finnst það vera kynjalegt hvað lítið er gert af því að hamla móti þessum vitleysingsgangi með þessa svokölluðu kristni. Ég hef verið steinhissa á því lengi að það skuli ekki vera stofnaður form- legur félagsskapur eða samtök gegn svona glæpaverki að vera að teygja börn út í þennan and- skota og kalla þetta heilagan sannleik hérna norður við pól. Það vita allir menn sem ekki hafa eintómt hey í hausnum að það er enginn guð til. Enda væri hann argasti óþokki sem sögur fara af ef hann væri til. Ég hef orðið vitni að því að hann reyndi ekki að hindra þær tvær heimsstyrj- aldir sem ég hef lifað. Þetta bölv- aða líf er eintóm helvítis vitfirr- ing.“ Skyrinu slett Helgi var orðinn langþreyttur á áhugaleysi yfirvalda á að leysa úr máli hans þegar hann sletti skyrinu. „Af hverju skyr? Ég varð að láta eitthvað koma á móti því að þingsetarnir og ríkisstjórnin og fleiri ráðamenn eins og biskop- ur sinntu ekki bréfi mínu. Ég skrifaði þeim öllum bréf og þeir önsuðu mér bara tveir: Bjarni Ben. og Lúðvík Jósepsson. Hinir svöruðu mér ekki og til minningar um það þá réðist ég í það að sæma þá skyrinu. Ég hef ekki verið kærður fyrir það enn þann dag í dag.“ Helgi var handtekinn með lát- um eftir að hafa nánast tæmt skyrfötuna yfir biskup, forseta, ráðherra og þingmenn og segir að hann hafi ekki verið tekinn nein- um vettlingatökum. „Þeir lágu þarna fjórir ofan á mér niður í skyrslettunum og drösluðu mér svo burt, járnuðum á höndum og fótum. Ég skvetti líka tjöru á Stjórnar- ráðshúsið á sínum tíma og hef ekki heldur verið kærður fyrir það. Þetta er kynjalegt þetta rétt- arfar í þessu landi. Menn eru nú kærðir fyrir minni læti en þetta.“ Pereat í Iðnskólanum á Akureyri Þrautsegja Helga og úthald í mótmælum hefur að vonum vakið athygli í gegnum tíðina en hann lætur enn í dag sjá sig á götum úti með mótmælaskilti. En hefur hann alltaf verið uppreisnarmað- ur? „Ég veit ekki hvað má kalla uppreisnir. Ég var nú í Iðnskólan- um á Akureyri á sínum tíma og þar var til málamynda bindindis- félag og ég hafði orð á því á einum fundi að ég kynni illa við það að kennararnir gengju með vind- linga í kjaftinum hvar sem væri í skólanum þar sem það væri tekið fram í skólareglugerð að reyking- ar væru einungis leyfðar í ytri forstofu. Þá sagði nú skólastjór- inn, sem var á fundinum, að það væri nú ekki að ástæðulausu sem kennararnir gerðu þetta því þeir hefðu bara engan tíma til þess að sinna þessum bindindismálum. Mér þótti það kynjalegt tíma- leysi að það skyldi koma þannig út að þeir þyrftu að ganga reykjandi um allan skólann. Nú, svo líkaði skóla- stjóranum þetta ekki hjá mér að vera að atyrða kennarana gagnvart reykingun- um og boðaði mig inn á skrifstofu sína eftir þrjá daga og sagði mér að hann hefði nú verið að bíða eftir því að ég bæðist afsökunar á þessari ræðu sem ég hafði flutt á bindindisfélagsfund- inum. Ég sagðist vera alveg í standi til þess að biðjast af- sökunar ef hann gæti sýnt mér fram á að ég hefði eitt- hvað brotið af mér. Hann sagði að ég ætti engan rétt á að heimta það og sagði að það væri tvennt í þessu; ann- að hvort bæðist ég afsökun- ar eða mér yrði vikið úr skólanum og það fór svo að ég var rekinn. Það má kalla þetta uppreisn.“ Hver er geðsjúkur? Helgi hefur séð ófáar ríkisstjórnir koma og fara og segir þær allar hafa ver- ið svipaðar. „Það hefur alltaf loðað það sama við hvað sem þessir ríkisstjórnarkarlar hafa heitið. Þeir sem ráða í dag eru ekkert verri en aðrir hvað snertir tóbak og áfengi en þeir eru kannski öllu meiri stríðsmenn. Þeir hafa verið handgengnir Bandóð- ríkja ríkisstjórninni eins og sýnir sig með þessum samn- ingi um að hjálpa þeim til þess að drepa Írakana og stela frá þeim olíunni. Það fer lítið fyrir því í íslenskum blaðaskrifum hver raunveru- legur tilgangur Bandaríkjaó- stjórnarinnar og Breta er með því að ræna, níða niður og drepa Írakana.“ Stóriðjuáform stjórnar- innar eru Helga heldur ekki að skapi. „Virkjunin við Kárahnjúka er eins og hver önnur eyðileggingar- starfsemi á þessu landi og almenningur rís ekki upp, síður en svo. Hann fram- lengir völdin hjá þessum andskotum.“ Helgi segir almenning lítið hafa amast við sér í gegnum tíðina út af mót- mælum sínum, og að hann hafi ekki fundið fyrir því að fólk liti á sig sem hættulegan geð- sjúkling, en Helgi var lagður inn á Klepp á sínum tíma. „Það hef- ur farið mjög lítið fyr- ir því að fólk amist við mér og þeir sem hafa sinnt mér hafa verið vinsamlegir við mig frekar en hitt. Þeir eru fáir sem hafa verið að skíta á sig við mig fyrir utan þræla [löggur, innsk. blaðamanns] og læknana sem eru að ljúga geðveiki upp á mig. Skyldu þeir hafa fríun frá geðveiki þessir læknar sem eru að dæma mig geðveikan? Mér er það spurn. Ætli þeir hafi verið athug- aðir sem geðsjúklingar? Ég veit það ekki.“ Hrópandinn í eyðimörkinni Mótmælandinn Helgi Hóseasson hefur sett mark sitt á Íslandssöguna, meðal annars með því að sletta skyri á ráðamenn þjóðarinnar í baráttu sinni fyrir því að fá skírnarsáttmála sinn ógildan. Þóra Fjelsted og Jón Karl Helgason hafa nú gert heimildarmynd um hinn aldraða einfara, sem frumsýnd verður í næsta mánuði. Í viðtali við Fréttablaðið talar Helgi um stjórnmál, líf sitt og linnulaus mótmæli gegn guði og mönnum. MÓTMÆLANDINN „Ég hef ekki hugsað mér annað en að halda áfram að spyrja svo lengi sem ég get. Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég hef hreinsað persónu mína af glæpaverkum ríkisvaldsins á mér og því forkastanlega ofbeldi sem ég hef engar bætur fengið fyrir. Ég hef verið handtekinn svo tugum skiptir.“ Það vita allir menn sem ekki hafa ein- tómt hey í hausnum að það er enginn guð til. Enda væri hann argasti óþokki sem sögur fara af ef hann væri til. Ég hef orðið vitni að því að hann reyndi ekki að hin- dra þær tvær heimsstyrjald- ir sem ég hef lifað. Þetta bölvaða líf er eintóm helvít- is vitfirring. ,, HELGI HÓSEASSON „Skyldu þeir hafa fríun frá geðveiki þessir læknar sem eru að dæma mig geðveikan? Mér er það spurn. Ætli þeir hafi verið athugaðir sem geð- sjúklingar? Ég veit það ekki.“ Heldur áfram að spyrja Helgi er orðinn 84 ára en er ern og ætlar ekki að láta deigan síga á meðan hann heldur heilsu og hef- ur undanfarið látið sjá sig með skilti þar sem hann spyr hver hafi skapað sýkla. „Hver skapaði sýkla? Ég hef engan fundið ennþá sem getur svarað því. Þess vegna er ég nú að spyrja. Það er sagt á mörgum stöð- um og í mörgum bókum að himna- draugurinn hafi skapað allt. Skap- aði góður guð sýkla sem drepa milljónir manna á hverju ári? Ég hef ekki hugsað mér annað en að halda áfram að spyrja svo lengi sem ég get. Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég hef hreinsað persónu mína af glæpaverkum ríkisvaldsins á mér og því for- kastanlega ofbeldi sem ég hef engar bætur fengið fyrir. Ég hef FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.