Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 33
33LAUGARDAGUR 27. september 2003 Fréttiraf fólki Skrýtnafréttin Leikarinn Toby Maguire neydd-ist á dögunum til þess að end- urgreiða 15,3 milljónir íslenskra króna sem fyrrum fjármálastjóri hans hafði lagt inn á reikning hans án hans vitundar. Fjármálastjórinn, sem er nú í fang- elsi fyrir peningaþvott, tók pen- inga frá óþekktari kúnnum sín- um og „faldi“ peningana á bankareikningum þeirra stærri, sem vita aldrei hversu mikinn pening þeir eiga. Til þess að forða sér frá því að komast í kast við lögin var Maguire ráð- lagt að skila peningunum sem hann svo gerði. Aðrir leikarar sem lentu í klónum á fjármála- stjóranum voru Cameron Diaz, Leonardo DiCaprio, Tim Roth og Alanis Morrissette. Þá er komið að daglegum frétt-um af ástarsambandi Jenni- fer Lopez og Bens Afflecks. Fjölmiðlafulltrúi Lopez sagði á fimmtudag að parið væri að vinna í sínum málum og að það væru alveg jafn miklar lík- ur á að þau gifti sig og að þau hættu saman. Þaðer svo ekki til þess að lífga meira upp á daga Bens Afflecks að auglýsing sem hann lék í fyrir L’Oreal er endan- lega að rústa leik- ferli hans. Auglýs- ingin hefur verið sýnd hér í sjón- varpi og þar sést leikarinn kyssa fyr- irsætu þess á milli sem hann reyn- ir að sannfæra karlmenn að nota sjampóið þar sem „þeir séu þess virði“. Þetta hefur farið mjög illa í Bandaríkjamenn og auglýsingunni kippt úr spilun til þess að bjarga því sem bjargað verður af ímynd leikarans. Auglýsingin verður þó sýnd áfram í Evrópu við minnk- andi vinsældir leikarans. Bandaríska poppsveitin R.E.M.er við það að gefa út nýja safn- plötu. Nú er komið að því að safna saman helstu slög- urum sveitarinnar frá árunum 1988 - 2003. Platan kemur út 27. október næstkomandi og fá hörðustu aðdáend- urnir, sem nú þegar eiga allt með sveitinni, líka eitthvað fyrir sinn snúð. Á disknum verða tvö ný lög auk þess sem fyrstu eintökunum fylgir auka DVD-diskur sem inni- heldur nokkur myndbönd og tón- leikaupptökur. TÓNLIST Fyrirtækið sem hann- aði netskiptiforritið Kazaa, þangað sem netnotendur hafa getað sótt tónlist, kvikmyndir og ljósmyndir án endur- gjalds, hefur kært flest þau bandarísku stórfyrirtæki sem framleiða afþreyingarefni. Sharman Networks lagði kærurnar fram á mánudag en þar sakar fyrirtækið afþrey- ingarrisanna Universal og Time Warner um að nota óskráðar útgáfur af forritum sínum í tilraun til þess að hræða notendur. Fyrirtækin hafa í gegnum forritið hótað að lögsækja þá netnotendur sem skiptast á tónlist eða kvikmyndum þeirra. Talsmenn netfyrirtækisins segja einnig afþreyingarfyrir- tækin hafa brotið lög með til- raunum sínum til þess að stöðva fríar skiptingar í gegnum Kazaa. Talsmenn Samtaka plötuútgef- enda í Bandaríkjunum segja til- raunir Sharman Networks vera kaldhæðnislegar. Í lögsókninni lýsir fyrirtækið yfir miklum stuðningi við höfundarétt lista- manna, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið á þeim síðustu árin. Talsmenn Universal og Time Warner hafa neitað að tjá sig um málið. ■ Netskiptaforrit kærir skemmtanaiðnaðinn BRENNDIR DISKAR Stríðið á milli netskiptiforrita og afþreying- ariðnaðarins heldur áfram. Könnun sem RAC Foundationgerði meðal 898 bílstjóra víðs vegar um heiminn sýndi að þrír af hverjum fjórum leita til almættis- ins þegar þeir lenda í umferðar- hnútum. Einnig kom í ljós að um 22% bílstjóra heimsins biðja reglu- lega til Guðs þegar þeir eru á bak við stýri. Algengast er víst að bílstjórar biðji almættið um að losa sig út úr umferðarhnútum. Einnig biðja bílstjórar til Guðs um að filman sé búin í eftirlitsmyndavélunum þegar þeir sjá flassið í bakspegl- inum. 16% sögðust svo biðja til Guðs um lítinn umferðarþunga áður en þeir leggja af stað í bílt- úrinn. 6% manna biðja víst til kaþólska ferðadýrlingsins heilags Kristófers í stað þess að ónáða yfirmanninn. Ekki voru allir jafn eigingjarnir því nokkrir sögðust biðja fyrir öðr- um bílstjórum sem ættu í vand- ræðum. Aðrir sögðust eyða tíma sínum bak við stýri í það að biðja fyrir fjölskyldu og ástvinum. Talsmaður þeirra sem gerðu könnunina sagði að greinilegt væri að bíllinn væri að taka við kirkj- unni sem helgistaður nútíma- mannsins. Hann sagðist svo vonast til að þessi bænahöld hjálpuðu bíl- stjórum að sefa reiði sinna til ann- ara í umferðinni. Séra Ian Gregory, sóknarprest- ur í Cheadle, Staffordshire í Bret- landi, segir að bænin sé góður stressbani: „Það er gott að vita til þess að fólk biðji almættið um að- stoð. Þó er best að biðja fyrir ró. Guð getur ekki breytt umferðar- ljósum eða eyðilagt filmuna í eftir- litsmyndavélum en hann getur breytt fólki, hvort sem það er að keyra eða ekki.“ ■ Guð bjargar bílstjórum HEILAGUR BÍLL Þessi bílstjóri biður líklegast til Guðs um að hann komist undir allar brýrnar í borginni. BÍTLAKVÖLD Í KALIFORNÍU Einu eftirlifandi Bítlarnir, Paul McCartney og Ringo Starr, mættu til sýningar myndarinnar „Concert for George“ er haldin var í Burbank í Kaliforníu á miðvikudagskvöldið. Þar voru þeir með eiginkonum sínum Heather Mills, sem ber nú barn Pauls undir belti, og Barböru Bach, sem Starr kynntist við tökur myndarinnar Cave Man. BRJÁLUÐ RÝMINGARSALA Antikbúðin Laugavegi 101 opið 11-18 alla helgina AF ÖLLU vegna breytinga 50%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.