Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 16
16 27. september 2003 LAUGARDAGUR
Flestir hafa fengið að kynnastþví að það getur verið ákaflega
pirrandi að vera hafður fyrir
rangri sök. Einhver segir að mað-
ur hafi sagt eitthvað sem maður
hefur ekki sagt og af því hlýst
misklíð sem byggist á misskiln-
ingi. Ennþá verra er þó að vera
saklaus grunaður um að brjóta
lögin. En verst af öllu hlýtur þó
fyrir saklausan aðila að lenda í því
að vera handtekinn fyrir morð, og
settur í gæsluvarðhald meðan
fjölmiðlar hamast við að birta
mismunandi nákvæmar lýsingar
á öllum þeim mistökum sem
manni kunna að hafa orðið á gegn-
um tíðina. Aðeins eitt getur verið
verra, en það er að vera dæmdur
til refsingar fyrir verknað sem
maður er saklaus af.
Í Svíþjóð sat 35 ára gamall
maður í haldi lögreglunnar frá
föstudegi í síðustu viku fram á
miðvikudag. Hann var grunaður
um að hafa myrt Önnu Lindh, ut-
anríkisráðherra landsins. Um það
morð hefur verið fjallað í flestum
fjölmiðlum heimsins, og víðast
hvar gengu menn að því sem vísu
að lögreglan hefði fundið ódæðis-
manninn.
Endurtekur sagan sig?
Fyrir sautján árum gerðist sá
atburður í Svíþjóð að Olof Palme,
forsætisráðherra landsins, var
skotinn til bana á götu í Stokk-
hólmi, þegar hann var á leið heim
úr kvikmyndahúsi ásamt konu
sinni. Mikill óhugur greip
sænsku þjóðina og mjög var
þrýst á lögregluna að finna morð-
ingjann hið bráðasta. Nokkrum
dögum síðar var 33 ára gamall
maður handtekinn og settur í
gæsluvarðhald grunaður um
ódæðisverkið.
Hann hét Viktor Gunnarsson.
Lögum samkvæmt máttu fjöl-
miðlar í Svíþjóð ekki skýra frá
nafni mannsins, en honum var
lýst í smáatriðum, og fjölmiðlar í
öðrum löndum birtu nafn hans
von bráðar, svo að fljótlega vissi
hvert mannsbarn í landinu að
Viktor Gunnarsson væri grunaður
um að hafa banað Olof Palme,
þrátt fyrir að fjölmiðlar töluðu
ævinlega um „33 ára gamlan
mann“ í stað þess að nefna nafn
hans.
33 ára og 35 ára
Viktor Gunnarsson sat í gæslu-
varðhaldi í Kronobergsfangelsinu
í sex og hálfan sólarhring áður en
lögmaður hans, Gunnar Falk, fékk
hann leystan úr haldi vegna
skorts á sönnunum.
Sautján árum síðar sat 35 ára
gamall maður í hinu sama Krono-
bergsfangelsi, og sami lögmaður-
inn, Gunnar Falk, vann að því að
fá hann látinn lausan.
Hinn grunaði maður hefur nú
verið látinn laus og hvaða áhrif
gæsluvarðhaldsvistin og fjöl-
miðlaumfjöllun mun hafa á líf
hans vita menn ekki. Hins vegar
vita menn örlög Viktors Gunnars-
sonar sem fyrir 17 árum var hand-
tekinn og grunaður um annað
morð sem einnig var á forsíðum
allra blaða.
Laug að lögreglunni
Viktor Gunnarsson var ólíkur
þeim manni sem nú sat í gæslu-
varðhaldi að því leyti að Viktor
var ekki á sakaskrá, hafði aldrei
komist í kast við lögin. Sá sem
handtekinn var grunaður um
morðið á Önnu Lindh hefur verið
dæmdur fyrir 50 afbrot við 14
mismunandi réttarhöld.
Viktor Gunnarsson þótti grun-
samlegur fyrir ýmissa hluta sakir
þrátt fyrir að hann væri ekki á
sakaskrá. Hann gekk með húfu
eins og menn töldu sig hafa séð á
morðingjanum. Hann laug til um
æviferil sinn, þóttist vera lang-
skólagenginn og kvaðst vinna hjá
bandarísku uppboðsfyrirtæki sem
reyndist ekki vera til. Kunnugir
sögðu að hann liti á sig sem ein-
hvers konar ofurmenni, og vitni
héldu því fram að hann hefði
sagst hata Olof Palme. Hann var
sagður stórlygari og líta á Banda-
ríkin sem fyrirmyndarland.
Eftir sex og hálfan sólarhring í
gæsluvarðhaldi var Viktor Gunn-
arsson látinn laus. Ef til vill hefði
hann átt að vera frelsinu feginn,
en hann komst fljótlega að því að
almenningsálitið hafði kveðið upp
sinn dóm hafandi kynnt sér um-
fjöllun fjölmiðla. Og dómurinn
var á þá leið að Viktor Gunnars-
son væri sekur. Annað hvort væri
hann sjálfur morðinginn, eða að
minnsta kosti tengdur ódæðis-
verkinu með einhverjum hætti.
Landflótta
Eftir að annar maður hafði ver-
ið handtekinn, og síðar sakfelldur
og loks sýknaður af Palme-morð-
inu, var Viktor Gunnarsson á
flækingi um Svíþjóð. Hann kallaði
sig ýmsum nöfnum, Åke, Lennart
eða Vic, en það var sama hvað
hann kallaði sig, honum var
hvergi vært vegna þessa máls.
Viktor Gunnarsson stefndi
sænska blaðinu Arbetet og krafð-
ist 400 þúsund sænskra króna í
miskabætur fyrir umfjöllun
blaðsins um sig meðan hann sat í
gæsluvarðhaldi. Hann fékk að
lokum 187.500 krónur í skaðabæt-
ur. Hann stefndi sænska ríkinu
fyrir ástæðulausa handtöku og
krafðist þess að fá tvær milljónir
sænskra króna í skaðabætur. Hon-
um voru dæmdar 96.200 krónur í
miskabætur.
Loks kom þar að Viktor Gunn-
arsson ákvað að sér væri ekki
lengur vært í heimalandi sínu og
hann fluttist til fyrirheitna lands-
ins, Bandaríkjanna.
Lík í snjóskafli
Í desember 1994, tæpum níu
árum eftir að Viktor Gunnarsson
var látinn laus eftir sex sólar-
hringa dvöl í Kronobergsfangels-
inu, sáu vegavinnumenn við Blue
Ridge Parkway, norðarlega í
Norður-Karólínufylki, að berir
fætur stóðu upp úr snjóskafli í
Þrjátíu og fimm ára gamall Svíi sat í fangelsi í fimm daga, grunaður um morðið á
Önnu Lindh. Nú hefur honum verið sleppt og annar maður handtekinn. Fyrir
sautján árum átti svipuð atburðarás sér stað út af morðinu á Olof Palme:
Sekur uns sak-
leysi er sannað
HVER ER MAÐURINN?
Tveir menn hafa verið handteknir í Svíþjóð
grunaðir um að vera þessi maður, sem flest
bendir til að sé morðingi Önnu Lindh. Þeim
fyrri, þrjátíu og fimm ára gömlum Svía, hefur
nú verið sleppt, en annar er kominn í hans
stað, grunaður um að vera morðinginn.
VIKTOR GUNNARSSON
Hann sat í fangelsi fyrir sautján árum,
grunaður um morðið á Olof Palme. Þrátt
fyrir að honum hafi verið sleppt fékk hann
aldrei uppreisn æru í Svíþjóð.