Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 35
„Mökuleki“ í menningarmiðstöðinni Skaftfell á Seyðisfirði. Sýningin stendur til 10. október. Allir velkomnir. ■ ■ SKEMMTANIR  22.30 FM957-Higher Energy- kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Pravda. 20 ára aldurstakmark.  23.00 Rúnar Þór og félagar leika í Fjörugarðinum, Fjörukránni í Hafnar- firði.  23.00 DJ Reynir og DJ Ricz verða með Drum&Bass og Jungle tónlist á Vídalín.  DJ Lupin spilar á Café Kúlture, Hverfisgötu 18  Stórhljómsveitin Douglas-Wilson verður með alvöru rock and roll stemn- ingu á Odd-Vitanum, Akureyri.  Á Kránni, Laugavegi 73, spilar í kvöld tríó sem kallar sig 3óDóR (tríódór) og samanstendur af Óla gítarleikara og Röggu söngkonu úr hljómsveitinni Sein ásamt Dísu bongóleikara úr hljómsveit- inni Rokkslæðurnar.  Svensen og Hallfunkel verða á Gullöldinni.  Hljómsveitin Á móti sól spilar í Stapanum, Reykjanesbæ.  Megas og Súkkat verða með Mega- sukk á Grand Rokk.  Stórdansleikur með Hljómum á Broadway. Miðaverð er 1.800 kr.  Skítamórall skemmtir á Gauki á Stöng.  Sú Ellen, Dúkkulísur og Herbert Guðmundsson spila á 80’s kvöldi í Sjallanum, Akureyri.  Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur á Krúsinni, Ísafirði.  Hljómsveitirnar Papar og Von spila í „Reiðhöllinni á Sauðárkróki“.  Hljómsveitin Hálft í Hvoru spilar í Höllinni, Vestmannaeyjum.  Hljómsveitin Sagaklass spilar á Players í Kópavogi.  Hinir stórskemmtilegu drengir í rokk-, diskó-, salsa-, kántrý- og pönk- sveitinni Úlrik spila á Café Amsterdam.  Stuðmenn, hljómsveit allra lands- manna, skemmtir Austfirðingum í Vala- skjálf á Egilsstöðum. Þetta er fyrsta framkoma Stuðmanna eftir velheppn- aða tónleikaför til Tívolís í Danaveldi.  Óskar Einarsson trúbador spilar á skemmtistaðnum De Boomkikker við Hafnarstræti.  Hljómsveitin Skítamórall ætlar að halda uppi stemninguni langt fram eftir öllu á Gauknum. 1500 krónur.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Gullfoss og Geysir í Leikhúskjallar- um.  Hinn stórfætti Kiddi Bigfoot sér um skemmtunina á Hressó.  Dans- og gleðitríóið Copy Paste og Enter mun skemmta gestum Kringlu- kráarinnar. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Síðasta haustganga ársins á vegum Skógræktarfélaganna verður far- in í Fossvogsdal. Göngustjórar verða Steinar Björgvinsson og Hannes Þór Hafsteinsson. Báðir garðyrkjufræðingar og miklir áhugamenn um fugla. Safnast saman við hliðið að Gróðarstöðinni í Fossvogi neðan við Borgarspítalann. Gengið um skóginn og farið yfir Kringlu- mýrarbraut á göngubrú í kirkjugarðinn. ■ ■ FUNDIR  13.30 „Gáskafullur virðuleiki“ nefn- ist Sjónþing í Gerðubergi, sem að þessu sinni er helgað leirlistamanninum Koggu, Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Hún mun ræða um leirlistina, hönnun, fortíð, framtíð og allt þar á milli. Stjórnandi er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Spyrlar eru Edda Jónsdóttir forstöðu- maður gallerís I8 og Tinna Gunnars- dóttir iðnhönnuður.  Jón Böðvarsson verður í Dalvíkur- byggð og segir frá Svarfdælasögu og tengdum sögum og þáttum. Samkoman verður haldin í félagsheimilinu Rimum við Húsabakkaskóla. ■ ■ SAMKOMUR  Ásatrúarfólk heldur tvö samtvinnuð blót á Vesturlandi og verður mikið um dýrðir. Árlegt haustblót Vestlendinga verður haldið að Draghálsi klukkan tvö síðdegis. Að því loknu færa blótsgestir sig til Akraness þar sem haldið verður helgunarblót að Minjasafninu á Görð- um. Blótið hefst klukkan fjögur þegar Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blótið Óðni og niðjum hans. Allir eru velkomnir.  Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur boðar til fjölskylduveislu um uppeldis og menntamál í Grindavík undir yfirskriftinni „Sól í Grindavík“. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi for- seti, Guðbergur Bergsson rithöfundur, Bergur Ingólfsson leikari, Dagný Reynis- dóttir og Hildur Hafstað kennarar og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri og ráðgjafi koma fram. Veislustjóri verður Hjálmar Árnason alþingismaður. Dag- skráin hefst kl. 10 og stendur til 15.15. ■ ■ SÝNINGAR  17.00 Elín Hansdóttir myndlistar- maður, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands nú í vor, sýnir nú verk sín í Gall- erí Dvergi, Grundarstíg 21, 101 Rvk. Sýningin, sem kallast „Big Bird“, er opin fimmtudag til sunnudags kl. 17-19 og stendur til 4.október“.  Sýningin Grasrót 2003 stendur yfir í Nýlistasafninu. Að þessu sýna verk sín þau Arndís Gísladóttir, Baldur G. Bragason, Birgir Örn Thoroddsen, Birta Guðjónsdóttir, Bryndís E. Hjálm- arsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dags- son, Magnús Árnason og Rebekka Ragnarsdóttir.  Þóra Sigurþórsdóttir sýnir útilista- verk í Kringlunni í samvinnu við Gallerí Fold. Verkin, sem eru unnin á járn með logsuðu og málun, eru til sýnis úti á torginu við Hard Rock Café og í Gallerí Fold annarri hæð. Sýningin stendur til 30. september 2003.  Vögguvísur nefnist innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wil- sons í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi, sem stendur til 2. nóvember.  Yfir bjartsýnisbrúna - Samsýning alþýðulistar og samtímalistar nefnist sýning sem Listasafn Íslands hefur unn- ið í samstarfi við Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Hér leiða sam- an hesta sína tuttugu og fimm lista- menn sem ýmist kenna sig við alþýðu- list eða samtímalist. Sýningin verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember.  Box - ílát - öskjur nefnist sýning í sal Handverks og hönnunar í Aðal- stræti. Box ílát öskjur. Valin voru verk frá 27 aðilum á sýninguna, sem stendur til 12. október. Opið þri-sun 13-17.  Elín Hansdóttir myndlistarmaður, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands nú í vor, sýnir nú verk sín í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21, 101 Rvk. Sýning- in, sem kallast „Big Bird“, er opin fimmtudag til sunnudags kl. 17-19 og stendur til 4. október“.  Atvinnuvegasýningin Akranes Expó 2003 stendur yfir í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. Alls taka 70 fyrirtæki þátt í sýningunni.  Í Sverrissal Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á málverkum Krist- bergs Péturssonar. Sýningunni lýkur 6. október.  Úr Byggingarlistarsafni, sýning á húsateikningum og líkönum íslenskra arkitekta verður opnuð í Hafnarhúsinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofun byggingarlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð- veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk- ustu frumherjum íslenskar byggingarlist- ar á 20. öld. Sýningin stendur til 2. nóv- ember.  Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir sýna á Kjarvals- stöðum í tengslum við listahátíðina List án landamæra.  Ingiríður Ólafsdóttir sýnir textílverk í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Mið.-mán. 11-17 til 6. október.  Sýning Ingu Jónsdóttur stendur yfir í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ. Sýninguna nefnir hún Ryk. Í Arinstofu stendur yfir sýning á verkum Kristins Péturssonar og nefnist hún Töfratákn.  María Guðnadóttir er með sýningu á Kaffi Expresso í Spönginni Grafarvogi. Sýningin stendur frá til 7. október.  Teikningar sjö til sextán ára barna í Hafnarfirði og hugmyndir þeirra um vinabæjarsamstarf Hafnarfjarðar og Cuxhaven eru sýndar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin stendur til 6. október.  Safn, samtímalistasafn á Laugavegi 37, er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl 14-18 en til 17 um helgar.  Jóna Þorvaldsdóttir er með sýningu á ljósmyndum í Ljósfold í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 til 16. Listakonan nefnir sýninguna Þjóðsögu. Sýningin stendur til 5. október.  Sýning Svanborgar Matthíasdóttur í Galleríi Sævars Karls hefur fengið mjög góða aðsókn og verður framlengd til 8. október. Við hvetjum listunnendur til að sjá sýninguna. LAUGARDAGUR 27. september 2003 35 JÓN KARL HELGASON Ég er staðráðinn í að sjá sýninguþeirra Einars Garibalda Ein- arssonar og Bruno Muzzolini sem opnar í Listasafni ASÍ í dag,“ seg- ir Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur. „Einar hefur verið að nálgast íslenska landslagsmál- verkið úr ýmsum óvæntum áttum á síðustu árum – ég er ekki viss um hvort hann ætli að endurnýja það eða ganga af því dauðu – og af nafni sýningarinnar að dæma, Ís- land í níu hlutum, gerir hann þarna enn eina atlöguna. Með hon- um sýnir ítalskur snillingur sem ég veit ekkert meira um en hlakka til að kynna mér. Ég hef líka hugsað mér að kíkja á Þjóð- sögur, forvitnilega ljósmyndasýn- ingu Jónu Þorvaldsdóttur í Gall- eríi Fold, og ef svo ólíklega vill til að ég fari ekki snemma í rúmið er aldrei að vita nema ég rati inn á Megasukk Megasar og Súkkats á Grand Rokk um kvöldið.“  Val Jóns Þetta lístmér á! ✓ ✓ Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu. Virkar vel á hverskonar vandamál. Kennt á Íslandi 17. okt. - 20. okt. Íslenskt námsefni og íslenskur kennari. Námskeið í Bowen Tækni Upplýsingar og skráning: Margeir s. 897-7469 og 421-4569 jmsig@simnet.is www.thebowentechnique.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.