Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir þýsku kvikmyndina Hjónaband Maríu Braun, Die Ehe der Maria Braun, eftir Rainer Werner Fassbinder í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Miðasala opn- ar hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Mozart fyrir sex. Óperu- söngvararnir Hulda Björk Garðarsdótt- ir, Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson flytja verk eftir Mozart ásamt Chalumeaux-tríóinu í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Tónleikarnir áttu að vera um síðustu helgi en var frestað vegna veðurs.  KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýútkominni geislaplötu sinni, Ferðalög, á tónleikum í Salnum, Kópavogi. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren verður á Stóra sviði Borgar- leikhússins.  20.00 Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Síðustu sýningar.  20.00 Vinur minn heimsendir, nýtt leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur, verður sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  20.00 Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson verður sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Erling með Stefáni Jónssyni og Jóni Gnarr er sýnt í Freyvangi. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Einar Garibaldi Eiríksson og Bruno Muzzolini opna einkasýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Einar Gari- baldi sýnir málverk og kallast sýning hans Ísland í níu hlutum. Bruno sýnir ljósmyndir og myndbandsverk og kallast sýning hans Augnagildrur. Listasafn ASÍ er opið 13-17 alla daga nema mánu- daga. Sýningarnar standa til 12. október.  17.00 Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling T.V. Klingenberg opna sýningu er ber heitið 34 27. september 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 SEPTEMBER Laugardagur Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar-maður og myndlistarmaður, stendur í stórræðum þessa dagana. Nú um helgina lýkur samsýningu hans og Guðbjörns Gunnarssonar í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Í byrj- un október kemur síðan út safnplata með lögum Jóhanns, sem Sölvi Blöndal í Quarashi hefur haft frum- kvæði að. Jóhann segist stoltur af því að Sölvi skuli vera maðurinn sem hrindir þessari plötu af stað. „Sjálfur hef ég verið rosalega hrifinn af Quarashi og því sem þeir hafa verið að gera. Körlum eins og mér finnst líka voða gaman að geta tengt sig við yngri kynslóðina.“ Jóhann er að halda upp á fertugs tónlistarferilsafmæli og hann er bú- inn að vera rúm þrjátíu ár í mynd- listinni. Bubbi, eins og Guðbjörn Gunnarsson er jafnan nefndur, er svo að halda upp á tíu ára starfsaf- mæli sitt. Á þessari sýningu sýnir Jóhann ný olíumálverk ásamt vatnslita- myndum frá síðustu árum. „Ég er búinn að vera rosalega lengi á leiðinni yfir í olíuna aftur. Vinur minn Bubbi skúlptúristi hef- ur bæði gefið mér bæði striga og liti og er alltaf að spyrja hvenær ég ætli nú að fara aftur í olíuna. Maður vinnur vatnslitamyndir frekar hratt og það hefur átt vel við mig en nú langaði mig virkilega til þess að skipta yfir.“ Jóhann segist reyna að ná fram ákveðnum áhrifum í málverkinu, hvort sem hann vinnur með olíu eða vatnsliti. „Ég er svolítið að glíma við ljósið og að mynd virki svolítið eins og veruleiki. Ég er ekkert hrifinn af því að skynja mynd bara sem mynd, heldur að þetta sé eins og einhver veruleiki sem maður getur verið lengi að uppgötva ýmislegt í.“ Sýningin er opin í dag og á morgun frá tvö til sex og listamenn- irnir ætla að verða á staðnum. ■ ■ MYNDLIST Svæðið opnar kl. 11.00 Tímatökur kl. 13.00 Keppni hefst kl. 14.00 KVARTMÍLUBRAUTIN við Kapelluhraun 2 Miðaverð kr. 900- Frítt fyrir félagsmenn og 12 ára og yngri ATH. Einn heppinn áhorfandi verður dreginn út og fær ferð í kvartmílubíl KVARTMÍLAN LOKAKEPPNI Á MORGUN SUNNUDAG, HEFST KL. 14.00I , . . JÓHANN G. JÓHANNSSON Myndlistarsýningu hans og Bubba lýkur um helgina. Í byrjun október er svo von á nýrri safnplötu. Stendur í stórræðum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ✓ Laugardagur 04.10. kl. 20, laus sæti Fimmtudagur 09.10. kl 20, uppselt Föstudagur 10.10. kl. 20, örfá sæti laus Fimmtudagur 16.10. kl. 20, laus sæti Föstudagur 24.10 kl. 20, laus sæti Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu barnaleikritið „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Sun. 21. sept. kl.14:00 Lau. 27. sept. kl. 14:00 Miðaverð er kr. 1200. Miðapantanir í síma 590-1200. Nánari upplýsingar í síma 662-4805.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.